Skýrslan varðaði illa meðferð á ungbörnum á Vöggustofunni á Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins frá 1949-1973.
Nefndinni var þakkað fyrir vel unnin störf á fundi borgarráðs í morgun þar sem samþykkt var einróma að fylgja eftir tillögum nefndarinnar.
Lagðar voru til skaðabótagreiðslur til þeirra sem dvöldu lengi á vöggustofunum og jafnframt að þeim yrði boðið upp á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu.
Nefndin er jafnframt á því að niðurstöður hennar endurspegli nauðsyn þess að sveitarfélög tryggi að barnaverndarnefndir og starfsmenn þeirra hafi nægilegt svigrúm og tíma til að vinna hvert og eitt mál í samræmi við ákvæði laga og reglna.
Og að lokum lagði nefndin til að frekari athugun yrði gerð á starfsemi vöggustofanna.
Allar þessar tillögur verða teknar til skoðunar hjá mismunandi örmum Reykjavíkurborgar.