Tónlist

„Að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Elín Sif Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.
Elín Sif Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Gunnlöð Jóna

„Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri?“ segir tónlistarkonan og leikkonan Elín Hall um lagið sitt bankastræti, sem hún syngur ásamt Unu Torfa.

Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Er um að ræða fjórða síngúl af komandi plötu Elínar sem ber heitið „heyrist í mér?“.

„Lagið má segja að kjarni þema plötunnar en það er upplifun þess að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir. Upplifun sem getur verið algeng bæði í persónulegum samböndum en einnig þvert á svið lífsins. Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri? 

Með súrrealískum, hispurslausum og örvæntingarfullum texta vöfðum inn upplífgandi hljóðheim fæddist þversagnarkennt indípopplag sem getur ekki annað en fengið fólk til að kinka kolli við,“ segir Elín.

Elín Hall og Una Torfa hafa báðar vakið athygli í íslenskum tónlistarheimi að undanförnu og voru sem dæmi báðar tilnefndar sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Þá hefur Elín slegið í gegn í leiksýningunni Níu líf. 

Í spilaranum hér að neðan má sjá flutning hennar á laginu Er nauðsynlegt að skjóta þá eftir Bubba Morthens: 

Samstarfið við Unu Torfa kviknaði eftir eftir fund með henni þegar þær stunduðu saman nám í LHÍ fyrir þremur árum. Í kjölfar fundarins samdi Elín drög að laginu. Að sögn hennar voru þær báðar skeptískar á eigin raddir á þeim tíma. Fyrir upptökur á laginu „bankastræti“ hittust þær og horfðu til baka yfir farinn veg.

„Margt hefur breyst síðan þá en samt ekki neitt,“ segir Elín að lokum. Hér má hlusta á Elínu Hall á streymisveitunni Spotify

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.