Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2023 10:09 Daniel Noboa nýkjörinn forseti Ekvador og sonur ríkasta manns landsins. Getty/Franklin Jacome Bananaerfinginn Daniel Noboa var í gærkvöldi kjörinn forseti Ekvador og verður hann sá yngsti til að sinna embættinu í sögu landsins. Noboa hefur heitið því að taka á ofbeldisöldu sem ríður yfir landið af hörku og auka atvinnustig ungs fólks. Noboa hafði betur gegn lögmanninum og vinstrikonunni Luisu González, sem fyrrverandi forseti landsins Rafael Correa valdi sem eftirmann sinn. Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða seint í gærkvöldi hafði Noboa 52,29 prósent atkvæða og González 47,71 prósent. González viðurkenndi í gærkvöldi sigur Noboa, sem skrifaði í færslu á Twitter að stundin væri söguleg. „Ekvadorískar fjölskyldur völdu framtíð landsins, þær völdu land sem er öruggt og sem býður upp á atvinnutækifæri,“ skrifaði Noboa í tístinu. Hoy hemos hecho historia, las familias ecuatorianas eligieron el Nuevo Ecuador, eligieron un país con seguridad y empleo.Vamos por un país de realidades donde las promesas no se queden en campaña y la corrupción se castigue Gracias Ecuador #SinCorrupcion#SinSobreprecio pic.twitter.com/Ilmx6Iln0v— Daniel Noboa Azin (@DanielNoboaOk) October 16, 2023 Undanfarin misseri hefur ofbeldisglæpum fjölgað mikið í landinu, sem yfirvöld telja tengjast fíkniefnasmygli. Hvergi í Suður-Ameríku eru ofbeldisglæpir jafn tíðir og í Ekvador. Noboa er sonur ríkasta manns landsins, Álvaro Noboa, sem sjálfur hefur boðið sig fram til forseta fimm sinnum. Framboð Daniels Noboa var heldur óvænt og bættist hann seint við kapphlaupið en hann tilkynnti framboðið í ágúst. Noboa er sérstaklega vinsæll meðal kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, sem telja um þriðjung kjörgengra. Eitt helsta áherslumál hans í kosningunum var að fjölga störfum og hefur hann lagt til skattaafslætti fyrir ný fyrirtæki og að draga erlenda fjárfesta til landsins. Þá hefur hann tekið harða afstöðu í glæpamálum og hefur meðal annars lagt til að koma verstu glæpamönnum landsins fyrir á bátum úti fyrir ströndum Ekvador. Þá hefur hann talað fyrir því að auka hernaðarviðveru við landamæri og strendur landsin, ekki síst til að stemma stigu við fíkniefnasmygli. Ekvador Tengdar fréttir Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13 Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira
Noboa hafði betur gegn lögmanninum og vinstrikonunni Luisu González, sem fyrrverandi forseti landsins Rafael Correa valdi sem eftirmann sinn. Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða seint í gærkvöldi hafði Noboa 52,29 prósent atkvæða og González 47,71 prósent. González viðurkenndi í gærkvöldi sigur Noboa, sem skrifaði í færslu á Twitter að stundin væri söguleg. „Ekvadorískar fjölskyldur völdu framtíð landsins, þær völdu land sem er öruggt og sem býður upp á atvinnutækifæri,“ skrifaði Noboa í tístinu. Hoy hemos hecho historia, las familias ecuatorianas eligieron el Nuevo Ecuador, eligieron un país con seguridad y empleo.Vamos por un país de realidades donde las promesas no se queden en campaña y la corrupción se castigue Gracias Ecuador #SinCorrupcion#SinSobreprecio pic.twitter.com/Ilmx6Iln0v— Daniel Noboa Azin (@DanielNoboaOk) October 16, 2023 Undanfarin misseri hefur ofbeldisglæpum fjölgað mikið í landinu, sem yfirvöld telja tengjast fíkniefnasmygli. Hvergi í Suður-Ameríku eru ofbeldisglæpir jafn tíðir og í Ekvador. Noboa er sonur ríkasta manns landsins, Álvaro Noboa, sem sjálfur hefur boðið sig fram til forseta fimm sinnum. Framboð Daniels Noboa var heldur óvænt og bættist hann seint við kapphlaupið en hann tilkynnti framboðið í ágúst. Noboa er sérstaklega vinsæll meðal kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, sem telja um þriðjung kjörgengra. Eitt helsta áherslumál hans í kosningunum var að fjölga störfum og hefur hann lagt til skattaafslætti fyrir ný fyrirtæki og að draga erlenda fjárfesta til landsins. Þá hefur hann tekið harða afstöðu í glæpamálum og hefur meðal annars lagt til að koma verstu glæpamönnum landsins fyrir á bátum úti fyrir ströndum Ekvador. Þá hefur hann talað fyrir því að auka hernaðarviðveru við landamæri og strendur landsin, ekki síst til að stemma stigu við fíkniefnasmygli.
Ekvador Tengdar fréttir Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13 Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira
Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna. 7. október 2023 10:13
Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. 21. ágúst 2023 14:05