Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 17. október 2023 15:01 Borgarfulltrúar fóru hver á fætur öðrum í pontu og ræddu skýrsluna. Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. Í sameiginlegri yfirlýsingu borgarstjórnar sem lögð var fram á fundinum biður borgarstjórn börn sem vistuð voru á vöggustofum Hlíðarenda og Thorvaldsenfélagsins afsökunar en einnig fjölskyldur barnanna. Illri meðferð á börnum er lýst í skýrslu vöggustofunefndar. Í yfirlýsingu borgarinnar segir að þetta sé svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Reykjavíkur 17. október 2023 Tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar í kjölfar skýrslu vöggustofunefndar Borgarstjórn biður börn sem vistuð voru á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins og fjölskyldur þeirra afsökunar á illri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar. Ljóst er að vistun á Vöggustofum hefur í mörgum tilvikum haft afdrifarík áhrif á líf þeirra barna sem þar voru. Þetta er svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn vill þakka vöggustofunefndinni fyrir sérlega umfangsmikla, vel rannsakaða og rökstudda skýrslu. Borgarstjórn er einnig þakklát hvatamönnunum að því að rannsóknin var unnin, þeim Árna H. Kristjánssyni, Fjölni Geir Bragasyni, Hrafni Jökulssyni, Tómasi V. Albertssyni og Viðari Eggertssyni. Borgarstjórn tekur heilshugar undir tillögur vöggustofunefndar sem fram koma í skýrslunni. Fyrsta tillagan lýtur að hugsanlegum skaðabótagreiðslum til þeirra sem vistaðir voru á vöggustofunum sem börn. Þau mál eru til meðferðar Alþingis. Önnur tillagan fjallar um geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu til sömu einstaklinga og er til meðferðar hjá Reykjavíkurborg. Sú þriðja beinist að gildandi framkvæmd og eftirliti á sviði barnaverndarmála og er til umfjöllunar í velferðarráði og umdæmisráði barnaverndar. Fjórða og síðasta tillagan lýtur að því að borgarráð taki afstöðu til þess hvort rétt sé að framhald verði á athugun á vöggustofum í Reykjavík. Eftirfylgni með tillögunum er þegar hafin. Borgarstjórn kveðst taka heilshugar undir tillögur vöggustofunefndar í skýrslunni en sú fyrsta lýtur að hugsanlegum skaðabótagreiðslum til þeirra sem voru vistaðir á vöggustofum sem börn og önnur lýtur að geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu til sömu einstaklinga. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata hélt áhrifamikla ræðu þar sem tár féllu. „Þið áttuð betra skilið. Mér þykir frá mínum innstu hjartarótum svo sárt og svo leitt að þið skylduð vera sett í þessar aðstæður. Að samfélagið og hið opinbera hafi brugðist ykkur. Þið voruð saklaus börn og það var skylda hinna fullorðnu að vernda ykkur. Hin fullorðnu brugðust.“ Ræðu Dóru Bjartar má heyra að neðan. Klippa: Dóra Björt: Þið áttuð betra skilið Dóra sagði að þegar borgarráði var afhent skýrslan hafi hún verið heima hjá sér á fjarfundi með 17 mánaða son sinn lasinn í fanginu. „Börn þurfa sterk tengsl við fullorðinn aðila til þess að upplifa öryggi. Í vöggustofunum var að minnsta kosti á köflum allt gert til að koma í veg fyrir að börnin upplifðu tengsl við fullorðið fólk. Foreldrar fengu að horfa á börnin sín í gegnum gler. Þeir höfðu ekkert til sakar unnið nema að vera sum einstæð, sum fátæk, sum í námi án dagvistunar. Börnunum var nefnilega flestum komið fyrir í vöggustofunum algjörlega án þess að það væri eitthvað við foreldrana að athuga. En samt voru tengsl barnanna við foreldrana rofin,“ sagði Dóra Björt. Varnarviðbragð þegar reynt var að vara við Sögulegi hluti skýrslunnar var í forgrunni í ræðu Stefáns Pálssonar, borgarfulltrúa Vinstri grænna. „Það var fyrst og fremst sagnfræðin og sögulegi þátturinn sem fangaði athygli mína og ég held að sögulega rannsóknin sé að mörgu leyti mikilvægust. Vegna þess að einmitt fyrir þennan hóp, sem þarna er undir, skiptir það ofboðslegu máli að sagan sé sögð og að hún sé færð til bókar. Og í því felst viðurkenning,“ sagði Stefán í ræðu sinni. Hann benti líka á að það sé umhugsunarefni að sjá í skýrslunni að á tímum hafi verið reynt að lyfta rauðum flöggum. „Það komu fram athugasemdir í ráðum, jafnvel á vettvangi borgarstjórnar en viðbrögðin urðu dálítið á þá leið að vegna þess að þetta kom frá minnihluta, andstæðingum, þá brást í rauninni kerfið við með varnarviðbragði þannig að hetja þessarar skýrslu að mörgu leyti er Sigurjón Björnsson sem kemur með mjög málefnalega, vel framsetta gagnrýni en því miður er ekki hlustað á hana í fyrstu og eiginlega færð fyrir því rök í skýrslunni að hann hafi verið hrakinn úr öðrum störfum sínum fyrir borgina vegna þessa,“ segir Stefán. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar segir að vöggustofubörnin hafi verið svikin um ást og umhyggju. „Við lestur þessarar skýrslu vakna alls konar spurningar um hvernig við vorum sem samfélag, og hvernig við erum í dag,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarfulltrúi Framsóknar. Börn hafi þurft ást og umhyggju á fyrri tímum alveg eins og í dag. Þau hafi verið svikin um þessa þætti í lífi sínu á þessum tíma. „Eins og því hefur verið lýst áttu foreldrar þess aðeins kost að sjá börnin sín tvisvar í viku í gegnum gler,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið sé átakanlegt bæði fyrir börnin og foreldra þeirra. „Ég tel mikilvægt að rannsóknin verði víkkuð út til ársins 1979,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins hafi verið breytt árið 1973 í upptökuheimili sem var rekið til ársins 1979. „Ég finn að við erum öll á sömu blaðsíðu þegar kemur að því að horfa á þetta mál,“ sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar. Kolbrún Áslaugar- og Baldursdóttir hjá Flokki fólksins segir hug flokksins hjá þeim sem þarna voru vistuð sem börn og öðrum þeim sem hafa liðið vegna starfseminnar. „Flokkur fólksins þakkar hópnum sem óskaði eftir rannsókninni, þeim Árna H Kristjánssyni, Fjölni Geir Bragasyni, Hrafni Jökulssyni, Tómasi V. Albertssyni og Viðari Eggertssyni.“ Hér að neðan er hægt að fylgjast með borgarstjórnarfundinum en spóla þarf til baka til að horfa á umræður um vöggustofuskýrsluna. Reykjavík Borgarstjórn Vöggustofur í Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu borgarstjórnar sem lögð var fram á fundinum biður borgarstjórn börn sem vistuð voru á vöggustofum Hlíðarenda og Thorvaldsenfélagsins afsökunar en einnig fjölskyldur barnanna. Illri meðferð á börnum er lýst í skýrslu vöggustofunefndar. Í yfirlýsingu borgarinnar segir að þetta sé svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Reykjavíkur 17. október 2023 Tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar í kjölfar skýrslu vöggustofunefndar Borgarstjórn biður börn sem vistuð voru á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins og fjölskyldur þeirra afsökunar á illri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar. Ljóst er að vistun á Vöggustofum hefur í mörgum tilvikum haft afdrifarík áhrif á líf þeirra barna sem þar voru. Þetta er svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn vill þakka vöggustofunefndinni fyrir sérlega umfangsmikla, vel rannsakaða og rökstudda skýrslu. Borgarstjórn er einnig þakklát hvatamönnunum að því að rannsóknin var unnin, þeim Árna H. Kristjánssyni, Fjölni Geir Bragasyni, Hrafni Jökulssyni, Tómasi V. Albertssyni og Viðari Eggertssyni. Borgarstjórn tekur heilshugar undir tillögur vöggustofunefndar sem fram koma í skýrslunni. Fyrsta tillagan lýtur að hugsanlegum skaðabótagreiðslum til þeirra sem vistaðir voru á vöggustofunum sem börn. Þau mál eru til meðferðar Alþingis. Önnur tillagan fjallar um geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu til sömu einstaklinga og er til meðferðar hjá Reykjavíkurborg. Sú þriðja beinist að gildandi framkvæmd og eftirliti á sviði barnaverndarmála og er til umfjöllunar í velferðarráði og umdæmisráði barnaverndar. Fjórða og síðasta tillagan lýtur að því að borgarráð taki afstöðu til þess hvort rétt sé að framhald verði á athugun á vöggustofum í Reykjavík. Eftirfylgni með tillögunum er þegar hafin. Borgarstjórn kveðst taka heilshugar undir tillögur vöggustofunefndar í skýrslunni en sú fyrsta lýtur að hugsanlegum skaðabótagreiðslum til þeirra sem voru vistaðir á vöggustofum sem börn og önnur lýtur að geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu til sömu einstaklinga. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata hélt áhrifamikla ræðu þar sem tár féllu. „Þið áttuð betra skilið. Mér þykir frá mínum innstu hjartarótum svo sárt og svo leitt að þið skylduð vera sett í þessar aðstæður. Að samfélagið og hið opinbera hafi brugðist ykkur. Þið voruð saklaus börn og það var skylda hinna fullorðnu að vernda ykkur. Hin fullorðnu brugðust.“ Ræðu Dóru Bjartar má heyra að neðan. Klippa: Dóra Björt: Þið áttuð betra skilið Dóra sagði að þegar borgarráði var afhent skýrslan hafi hún verið heima hjá sér á fjarfundi með 17 mánaða son sinn lasinn í fanginu. „Börn þurfa sterk tengsl við fullorðinn aðila til þess að upplifa öryggi. Í vöggustofunum var að minnsta kosti á köflum allt gert til að koma í veg fyrir að börnin upplifðu tengsl við fullorðið fólk. Foreldrar fengu að horfa á börnin sín í gegnum gler. Þeir höfðu ekkert til sakar unnið nema að vera sum einstæð, sum fátæk, sum í námi án dagvistunar. Börnunum var nefnilega flestum komið fyrir í vöggustofunum algjörlega án þess að það væri eitthvað við foreldrana að athuga. En samt voru tengsl barnanna við foreldrana rofin,“ sagði Dóra Björt. Varnarviðbragð þegar reynt var að vara við Sögulegi hluti skýrslunnar var í forgrunni í ræðu Stefáns Pálssonar, borgarfulltrúa Vinstri grænna. „Það var fyrst og fremst sagnfræðin og sögulegi þátturinn sem fangaði athygli mína og ég held að sögulega rannsóknin sé að mörgu leyti mikilvægust. Vegna þess að einmitt fyrir þennan hóp, sem þarna er undir, skiptir það ofboðslegu máli að sagan sé sögð og að hún sé færð til bókar. Og í því felst viðurkenning,“ sagði Stefán í ræðu sinni. Hann benti líka á að það sé umhugsunarefni að sjá í skýrslunni að á tímum hafi verið reynt að lyfta rauðum flöggum. „Það komu fram athugasemdir í ráðum, jafnvel á vettvangi borgarstjórnar en viðbrögðin urðu dálítið á þá leið að vegna þess að þetta kom frá minnihluta, andstæðingum, þá brást í rauninni kerfið við með varnarviðbragði þannig að hetja þessarar skýrslu að mörgu leyti er Sigurjón Björnsson sem kemur með mjög málefnalega, vel framsetta gagnrýni en því miður er ekki hlustað á hana í fyrstu og eiginlega færð fyrir því rök í skýrslunni að hann hafi verið hrakinn úr öðrum störfum sínum fyrir borgina vegna þessa,“ segir Stefán. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar segir að vöggustofubörnin hafi verið svikin um ást og umhyggju. „Við lestur þessarar skýrslu vakna alls konar spurningar um hvernig við vorum sem samfélag, og hvernig við erum í dag,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarfulltrúi Framsóknar. Börn hafi þurft ást og umhyggju á fyrri tímum alveg eins og í dag. Þau hafi verið svikin um þessa þætti í lífi sínu á þessum tíma. „Eins og því hefur verið lýst áttu foreldrar þess aðeins kost að sjá börnin sín tvisvar í viku í gegnum gler,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið sé átakanlegt bæði fyrir börnin og foreldra þeirra. „Ég tel mikilvægt að rannsóknin verði víkkuð út til ársins 1979,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins hafi verið breytt árið 1973 í upptökuheimili sem var rekið til ársins 1979. „Ég finn að við erum öll á sömu blaðsíðu þegar kemur að því að horfa á þetta mál,“ sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar. Kolbrún Áslaugar- og Baldursdóttir hjá Flokki fólksins segir hug flokksins hjá þeim sem þarna voru vistuð sem börn og öðrum þeim sem hafa liðið vegna starfseminnar. „Flokkur fólksins þakkar hópnum sem óskaði eftir rannsókninni, þeim Árna H Kristjánssyni, Fjölni Geir Bragasyni, Hrafni Jökulssyni, Tómasi V. Albertssyni og Viðari Eggertssyni.“ Hér að neðan er hægt að fylgjast með borgarstjórnarfundinum en spóla þarf til baka til að horfa á umræður um vöggustofuskýrsluna.
Borgarstjórn Reykjavíkur 17. október 2023 Tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar í kjölfar skýrslu vöggustofunefndar Borgarstjórn biður börn sem vistuð voru á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins og fjölskyldur þeirra afsökunar á illri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar. Ljóst er að vistun á Vöggustofum hefur í mörgum tilvikum haft afdrifarík áhrif á líf þeirra barna sem þar voru. Þetta er svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn vill þakka vöggustofunefndinni fyrir sérlega umfangsmikla, vel rannsakaða og rökstudda skýrslu. Borgarstjórn er einnig þakklát hvatamönnunum að því að rannsóknin var unnin, þeim Árna H. Kristjánssyni, Fjölni Geir Bragasyni, Hrafni Jökulssyni, Tómasi V. Albertssyni og Viðari Eggertssyni. Borgarstjórn tekur heilshugar undir tillögur vöggustofunefndar sem fram koma í skýrslunni. Fyrsta tillagan lýtur að hugsanlegum skaðabótagreiðslum til þeirra sem vistaðir voru á vöggustofunum sem börn. Þau mál eru til meðferðar Alþingis. Önnur tillagan fjallar um geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu til sömu einstaklinga og er til meðferðar hjá Reykjavíkurborg. Sú þriðja beinist að gildandi framkvæmd og eftirliti á sviði barnaverndarmála og er til umfjöllunar í velferðarráði og umdæmisráði barnaverndar. Fjórða og síðasta tillagan lýtur að því að borgarráð taki afstöðu til þess hvort rétt sé að framhald verði á athugun á vöggustofum í Reykjavík. Eftirfylgni með tillögunum er þegar hafin.
Reykjavík Borgarstjórn Vöggustofur í Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira