„Mæli með að öll pör prófi þetta“ Íris Hauksdóttir skrifar 18. október 2023 19:02 Harpa Lind Hjálmarsdóttir og Sigþór Gunnar Jónsson leggja ríka áherslu á að rækta sambandið sitt. aðsend Hjónin Harpa Lind Hjálmarsdóttir og Sigþór Gunnar Jónsson tóku fyrr á árinu upp skemmtilega hefð til að krydda sambandið sitt. „Við förum alltaf á stefnumót á miðvikudögum,“ segir Harpa og heldur áfram: „Upphaflega voru miðvikudagskvöldin okkar heilögu kvöld en það var ekkert sérstaklega skipulagt hvað við myndum gera hverju sinni, nema það að við skiptumst á að ákveða. Oft endaði það hálf kaótískt en svo spratt hugmyndin upp um miðana. Það virkar þannig að við skrifum miða, ég fimm og hann fimm og setjum í krukku. Fjölskyldan er búsett á Akureyri en hjónin kynntust í Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2014, þau byrjuðu svo formlega saman ári síðar.aðsend Við skrifum þá í samráði svo sama hugmyndin komi ekki upp tvisvar og vitum því hvað stendur en ekki hvenær og hvort okkar dregur miðann hverju sinni. Sá sem dregur hann framkvæmir stefnumótið með sínum hætti. Stefnumótin geta kostað pening en líka verið ókeypis. Eins geta þau krafist þess að við þurfum pössun eða átt sér stað heima eftir að börnin eru sofnuð.“ Hjónin ásamt börnunum sínum tveimur, eins og fjögurra ára. aðsend Miðvikudagskvöldin extra spennandi Hjónin eiga tvö börn á aldrinum eins og fjögurra ára og Harpa tekur fram að flest kvöld séu þau öll saman. „Miðvikudagskvöldin eru samt alltaf extra spennandi og ég mæli með að pör prófi þetta. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt þegar það fellur í hlut Sigþórs að plana deitið því þá veit ég ekkert hvað ég er að fara að gera. Það er rosalega spenna í því. Vissulega hef ég grun því ég veit hvaða möguleikar leynast í krukkunni en ekki hver þeirra það verður hverju sinni. Manni hlakkar alltaf til að eyða kvöldinu með manneskjunni sinni og mér finnst við njóta samverustundanna miklu betur. Nándin verður meiri og oft skapast betri tími fyrir innihaldsrík samtöl.“ Harpa segir pastakvöldið eitt af þeim stefnumótum sem standi upp úr.aðsend Pastagerð og langur göngutúr standa upp úr Harpa nefnir dæmi um stefnumót þar sem hjónin púsluðu heila kvöldstund. „Við erum hvorugt sérstaklega spennt fyrir því að púsla en þarna skapaðist rými þar sem við vorum bara tvö, ekkert sjónvarp eða sími heldur samvera.“ Spurð um uppáhalds stefnumót nefnir Harpa annars vegar kvöldstund þar sem hjónin útbjuggu pasta frá grunni en hins vegar langa gönguferð. Gönguferðin góða þar sem skapaðist rými fyrir allt önnur samtöl en gætu átt sér stað í stofunni heima. „Ég man hvað ég var sjúklega þreytt þetta kvöld og krossaði putta um að miðinn með kósý bíókvöldinu þar sem við drægjum dýnuna fram í stofu kæmi upp úr krukkunni. Það reyndist hins vegar ekki gerast og upp kom miði um langa gönguferð sem endaði í ísbúðinni. Ég gleymi aldrei þessarri gönguferð því þarna ræddum við í fyrsta skipti hluti sem við höfðum aldrei talað um áður. Það hefði ekki gerst fyrir framan sjónvarpið heima.“ Harpa segir stefnumótin af ýmsum toga, sum séu ókeypis meðan önnur geti kostað pening og pössunnar fyrir börnin. aðsend Gríðarlegar vinsældir á TikTok Það var svo í haust sem hjónin tóku upp á því að búa til myndbönd með miðagerðinni og fylgdu þeim eftir með stefnumótunum í kjölfarið. Viðbrögðin voru gríðarleg og hefur ekkert myndband fengið minna en 10 þúsund áhorf á TikTok, það vinsælasta 28 þúsund. Harpa segist orðlaus yfir viðtökunum. Hjónin segjast orðlaus yfir viðtökum myndbandanna.aðsend „Við áttum alls ekki von á að þetta yrði svona vinsælt en sýnir eflaust það að fleiri en við eru í þessum hugleiðingum. Það er gaman að gefa fólki hugmyndir og við ætlum að halda því áfram. Markmiðið er að hvetja fólk til að vera meira saman án þess að vera í símanum eða að horfa á sjónvarpið.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur af myndböndunum vinsælu. Klippa: TikTok myndbönd hjónanna Ástin og lífið Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
„Við förum alltaf á stefnumót á miðvikudögum,“ segir Harpa og heldur áfram: „Upphaflega voru miðvikudagskvöldin okkar heilögu kvöld en það var ekkert sérstaklega skipulagt hvað við myndum gera hverju sinni, nema það að við skiptumst á að ákveða. Oft endaði það hálf kaótískt en svo spratt hugmyndin upp um miðana. Það virkar þannig að við skrifum miða, ég fimm og hann fimm og setjum í krukku. Fjölskyldan er búsett á Akureyri en hjónin kynntust í Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2014, þau byrjuðu svo formlega saman ári síðar.aðsend Við skrifum þá í samráði svo sama hugmyndin komi ekki upp tvisvar og vitum því hvað stendur en ekki hvenær og hvort okkar dregur miðann hverju sinni. Sá sem dregur hann framkvæmir stefnumótið með sínum hætti. Stefnumótin geta kostað pening en líka verið ókeypis. Eins geta þau krafist þess að við þurfum pössun eða átt sér stað heima eftir að börnin eru sofnuð.“ Hjónin ásamt börnunum sínum tveimur, eins og fjögurra ára. aðsend Miðvikudagskvöldin extra spennandi Hjónin eiga tvö börn á aldrinum eins og fjögurra ára og Harpa tekur fram að flest kvöld séu þau öll saman. „Miðvikudagskvöldin eru samt alltaf extra spennandi og ég mæli með að pör prófi þetta. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt þegar það fellur í hlut Sigþórs að plana deitið því þá veit ég ekkert hvað ég er að fara að gera. Það er rosalega spenna í því. Vissulega hef ég grun því ég veit hvaða möguleikar leynast í krukkunni en ekki hver þeirra það verður hverju sinni. Manni hlakkar alltaf til að eyða kvöldinu með manneskjunni sinni og mér finnst við njóta samverustundanna miklu betur. Nándin verður meiri og oft skapast betri tími fyrir innihaldsrík samtöl.“ Harpa segir pastakvöldið eitt af þeim stefnumótum sem standi upp úr.aðsend Pastagerð og langur göngutúr standa upp úr Harpa nefnir dæmi um stefnumót þar sem hjónin púsluðu heila kvöldstund. „Við erum hvorugt sérstaklega spennt fyrir því að púsla en þarna skapaðist rými þar sem við vorum bara tvö, ekkert sjónvarp eða sími heldur samvera.“ Spurð um uppáhalds stefnumót nefnir Harpa annars vegar kvöldstund þar sem hjónin útbjuggu pasta frá grunni en hins vegar langa gönguferð. Gönguferðin góða þar sem skapaðist rými fyrir allt önnur samtöl en gætu átt sér stað í stofunni heima. „Ég man hvað ég var sjúklega þreytt þetta kvöld og krossaði putta um að miðinn með kósý bíókvöldinu þar sem við drægjum dýnuna fram í stofu kæmi upp úr krukkunni. Það reyndist hins vegar ekki gerast og upp kom miði um langa gönguferð sem endaði í ísbúðinni. Ég gleymi aldrei þessarri gönguferð því þarna ræddum við í fyrsta skipti hluti sem við höfðum aldrei talað um áður. Það hefði ekki gerst fyrir framan sjónvarpið heima.“ Harpa segir stefnumótin af ýmsum toga, sum séu ókeypis meðan önnur geti kostað pening og pössunnar fyrir börnin. aðsend Gríðarlegar vinsældir á TikTok Það var svo í haust sem hjónin tóku upp á því að búa til myndbönd með miðagerðinni og fylgdu þeim eftir með stefnumótunum í kjölfarið. Viðbrögðin voru gríðarleg og hefur ekkert myndband fengið minna en 10 þúsund áhorf á TikTok, það vinsælasta 28 þúsund. Harpa segist orðlaus yfir viðtökunum. Hjónin segjast orðlaus yfir viðtökum myndbandanna.aðsend „Við áttum alls ekki von á að þetta yrði svona vinsælt en sýnir eflaust það að fleiri en við eru í þessum hugleiðingum. Það er gaman að gefa fólki hugmyndir og við ætlum að halda því áfram. Markmiðið er að hvetja fólk til að vera meira saman án þess að vera í símanum eða að horfa á sjónvarpið.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur af myndböndunum vinsælu. Klippa: TikTok myndbönd hjónanna
Ástin og lífið Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira