Andros Townsend skrifar undir hjá Luton Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2023 23:29 Andros Townsend lék síðast með Everton en hefur ekki spilað í rúma 18 mánuði Enska úrvalsdeildarliðið Luton Town hefur gengið frá skammtímasamningi við fyrrum enska landsliðsmanninn Andros Townsend. Leikmaðurinn hefur verið án félags síðan samningur hans við Everton rann út í sumar. Andros Townsend gekk meiddur af velli í 8-liða úrslitum FA bikarsins þann 20. mars 2022, Crystal Palace vann Everton að endingu 4-0 og leikmaðurinn hefur ekki spilað síðan þá. Fljótlega kom í ljós að um alvarleg krossbandsslit væri að ræða og Townsend hefur verið frá keppni í rúmlega 18 mánúði. Townsend æfði í sumar með öðrum nýliðum deildarinnar, Burnley, talið var að þar myndi hann skrifa undir en Burnley dró sig úr samningaviðræðum rétt áður en tímabilið hófst. Hann fór í kjölfarið að æfa með heimabæjarliði sínu Luton og hefur nú skrifað undir samning við félagið fram í janúar á næsta ári. Welcome @andros_townsend! ✍️— Luton Town FC (@LutonTown) October 11, 2023 Luton menn þurfa nauðsynlega á liðsstyrk að halda en liðið hefur aðeins sótt fjögur stig úr fyrstu átta leikjum sínum og situr í 17. sæti deildarinnar. „Luton er mitt heimabæjarlið, ég bý 20-25 mínútum frá og hef fylgst með gengi þeirra síðustu ár. Ég bjóst aldrei við því að klæðast Luton treyjunni sjálfur, en þetta er mikill heiður að spila með þeim í ensku úrvalsdeildinni og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná eins mörgum stigum og mögulegt er“ sagði Andros Townsend um sitt nýja lið. Það verður spennandi að fylgjast með leikmanninum stíga upp úr þessum erfiðu meiðslum, en hann á fínan feril sér að baki og hefur leikið fyrir Tottenham, Newcastle, Crystal Palace, Everton og enska landsliðið. Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Andros Townsend gekk meiddur af velli í 8-liða úrslitum FA bikarsins þann 20. mars 2022, Crystal Palace vann Everton að endingu 4-0 og leikmaðurinn hefur ekki spilað síðan þá. Fljótlega kom í ljós að um alvarleg krossbandsslit væri að ræða og Townsend hefur verið frá keppni í rúmlega 18 mánúði. Townsend æfði í sumar með öðrum nýliðum deildarinnar, Burnley, talið var að þar myndi hann skrifa undir en Burnley dró sig úr samningaviðræðum rétt áður en tímabilið hófst. Hann fór í kjölfarið að æfa með heimabæjarliði sínu Luton og hefur nú skrifað undir samning við félagið fram í janúar á næsta ári. Welcome @andros_townsend! ✍️— Luton Town FC (@LutonTown) October 11, 2023 Luton menn þurfa nauðsynlega á liðsstyrk að halda en liðið hefur aðeins sótt fjögur stig úr fyrstu átta leikjum sínum og situr í 17. sæti deildarinnar. „Luton er mitt heimabæjarlið, ég bý 20-25 mínútum frá og hef fylgst með gengi þeirra síðustu ár. Ég bjóst aldrei við því að klæðast Luton treyjunni sjálfur, en þetta er mikill heiður að spila með þeim í ensku úrvalsdeildinni og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná eins mörgum stigum og mögulegt er“ sagði Andros Townsend um sitt nýja lið. Það verður spennandi að fylgjast með leikmanninum stíga upp úr þessum erfiðu meiðslum, en hann á fínan feril sér að baki og hefur leikið fyrir Tottenham, Newcastle, Crystal Palace, Everton og enska landsliðið.
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira