Saurgerlar í neysluvatni Borgarfjarðar eystri undanfarnar tvær vikur Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2023 17:54 Íbúar á Borgarfirði eystri hafa neyðst til að sjóða neysluvatn sitt vegna saurmengunar sem hefur mælst í vatninu undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Kólígerlar mældust í sýni sem tekið var úr vatnsveitunni á Borgarfirði eystri fyrir rúmlega tveimur vikum. Enn mælist mengun í vatninu en framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands bindur vonir við að gerlarnir verði farnir eftir helgi. Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kólígerlum við reglubundið eftirlit þann 26. september en niðurstaða mælinganna barst 2. október. Síðan þá hafa Borgfirðingar neyðst til að sjóða neysluvatn sitt. „Það mældist kólímengun við reglubundið eftirlit og það hafa verið aðgerðir síðan til að reyna að losna við þetta,“ sagði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í samtali við Vísi. Lára Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Haust, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.Haust „Það eru tekin sýni úr dreifikerfinu en það er náttúrulega búið að taka ógrynni af sýnum síðan þessi mengun kom upp, bæði í vatnsbólinu og lindunum og víðar, til að reyna að finna upptökin,“ sagði hún. Eruð þið einhverju nær? „Nei, en stundum er þetta bara þannig. Maður finnur ekkert hvað veldur þessu. Og stundum koma tímabil þar sem það kemur mengun og svo hverfur hún og sést ekki í fjölda ára á eftir. Þetta er ótrúlega merkilegt. Við erum ekkert voða áhyggjufull, það er verið að reyna að hreinsa kerfið.“ Hvað er verið að gera til að bregðast við þessu? „Það er búið að setja klór í brunna og skola út úr kerfinu. Það er búið að gera þetta í tvígang núna. Þannig við erum að vona að sýnatökur eftir helgi komi vel út,“ sagði Lára. Ekki óvanalegt að vatn sé mengað af saurgerlum Að sögn Láru er það nokkuð algengt að saurgerlar mælist í neysluvatni þó það hafi reyndar ekki sést áður á Borgarfirði eystri. Er þetta algengt að svona gerist? „Þetta er algengara en fólk heldur. Þetta kemur alltaf reglulega upp, jafnvel í þéttbýli,“ sagði Lára. En kannski ekki algengt að það sé svona lengi? „Jú jú, það tekur alltaf smá tíma að losa þetta úr kerfinu. Þetta er ekkert óvanalegt en við höfum reyndar ekki séð þetta á Borgarfirði eystri áður,“ sagði Lára. Kólígerlar eru saurgerlar er það ekki? „Jú, þetta er úr saur, þaðan er uppruninn á þessum gerlum. Ekkert voðalega geðslegt. Það eru tilmæli um að um leið og það mælast kólígerlar í vatni að það eigi að sjóða það. En ég myndi halda að allt vel frískt fólk verði ekkert veikt af þessu samt,“ sagði hún að lokum. Heilbrigðisstofnun Austurlands Umhverfismál Vatn Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kólígerlum við reglubundið eftirlit þann 26. september en niðurstaða mælinganna barst 2. október. Síðan þá hafa Borgfirðingar neyðst til að sjóða neysluvatn sitt. „Það mældist kólímengun við reglubundið eftirlit og það hafa verið aðgerðir síðan til að reyna að losna við þetta,“ sagði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í samtali við Vísi. Lára Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Haust, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.Haust „Það eru tekin sýni úr dreifikerfinu en það er náttúrulega búið að taka ógrynni af sýnum síðan þessi mengun kom upp, bæði í vatnsbólinu og lindunum og víðar, til að reyna að finna upptökin,“ sagði hún. Eruð þið einhverju nær? „Nei, en stundum er þetta bara þannig. Maður finnur ekkert hvað veldur þessu. Og stundum koma tímabil þar sem það kemur mengun og svo hverfur hún og sést ekki í fjölda ára á eftir. Þetta er ótrúlega merkilegt. Við erum ekkert voða áhyggjufull, það er verið að reyna að hreinsa kerfið.“ Hvað er verið að gera til að bregðast við þessu? „Það er búið að setja klór í brunna og skola út úr kerfinu. Það er búið að gera þetta í tvígang núna. Þannig við erum að vona að sýnatökur eftir helgi komi vel út,“ sagði Lára. Ekki óvanalegt að vatn sé mengað af saurgerlum Að sögn Láru er það nokkuð algengt að saurgerlar mælist í neysluvatni þó það hafi reyndar ekki sést áður á Borgarfirði eystri. Er þetta algengt að svona gerist? „Þetta er algengara en fólk heldur. Þetta kemur alltaf reglulega upp, jafnvel í þéttbýli,“ sagði Lára. En kannski ekki algengt að það sé svona lengi? „Jú jú, það tekur alltaf smá tíma að losa þetta úr kerfinu. Þetta er ekkert óvanalegt en við höfum reyndar ekki séð þetta á Borgarfirði eystri áður,“ sagði Lára. Kólígerlar eru saurgerlar er það ekki? „Jú, þetta er úr saur, þaðan er uppruninn á þessum gerlum. Ekkert voðalega geðslegt. Það eru tilmæli um að um leið og það mælast kólígerlar í vatni að það eigi að sjóða það. En ég myndi halda að allt vel frískt fólk verði ekkert veikt af þessu samt,“ sagði hún að lokum.
Heilbrigðisstofnun Austurlands Umhverfismál Vatn Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira