Mygla varð til þess að báðum yfirlæknum var sagt upp Árni Sæberg skrifar 20. október 2023 11:05 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir Báðum yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum en boðið að starfa áfram sem heimilislæknar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin og ein staða yfirlæknis hefur þegar verið auglýst. Akureyri.net greindi fyrst frá þessu. Mygla breytti stöðunni Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að kljúfa heilsugæslustöðina á Akureyri í tvennt og starfrækja tvær slíkar í bænum. Þau áform hafi farið út af sporinu þegar mygla greindist í heilsugæslustöðinni að Hafnarstræti. „Núna verður í raun bara ein starfstöð og þá teljum við eðlilegra, varðandi stjórnunina, að það verði einn yfirstjórnandi.“ Þá segir hann að frekari skipulagsbreytingar séu í farvatninu á heilsugæslunni. Til standi að fækka deildarstjórum og minnka múra á milli deilda, eins og hann orðar það. Annar útilokar að sækja um Jón Helgi segir að bæði Jóni Torfa og Val Helga hafi verið boðið að starfa áfram sem heimilislæknar og þeir geti auðvitað sótt um stöðu yfirlæknis. Hann segist þó ekki vita hver afstaða læknanna tveggja sé til þess. Akureyri. net hefur eftir Val Helga að hann muni hvorki þiggja boð um áframhaldandi starf né sækja um stöðuna, traust hans til stjórnenda sé að engu orðið. Þá er haft eftir Jóni Torfa að hann íhugi stöðu sína hvað bæði atriði varðar. Þá hefur læknaráð heilsugæslunnar sent frá sér ályktun þar sem uppsögn yfirlæknanna er fordæmd og þess krafist að hún verði dregin til baka. Jón Helgi segir að stjórnendum stofnunarinnar þyki leitt að mönnum hafi mislíkað hvernig breytingarnar bar að. Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mygla Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin og ein staða yfirlæknis hefur þegar verið auglýst. Akureyri.net greindi fyrst frá þessu. Mygla breytti stöðunni Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að kljúfa heilsugæslustöðina á Akureyri í tvennt og starfrækja tvær slíkar í bænum. Þau áform hafi farið út af sporinu þegar mygla greindist í heilsugæslustöðinni að Hafnarstræti. „Núna verður í raun bara ein starfstöð og þá teljum við eðlilegra, varðandi stjórnunina, að það verði einn yfirstjórnandi.“ Þá segir hann að frekari skipulagsbreytingar séu í farvatninu á heilsugæslunni. Til standi að fækka deildarstjórum og minnka múra á milli deilda, eins og hann orðar það. Annar útilokar að sækja um Jón Helgi segir að bæði Jóni Torfa og Val Helga hafi verið boðið að starfa áfram sem heimilislæknar og þeir geti auðvitað sótt um stöðu yfirlæknis. Hann segist þó ekki vita hver afstaða læknanna tveggja sé til þess. Akureyri. net hefur eftir Val Helga að hann muni hvorki þiggja boð um áframhaldandi starf né sækja um stöðuna, traust hans til stjórnenda sé að engu orðið. Þá er haft eftir Jóni Torfa að hann íhugi stöðu sína hvað bæði atriði varðar. Þá hefur læknaráð heilsugæslunnar sent frá sér ályktun þar sem uppsögn yfirlæknanna er fordæmd og þess krafist að hún verði dregin til baka. Jón Helgi segir að stjórnendum stofnunarinnar þyki leitt að mönnum hafi mislíkað hvernig breytingarnar bar að.
Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mygla Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira