Sú markahæsta sneri aftur eftir ellefu mánaða fjarveru Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 17:31 Sú markahæsta stýrði fagnaðarlátunum að leik loknum. @ArsenalWFC Markadrottningin Vivianne Miedema sneri aftur í lið Arsenal þegar liðið lagði Bristol City naumlega á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, lokatölur 1-2 og Skytturnar fóru heim til Lundúna með stigin þrjú. Anna Margaretha Marina Astrid Miedema, betur þekkt sem Vivianne Miedema, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á síðasta ári. Leikurinn gegn Bristol var hennar fyrsti í 11 mánuði og ljóst er að Skytturnar sem og hollenska landsliðið hafa saknað hennar gríðarlega. The all-time @BarclaysWSL top goalscorer Vivianne Miedema returns to the pitch for the first time since her ACL injury in December 2022 It s good to see you back @VivianneMiedema pic.twitter.com/eQwcKHckRb— DAZN Football (@DAZNFootball) October 22, 2023 Missti hún til að mynda af HM sem fram fór í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðslanna. Tapaði Holland fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum. Hvað Arsenal varðar þá endaði félagið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur byrjað tímabilið í ár heldur illa, féll liðið til að mynda úr leik gegn París FC í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nú horfir til betri vegar og þó hin írska Katie McCabe hafi skorað bæði mörk Arsenal í leiknum var það endurkoma Miedema sem stal fyrirsögnunum. Hún kom inn af bekknum þegar vel var liðið á uppbótartíma leiksins og minnti strax á sig með frábærri sendingu sem hefði að öllu jafna leitt til marks en svo var ekki að þessu sinni. Big smiles from @VivianneMiedema and @bmeado9 pic.twitter.com/RkiZYdkv3g— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 22, 2023 Miedema er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna á Englandi með 74 mörk. Ofan á það hefur hún gefið 32 stoðsendingar svo það er ljóst að hún er miklu meira en bara markaskorari. Stutt er síðan Beth Mead sneri aftur í lið Arsenal og það verður að segjast að framlína liðsins er orðin ansi óárennileg ef allar þar haldast heilar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Anna Margaretha Marina Astrid Miedema, betur þekkt sem Vivianne Miedema, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á síðasta ári. Leikurinn gegn Bristol var hennar fyrsti í 11 mánuði og ljóst er að Skytturnar sem og hollenska landsliðið hafa saknað hennar gríðarlega. The all-time @BarclaysWSL top goalscorer Vivianne Miedema returns to the pitch for the first time since her ACL injury in December 2022 It s good to see you back @VivianneMiedema pic.twitter.com/eQwcKHckRb— DAZN Football (@DAZNFootball) October 22, 2023 Missti hún til að mynda af HM sem fram fór í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðslanna. Tapaði Holland fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum. Hvað Arsenal varðar þá endaði félagið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur byrjað tímabilið í ár heldur illa, féll liðið til að mynda úr leik gegn París FC í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nú horfir til betri vegar og þó hin írska Katie McCabe hafi skorað bæði mörk Arsenal í leiknum var það endurkoma Miedema sem stal fyrirsögnunum. Hún kom inn af bekknum þegar vel var liðið á uppbótartíma leiksins og minnti strax á sig með frábærri sendingu sem hefði að öllu jafna leitt til marks en svo var ekki að þessu sinni. Big smiles from @VivianneMiedema and @bmeado9 pic.twitter.com/RkiZYdkv3g— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 22, 2023 Miedema er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna á Englandi með 74 mörk. Ofan á það hefur hún gefið 32 stoðsendingar svo það er ljóst að hún er miklu meira en bara markaskorari. Stutt er síðan Beth Mead sneri aftur í lið Arsenal og það verður að segjast að framlína liðsins er orðin ansi óárennileg ef allar þar haldast heilar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira