„Nauðungarvistunin er mesta ofbeldi sem ég hef upplifað“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 09:01 Elín Atim er þriðji viðmælandinn í vitundarvakningarátaki Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði. Geðhjálp Elín Atim, klæðskeri og starfandi jafningi á geðdeild segir að í nauðungarvistun á bráðageðdeild hafi ekki verið í boði að vera mennsk. Hún hafi örsjaldan fengið að fara út að hreyfa sig og rödd hennar verið tekin af henni. Elín er þriðji viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Hún segir frá upplifuninni að vera lögð inn á geðdeild og nauðungarvistuð, þar sem ferkantaðar reglur einkenndu dvölina. Markmið átaks Landssamtaka Geðhjálpar er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. „Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á www.geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi.“ Álag í fatahönnunarnáminu „Markmiðið mitt var sko að verða hátísku fatahönnuður út í París með mínar línur, fjórar línur á ári og eitthvað svona, í Frakklandi þannig að ég hugsa með mér bara: „Ókei, ég þarf að ná góðum einkunnum, ég þarf að hafa allt á hreinu,“ segir Elín Hún segist hafa sett rosalega rosalega pressu og álag á sjálfa sig þegar hún lærði fatahönnun. Náminu fylgir að fara í starfsþjálfun svo hún fór að leitast fyrir. „Mig langaði ekki að fara í starfsþjálfun hérna heima en mig langaði að vita hvernig það væri að vera „haute couture“ hönnuður. Mig langaði að vita hvernig þeir starfa, hvernig allt verklag er, af því að ég stefndi á það þá að verða þannig hönnuður.“ „Og draumurinn minn varð að veruleika, ég náði að komast til manneskju, sem ég lít rosalega mikið upp til. Eða, leit rosalega mikið upp til og þetta var frábært, ég var rosa spennt fyrir þessu. Ég hlakkaði svo til og ég hugsaði bara, Vá ég fæ að vinna með minni fyrirmynd. Ég fæ að vita hvernig þetta virkar. Draumarnir mínir eru að fara að rætast, ég er að fara að ná þessu.“ Draumur Elínar sem virtist vera að rætast breyttist síðan fljótlega í martröð eftir að hún flutti til Parísar. „Þá upplifði ég þetta svolítið eins og að við sem vorum að vinna þarna, við vorum eiginlega bara vinnuafl. Og ég sá bara að þetta var eitthvað sem mér fannst svo ljótt. Þetta var eitthvað sem ég stend ekki fyrir, að nota fólk til þess að koma mér á framfæri.“ Þarna segist Elín hafa orðið fyrir rosalega miklu áfalli. Hún hafi hætt í starfsþjálfuninni og flutt aftur heim. Þá hafi hún áttað sig á að stutt væri í skólabyrjun og hún væri ekki búin með starfsþjálfun. Henni liði eins og hún yrði að útskrifast á sama tíma og hennar samnemendur. Hún segir að pressan hafi verið orðin svo mikil á þeim tímapunkti að hún var komin í maníu. „Í maníu er allt hægt. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera í maníu en á sama tíma er það svo hættulegt við maníuna. Eins og til dæmis, ég trúði því alveg að ég gæti flogið. Pælið bara í því hvað það getur verið hættulegt, að halda að maður geti flogið, svo er maður uppi á einhverri byggingu og hoppar,“ segir Elín. „Mín rödd var tekin af mér“ „Það endaði með því að það var nágranni sem hringdi í lögregluna,“ segir Elín, og að lögreglan hafi farið með hana á bráðamóttökuna í Fossvogi. „Ég er sett inn á Fossvoginn og ég var þar í smá tíma, þar til þau átta sig á því að þetta eru geðræn vandamál sem ég er að fást við.“ Þá hafi hún verið lögð inn á Landspítalann við Hringbraut. „Þá hét þetta bara almenn geðdeild eða eitthvað svoleiðis. Og mér fannst bara rosalega erfitt hvernig einhvern veginn mín rödd var bara tekin af mér þegar ég kom þangað inn,“ segir Elín. „Um leið og ég var komin þangað inn þá skipti ekki máli hvað ég sagði eða hvaða þarfir ég hafði eða einhvern veginn, það skipti bara ekki neitt máli. Það eina sem var rosalega mikilvægt í augu starfsfólksins var að ég myndi taka inn lyf.“ Elín segir mikla pressu hafa verið á henni að hún tæki lyf við maníunni og geðrofinu sem hún var komin í. „Og ég vildi það bara ekki. Ég vildi það ekki,“ segir Elín. Hún segir ástæðuna fyrir því vera meðfæddur undirliggjandi sjúkdómur sem gerði það að verkum að aukaverkanirnar af lyfjunum voru að hennar sögn rosalegar. „Það er ástæðan fyrir því af hverju ég er góð í að teikna. Ég gat ekki farið út með krökkum á mínum aldri. Farið út að leika. af því að ég var bara svo verkjuð.“ Hún segist því hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að hætta að taka lyfin þegar hún var yngri. „Og gerði mér fullkomlega grein fyrir því að ég gæti dáið út af því,“ segir Elín. „Mesta ofbeldi sem ég hef verið fyrir“ „Þarna var ég orðin hættuleg sjálfri mér samkvæmt geðlæknunum. Þeir spurðu ekki út í þetta. Þeir tóku bara ákvörðun um það að ég væri að reyna að skaða sjálfa mig með þessu. Þeir spurðu mig ekki einu sinni, af hverju ertu ekki að taka inn lyfin við þessum sjúkdómi?“ Hún segir að þess vegna hafi hún verið nauðungarvistuð til að byrja með. Mat geðlæknis hefði haft miklu meira vægi heldur en hennar orð. „Ég vildi sem sagt ekki taka lyfin og af því að ég vildi ekki taka lyfin þá var ég orðin ósamvinnufús og erfið, með þeim afleiðingum að ég var nauðungarvistuð og sett niður á bráðargeðdeildina eins og þetta hét þá,“ segir Elín. „Og þar einmitt, þetta er í alvörunni mesta ofbeldi sem ég hef farið í gegnum. Að vera inni þarna.“ Elín brestur í grát. „Ég fékk varla að fara út undir bert loft“ Hún segir margt annað hafa verið tekið frá henni á geðdeildinni. „Röddin er tekin frá manni. Grunnþarfir manns eru teknar af manni. Ég fór kannski út í tvö, þrjú skipti á meðan ég var á bráðageðdeildinni. Þetta eru bara grundvallar mannréttindi að fá að fara út, fá að hreyfa sig,“ segir Elín. „Líka einmitt af því að það eru mjög stífar reglur þarna inni veit ég. Það er til dæmis bara í verklaginu að ef einstaklingurinn er ákveðið svona ör, eða það eru hafðar áhyggjur af honum, þá þarf með korters fresti að tékka á einstaklingnum og þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvernig það er á næturnar.“ Elín segir að á næturnar hafi starfsmaður beint vasaljósi að andliti hennar í gegn um glugga á herbergishurðinni hennar á korters fresti til þess að athuga stöðuna á henni. „Og það náttúrulega truflaði svefninn skilurðu, þegar það er alltaf verið að beina ljósi framan í mann. Og ég hef sagt bara, að það er mjög auðveld leið til þess að gera einstakling geðveikan, að geta ekki fengið að sofa.“ Ekki í boði að vera mennsk Elín segist engar heimsóknir hafa fengið þegar hún var nauðungavistuð á bráðageðdeildinni, sem henni hafi fundist rosalega vont. „Yfirleitt þegar manni líður illa þá þarf maður mikið á nánd fólksins síns á að halda. Maður þarf tenginguna, maður þarf samúðina, að geta einmitt verið með manneskju, grátið og hlegið og allt þetta og einmitt sérstaklega þegar manni líður illa, þá er alveg ofboðslega mikilvægt að hafa þetta.“ „Það var ekki í boði að fá einhvern veginn að vera mennsk. Það ruglar alveg í manni ef maður má ekki bara vera, skilurðu. Og allar þessar rosalega stífu og ferköntuðu reglur, þær allavega hjálpuðu mér ekki, ef eitthvað er þá gerðu þær þetta bara miklu verra. Mér leið miklu verr á þessu.“ Gaf sjálfri sér loforð Elín vinnur nú sem jafningi á geðdeild. „Þegar ég tók inn lyfin í fyrsta skipti, gegn mínum vilja, svo innilega ekki til í þetta, þá lofaði ég sjálfri mér að enginn einstaklingur að ganga í gegnum þennan skít sem ég hef þurft að ganga í gegnum á þessum á þessum tíma. Þannig að þess vegna skiptir mig rosalega miklu máli að rödd fólks fær að heyrast og hún sé ekki kæfð niður. Og það er eiginlega þess vegna sem ég er að vinna sem jafningi í dag inni á deild.“ Hún segir mikilvægt að vinnustaðamenningin á geðdeildum breytist. „Við getum fengið nýtt húsnæði og við getum fengið helling, svona veraldlega hluti, en ef viðhorfin og menningin breytist ekki þá er ekkert að fara að breytast.“ Hægt er að hlusta á sögu Elínar í heild sinni í spilara Vísis. Geðheilbrigði Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Elín er þriðji viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Hún segir frá upplifuninni að vera lögð inn á geðdeild og nauðungarvistuð, þar sem ferkantaðar reglur einkenndu dvölina. Markmið átaks Landssamtaka Geðhjálpar er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. „Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á www.geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi.“ Álag í fatahönnunarnáminu „Markmiðið mitt var sko að verða hátísku fatahönnuður út í París með mínar línur, fjórar línur á ári og eitthvað svona, í Frakklandi þannig að ég hugsa með mér bara: „Ókei, ég þarf að ná góðum einkunnum, ég þarf að hafa allt á hreinu,“ segir Elín Hún segist hafa sett rosalega rosalega pressu og álag á sjálfa sig þegar hún lærði fatahönnun. Náminu fylgir að fara í starfsþjálfun svo hún fór að leitast fyrir. „Mig langaði ekki að fara í starfsþjálfun hérna heima en mig langaði að vita hvernig það væri að vera „haute couture“ hönnuður. Mig langaði að vita hvernig þeir starfa, hvernig allt verklag er, af því að ég stefndi á það þá að verða þannig hönnuður.“ „Og draumurinn minn varð að veruleika, ég náði að komast til manneskju, sem ég lít rosalega mikið upp til. Eða, leit rosalega mikið upp til og þetta var frábært, ég var rosa spennt fyrir þessu. Ég hlakkaði svo til og ég hugsaði bara, Vá ég fæ að vinna með minni fyrirmynd. Ég fæ að vita hvernig þetta virkar. Draumarnir mínir eru að fara að rætast, ég er að fara að ná þessu.“ Draumur Elínar sem virtist vera að rætast breyttist síðan fljótlega í martröð eftir að hún flutti til Parísar. „Þá upplifði ég þetta svolítið eins og að við sem vorum að vinna þarna, við vorum eiginlega bara vinnuafl. Og ég sá bara að þetta var eitthvað sem mér fannst svo ljótt. Þetta var eitthvað sem ég stend ekki fyrir, að nota fólk til þess að koma mér á framfæri.“ Þarna segist Elín hafa orðið fyrir rosalega miklu áfalli. Hún hafi hætt í starfsþjálfuninni og flutt aftur heim. Þá hafi hún áttað sig á að stutt væri í skólabyrjun og hún væri ekki búin með starfsþjálfun. Henni liði eins og hún yrði að útskrifast á sama tíma og hennar samnemendur. Hún segir að pressan hafi verið orðin svo mikil á þeim tímapunkti að hún var komin í maníu. „Í maníu er allt hægt. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera í maníu en á sama tíma er það svo hættulegt við maníuna. Eins og til dæmis, ég trúði því alveg að ég gæti flogið. Pælið bara í því hvað það getur verið hættulegt, að halda að maður geti flogið, svo er maður uppi á einhverri byggingu og hoppar,“ segir Elín. „Mín rödd var tekin af mér“ „Það endaði með því að það var nágranni sem hringdi í lögregluna,“ segir Elín, og að lögreglan hafi farið með hana á bráðamóttökuna í Fossvogi. „Ég er sett inn á Fossvoginn og ég var þar í smá tíma, þar til þau átta sig á því að þetta eru geðræn vandamál sem ég er að fást við.“ Þá hafi hún verið lögð inn á Landspítalann við Hringbraut. „Þá hét þetta bara almenn geðdeild eða eitthvað svoleiðis. Og mér fannst bara rosalega erfitt hvernig einhvern veginn mín rödd var bara tekin af mér þegar ég kom þangað inn,“ segir Elín. „Um leið og ég var komin þangað inn þá skipti ekki máli hvað ég sagði eða hvaða þarfir ég hafði eða einhvern veginn, það skipti bara ekki neitt máli. Það eina sem var rosalega mikilvægt í augu starfsfólksins var að ég myndi taka inn lyf.“ Elín segir mikla pressu hafa verið á henni að hún tæki lyf við maníunni og geðrofinu sem hún var komin í. „Og ég vildi það bara ekki. Ég vildi það ekki,“ segir Elín. Hún segir ástæðuna fyrir því vera meðfæddur undirliggjandi sjúkdómur sem gerði það að verkum að aukaverkanirnar af lyfjunum voru að hennar sögn rosalegar. „Það er ástæðan fyrir því af hverju ég er góð í að teikna. Ég gat ekki farið út með krökkum á mínum aldri. Farið út að leika. af því að ég var bara svo verkjuð.“ Hún segist því hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að hætta að taka lyfin þegar hún var yngri. „Og gerði mér fullkomlega grein fyrir því að ég gæti dáið út af því,“ segir Elín. „Mesta ofbeldi sem ég hef verið fyrir“ „Þarna var ég orðin hættuleg sjálfri mér samkvæmt geðlæknunum. Þeir spurðu ekki út í þetta. Þeir tóku bara ákvörðun um það að ég væri að reyna að skaða sjálfa mig með þessu. Þeir spurðu mig ekki einu sinni, af hverju ertu ekki að taka inn lyfin við þessum sjúkdómi?“ Hún segir að þess vegna hafi hún verið nauðungarvistuð til að byrja með. Mat geðlæknis hefði haft miklu meira vægi heldur en hennar orð. „Ég vildi sem sagt ekki taka lyfin og af því að ég vildi ekki taka lyfin þá var ég orðin ósamvinnufús og erfið, með þeim afleiðingum að ég var nauðungarvistuð og sett niður á bráðargeðdeildina eins og þetta hét þá,“ segir Elín. „Og þar einmitt, þetta er í alvörunni mesta ofbeldi sem ég hef farið í gegnum. Að vera inni þarna.“ Elín brestur í grát. „Ég fékk varla að fara út undir bert loft“ Hún segir margt annað hafa verið tekið frá henni á geðdeildinni. „Röddin er tekin frá manni. Grunnþarfir manns eru teknar af manni. Ég fór kannski út í tvö, þrjú skipti á meðan ég var á bráðageðdeildinni. Þetta eru bara grundvallar mannréttindi að fá að fara út, fá að hreyfa sig,“ segir Elín. „Líka einmitt af því að það eru mjög stífar reglur þarna inni veit ég. Það er til dæmis bara í verklaginu að ef einstaklingurinn er ákveðið svona ör, eða það eru hafðar áhyggjur af honum, þá þarf með korters fresti að tékka á einstaklingnum og þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvernig það er á næturnar.“ Elín segir að á næturnar hafi starfsmaður beint vasaljósi að andliti hennar í gegn um glugga á herbergishurðinni hennar á korters fresti til þess að athuga stöðuna á henni. „Og það náttúrulega truflaði svefninn skilurðu, þegar það er alltaf verið að beina ljósi framan í mann. Og ég hef sagt bara, að það er mjög auðveld leið til þess að gera einstakling geðveikan, að geta ekki fengið að sofa.“ Ekki í boði að vera mennsk Elín segist engar heimsóknir hafa fengið þegar hún var nauðungavistuð á bráðageðdeildinni, sem henni hafi fundist rosalega vont. „Yfirleitt þegar manni líður illa þá þarf maður mikið á nánd fólksins síns á að halda. Maður þarf tenginguna, maður þarf samúðina, að geta einmitt verið með manneskju, grátið og hlegið og allt þetta og einmitt sérstaklega þegar manni líður illa, þá er alveg ofboðslega mikilvægt að hafa þetta.“ „Það var ekki í boði að fá einhvern veginn að vera mennsk. Það ruglar alveg í manni ef maður má ekki bara vera, skilurðu. Og allar þessar rosalega stífu og ferköntuðu reglur, þær allavega hjálpuðu mér ekki, ef eitthvað er þá gerðu þær þetta bara miklu verra. Mér leið miklu verr á þessu.“ Gaf sjálfri sér loforð Elín vinnur nú sem jafningi á geðdeild. „Þegar ég tók inn lyfin í fyrsta skipti, gegn mínum vilja, svo innilega ekki til í þetta, þá lofaði ég sjálfri mér að enginn einstaklingur að ganga í gegnum þennan skít sem ég hef þurft að ganga í gegnum á þessum á þessum tíma. Þannig að þess vegna skiptir mig rosalega miklu máli að rödd fólks fær að heyrast og hún sé ekki kæfð niður. Og það er eiginlega þess vegna sem ég er að vinna sem jafningi í dag inni á deild.“ Hún segir mikilvægt að vinnustaðamenningin á geðdeildum breytist. „Við getum fengið nýtt húsnæði og við getum fengið helling, svona veraldlega hluti, en ef viðhorfin og menningin breytist ekki þá er ekkert að fara að breytast.“ Hægt er að hlusta á sögu Elínar í heild sinni í spilara Vísis.
Geðheilbrigði Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira