Lífið

Fjölskylda Fjallsins stækkar loksins eftir þrjú ár af vonbrigðum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hjónin eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir á Hafþór eina dóttur.
Hjónin eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir á Hafþór eina dóttur. Hafþór Júlíus

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og eiginkona hans Kelsey Henson eiga von á sínu öðru barni saman. Aflraunamaðurinn greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram. Hjónin hafa verið opinská með það á samfélagsmiðlum hve erfitt það hefur verið þeim að eignast börn.

„Lífið er dýrmætt og ég gæti ekki verið ánægðari að tilkynna að fjölskyldan er að stækka. Kelsey er komin 19 vikur á leið með heilbrigt barn, sem við getum ekki beðið eftir að hitta,“ skrifar Hafþór við myndasyrpu af fjölskyldunni með sónarmynd í hönd.

Saman eiga þau einn dreng og Hafþór eina stúlku úr fyrra sambandi. Leiðin að jákvæðu þungunarprófi var hjónunum löng og ströng. Það tók þau tvö ár að eignast Storm og nú um þrjú ár.

Stóri bróðir tilbúinn í hlutverkið.Hafþór Júlíus

Ófrjósemi og tæknifrjóvgun

„Við fórum í tæknifrjóvgun (IVF) í Póllandi, sem mistókst, eftir að við höfðum reynt að verða ólétt í um það bil tvö ár af Stormi,“ segir Hafþór í myndbandinu á YouTube.

Kelsey lýsir því hversu erfitt ferlið hafi verið fyrir hana andlega. Það hafi komið aftan að henni. 

„Ég var þunglynd í margar vikur eftir að meðferðin mistókst. Þetta var miklu erfiðara fyrir mig en ég bjóst við,“ segir Kelsey. 

Hjónin fóru aftur í tækni­frjóvg­un í maí. Aðeins einn fóst­ur­vís­ir var góður en það reyndist vera nóg þar sem Kelsey er ólétt. 

„Ég ætla ekki að ljúga, ég ætlaði ekki að gera mér nein­ar von­ir, mig langaði ekki að upp­lifa þessi von­brigði aft­ur,“ segir Kels­ey.

Hjónin ræða opinskátt um ófrjósemina, erfiðleikana og loks gleðina þegar erfiðið varð allt þess virði að lokum í myndskeiðinu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.