Sádarnir hafa augastað á HM kvenna árið 2035 Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. október 2023 22:12 Spánverjar eru ríkjandi heimsmeistarar eftir mótið sem var haldið í sumar Sádí-Arabía hyggst gera boð um að halda Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2035 samkvæmt íþróttastjóra sambandsins. Mið-Austurlenska konungsdæmið hefur nú þegar lagt fram formlega beiðni um að halda HM karla árið 2034. Monika Staab, íþróttastjóri knattspyrnusambands kvenna í Sádí-Arabíu, flutti erindi á ráðstefnu fyrir forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar (e. Leaders in Sport) sem fór fram í London þessa vikuna. Þar sagðist hún sjá bjarta framtíð fyrir kvennaknattspyrnu í Sádí-Arabíu og staðfesti að plön lægju á teikniborðunum um að halda HM tvö ár í röð, fyrst í karlaflokki árið 2034 og svo ári síðar í kvennaflokki. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Sádí-Arabía hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir íþróttaþvott (e. sportswashing) í þeim tilgangi að kæfa neikvæða umræðu um mannréttindabrot, stöðu kvenna og andúð gagnvart samkynhneigðum. Ferðaskrifstofa Sádí-Arabíu, Visit Saudi, átti að vera styrktaraðili Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar, en FIFA ákvað að koma í veg fyrir þær áætlanir eftir mótmæli frá bæði gestgjafaþjóðunum og leikmönnum, sem margar hverjar hafa opinberað samkynhneigð sína og talað fyrir málstað LGBTQ+ samfélagsins. Þrátt fyrir einhverjar umbætur í stjórnartíð krónprinsins Mohammed bin Salman, sem aflétti til dæmis banni kvenna við akstur, eiga Sádarnir enn langt í land á mörgum sviðum. Dauðarefsing er enn við gildi fyrir samkynja hjónabönd og aktívistar í baráttunni um kvenréttindi hafa verið handteknir. Í ávarpi sínu ræddi Monika Staab einnig um stöðu kvennalandsliðs Sádí-Arabíu sem var stofnað árið 2022 en hefur ekki enn leikið keppnisleik. Hún sagði það tímafrekt verkefni en liðið væri að undirbúa sig fyrir keppni á hæsta stigi. Næstkomandi maí 2024 verður tilkynnt um mótshaldara ársins 2027. Holland/Þýskaland/Frakkland, Brasilía, Bandaríkin/Mexíkó, og S-Afríka hafa öll lagt fram beiðni. Enska knattspyrnusambandið hefur áður lýst yfir áhuga að halda mótið árið 2031, en fari það svo að mótið verði haldið innan Evrópuálfunnar árið 2027 þurfa þeir að fresta beiðni sinni til ársins 2035 og fara í samkeppni við Sádana. Sádiarabíski boltinn Sádi-Arabía HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Monika Staab, íþróttastjóri knattspyrnusambands kvenna í Sádí-Arabíu, flutti erindi á ráðstefnu fyrir forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar (e. Leaders in Sport) sem fór fram í London þessa vikuna. Þar sagðist hún sjá bjarta framtíð fyrir kvennaknattspyrnu í Sádí-Arabíu og staðfesti að plön lægju á teikniborðunum um að halda HM tvö ár í röð, fyrst í karlaflokki árið 2034 og svo ári síðar í kvennaflokki. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Sádí-Arabía hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir íþróttaþvott (e. sportswashing) í þeim tilgangi að kæfa neikvæða umræðu um mannréttindabrot, stöðu kvenna og andúð gagnvart samkynhneigðum. Ferðaskrifstofa Sádí-Arabíu, Visit Saudi, átti að vera styrktaraðili Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar, en FIFA ákvað að koma í veg fyrir þær áætlanir eftir mótmæli frá bæði gestgjafaþjóðunum og leikmönnum, sem margar hverjar hafa opinberað samkynhneigð sína og talað fyrir málstað LGBTQ+ samfélagsins. Þrátt fyrir einhverjar umbætur í stjórnartíð krónprinsins Mohammed bin Salman, sem aflétti til dæmis banni kvenna við akstur, eiga Sádarnir enn langt í land á mörgum sviðum. Dauðarefsing er enn við gildi fyrir samkynja hjónabönd og aktívistar í baráttunni um kvenréttindi hafa verið handteknir. Í ávarpi sínu ræddi Monika Staab einnig um stöðu kvennalandsliðs Sádí-Arabíu sem var stofnað árið 2022 en hefur ekki enn leikið keppnisleik. Hún sagði það tímafrekt verkefni en liðið væri að undirbúa sig fyrir keppni á hæsta stigi. Næstkomandi maí 2024 verður tilkynnt um mótshaldara ársins 2027. Holland/Þýskaland/Frakkland, Brasilía, Bandaríkin/Mexíkó, og S-Afríka hafa öll lagt fram beiðni. Enska knattspyrnusambandið hefur áður lýst yfir áhuga að halda mótið árið 2031, en fari það svo að mótið verði haldið innan Evrópuálfunnar árið 2027 þurfa þeir að fresta beiðni sinni til ársins 2035 og fara í samkeppni við Sádana.
Sádiarabíski boltinn Sádi-Arabía HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira