Kosið á milli tveggja efstu í Argentínu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. október 2023 07:27 Sergio Massa er núverandi efnahagsráðherra og frambjóðandi stærsta stjórnarflokksins í landinu. AP Photo/Mario De Fina Kosið verður á ný á milli tveggja efstu í forsetakosningunum í Argentínu sem fram fóru í gær. Úrslitin komu nokkuð á óvart þar sem núverandi efnahagsráðherra landsins, vinstrimaðurinn Sergio Massa fékk flest atkvæði, eða 35 prósent. Hægrimanninum Javier Milei hafði verið spáð sigri í kosningunum en hann náði aðeins 30 prósentum atkvæðanna. Í ljósi þess að enginn einn frambjóðandi náði 45 prósentum eða meira þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja efstu. Árangur Massa kom mörgum á óvart en mikil efnahagskrísa er nú í Argentínu og verðbólgan mælist 140 prósent. Því hafði verið búist við því að kjósendur myndu refsa efnahagsráðherranum fyrir það en svo fór þó ekki. Javier Milei hafði farið mikinn í kosningabaráttunni og vill meðal annars leggja niður seðlabanka landsins.AP Photo/Natacha Pisarenko Hægrimaðurinn Milei hafði farið mikinn í kosningabaráttunni og hafði hann meðal annars lofað því að leggja niður seðlabanka landsins og taka upp Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil í stað argentínska pesósins. Seinni umferð kosninganna fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Argentína Tengdar fréttir Hægri popúlisti vann sigur í argentínsku forkosningunum Argentínski hægri popúlistinn Javier Milei hlaut í gær flest atkvæði í forkosningunum þar sem landsmenn kusu hverjir munu verða á kjörseðlinum í argentínsku forsetakosningunum sem fram fara í haust. 14. ágúst 2023 07:18 Verðbólgan rýfur hundrað prósenta múrinn Verðbólgan í Argentínu er komin í 102 prósent. Verðbólgan hefur verið yfir tuttugu prósent nú í fimm ár en aldrei hefur hún farið í þriggja stafa tölu áður. 15. mars 2023 10:16 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Úrslitin komu nokkuð á óvart þar sem núverandi efnahagsráðherra landsins, vinstrimaðurinn Sergio Massa fékk flest atkvæði, eða 35 prósent. Hægrimanninum Javier Milei hafði verið spáð sigri í kosningunum en hann náði aðeins 30 prósentum atkvæðanna. Í ljósi þess að enginn einn frambjóðandi náði 45 prósentum eða meira þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja efstu. Árangur Massa kom mörgum á óvart en mikil efnahagskrísa er nú í Argentínu og verðbólgan mælist 140 prósent. Því hafði verið búist við því að kjósendur myndu refsa efnahagsráðherranum fyrir það en svo fór þó ekki. Javier Milei hafði farið mikinn í kosningabaráttunni og vill meðal annars leggja niður seðlabanka landsins.AP Photo/Natacha Pisarenko Hægrimaðurinn Milei hafði farið mikinn í kosningabaráttunni og hafði hann meðal annars lofað því að leggja niður seðlabanka landsins og taka upp Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil í stað argentínska pesósins. Seinni umferð kosninganna fer fram þann 19. nóvember næstkomandi.
Argentína Tengdar fréttir Hægri popúlisti vann sigur í argentínsku forkosningunum Argentínski hægri popúlistinn Javier Milei hlaut í gær flest atkvæði í forkosningunum þar sem landsmenn kusu hverjir munu verða á kjörseðlinum í argentínsku forsetakosningunum sem fram fara í haust. 14. ágúst 2023 07:18 Verðbólgan rýfur hundrað prósenta múrinn Verðbólgan í Argentínu er komin í 102 prósent. Verðbólgan hefur verið yfir tuttugu prósent nú í fimm ár en aldrei hefur hún farið í þriggja stafa tölu áður. 15. mars 2023 10:16 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Hægri popúlisti vann sigur í argentínsku forkosningunum Argentínski hægri popúlistinn Javier Milei hlaut í gær flest atkvæði í forkosningunum þar sem landsmenn kusu hverjir munu verða á kjörseðlinum í argentínsku forsetakosningunum sem fram fara í haust. 14. ágúst 2023 07:18
Verðbólgan rýfur hundrað prósenta múrinn Verðbólgan í Argentínu er komin í 102 prósent. Verðbólgan hefur verið yfir tuttugu prósent nú í fimm ár en aldrei hefur hún farið í þriggja stafa tölu áður. 15. mars 2023 10:16