Óli Björn segir Covid-aðgerðir hafa gengið of langt Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2023 09:15 Óli Björn var formaður efnahags- og viðskiptanefndar á Covid-tímum. Hann telur að fara þurfi fram risauppgjör vegna aðgerða yfirvalda vegna sóttarinnar. vísir/vilhelm Óli Björn Kárason, fyrrum þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Frosta Logasonar í viðtalsþætti hans Spjallinu og telur að það verði að fara fram risauppgjör við aðgerðir yfirvalda á Covid-tímum. Óli Björn sat þegar þetta var sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar, en þar um voru allar aðgerðir dregnar. Hann segist stoltur af því sem gert var en viti jafnframt að það eigi eftir að fara fram uppgjör – risauppgjör – við það hvernig brugðist var við. Hann telur hafa verið gengið of langt. „Það þarf að fara í gegnum það á hvaða lagalega grunni var byggt þegar gripið var til aðgerða til að takmarka athafnafrelsi fyrirtækja, einstaklinga og mannleg samskipti. og þá er ég ekki að tala um kostnaðinn.“ Óli Björn segir það vissulega svo að hann hafi stutt aðgerðir sem farið var í og frumskylda stjórnvalda sé að vernda líf borgara og heilsu þeirra. „En eftir á að hyggja gengu margar aðgerðir alltof langt og ég dreg í efa að það hafi verið lagalegur grunnur fyrir öllum þeim aðgerðum sem gripið var til. Svo geta menn velt því fyrir sér, virkaði stjórnarskráin eða ekki?“ sagði Óli Björn sem telur að uppgjör verði að eiga sér stað, annars lærum við ekkert. „Ef að við þurfum að ganga aftur í gegnum einhvern svona faraldur, sem mér er sagt að sé ekkert ótrúlegt, en ég vona að verði aldrei, þá vona ég minnsta kosti að við munum eftir því sem við gengum í gegnum. Að við munum eftir því að við ákváðum að loka skólum. Jafnvel þegar við vissum að börnum stæði ekki nein, eða mjög takmörkuð hætta af þessari veiru. Að við munum að við sögðum við gamalt fólk; „Nei þú mátt ekki á síðustu dögum þínum eiga samskipti við þína nánustu“. Við gengum alveg ótrúlega langt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Óli Björn sat þegar þetta var sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar, en þar um voru allar aðgerðir dregnar. Hann segist stoltur af því sem gert var en viti jafnframt að það eigi eftir að fara fram uppgjör – risauppgjör – við það hvernig brugðist var við. Hann telur hafa verið gengið of langt. „Það þarf að fara í gegnum það á hvaða lagalega grunni var byggt þegar gripið var til aðgerða til að takmarka athafnafrelsi fyrirtækja, einstaklinga og mannleg samskipti. og þá er ég ekki að tala um kostnaðinn.“ Óli Björn segir það vissulega svo að hann hafi stutt aðgerðir sem farið var í og frumskylda stjórnvalda sé að vernda líf borgara og heilsu þeirra. „En eftir á að hyggja gengu margar aðgerðir alltof langt og ég dreg í efa að það hafi verið lagalegur grunnur fyrir öllum þeim aðgerðum sem gripið var til. Svo geta menn velt því fyrir sér, virkaði stjórnarskráin eða ekki?“ sagði Óli Björn sem telur að uppgjör verði að eiga sér stað, annars lærum við ekkert. „Ef að við þurfum að ganga aftur í gegnum einhvern svona faraldur, sem mér er sagt að sé ekkert ótrúlegt, en ég vona að verði aldrei, þá vona ég minnsta kosti að við munum eftir því sem við gengum í gegnum. Að við munum eftir því að við ákváðum að loka skólum. Jafnvel þegar við vissum að börnum stæði ekki nein, eða mjög takmörkuð hætta af þessari veiru. Að við munum að við sögðum við gamalt fólk; „Nei þú mátt ekki á síðustu dögum þínum eiga samskipti við þína nánustu“. Við gengum alveg ótrúlega langt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira