Gleðitár streymdu niður kinnar Garcia sem braut blað í sögu mótorsports Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 12:00 Marta Garcia, ökumaður PREMA Racing er fyrsti F1 Academy meistarinn Vísir/Getty Hin spænska Marta Garcia er fyrsti meistarinn í flokki ökumanna í sögu F1 Academy og segir hún það hafa verið tilfinningaþrungna stund að koma í mark í Austin um nýliðna helgi þar sem meistaratitillinn var tryggður. Garcia tryggði sér titilinn um nýliðna helgi þegar keppnishelgi F1 Academy fór fram á Circuit of The Americas í Bandaríkjunum. F1 Academy er á sínu fyrsta tímabili en mótaröðinni er ætlað að greiða götu kvenna upp í Formúlu 1 mótaröðina og eru mörg lið þar sem koma að akademíunni. Garcia segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar að titillinn var í höfn. „Það gerðu vart um sig margar mismunandi tilfinningar,“ segir Garcia í viðtali við F1.com. „Mér vöknaði um augun þegar að ég kom í mark. Ég grét en það var vegna allrar erfiðisvinnunnar sem liggur að baki þessum titli hjá okkur í liðinu.“ Marta fagnar með samlanda sínum, Carlos Sainz ökumanni Ferrari í Formúlu 1Vísir/Getty Garcia ekur fyrir lið PREMA Racing og segir hún sigur síðustu helgar standa upp úr hjá sér á tímabilinu. Um var að ræða fyrstu keppnishelgina þar sem F1 Academy og Formúla 1 eru í samfloti og Garcia fann fyrir áhrifum þess. „Ég myndi segja að þessi sigur sé sá besti. Við vorum í Austin með Formúlu 1, það voru margir í stúkunni og stemningin eftir því.“ Garcia varð meistari ökumanna á meðan að PREMA Racing tryggði sér titilinn í flokki liðaVísir/Getty Hún segir það að hafa verið samhliða Formúlu 1 hafa aukið á spennuna sem fylgdi því að verða meistari. Garcia telur þetta fyrsta tímabil F1 Academy slá tóninn fyrir það sem koma skal. Á næsta tímabili munu allar keppnishelgar mótaraðarinnar vera í samfloti með Formúlu 1 og munu öll lið síðarnefndu mótaraðarinnar vera með einn kvenkyns ökumann á sínum snærum. Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Garcia tryggði sér titilinn um nýliðna helgi þegar keppnishelgi F1 Academy fór fram á Circuit of The Americas í Bandaríkjunum. F1 Academy er á sínu fyrsta tímabili en mótaröðinni er ætlað að greiða götu kvenna upp í Formúlu 1 mótaröðina og eru mörg lið þar sem koma að akademíunni. Garcia segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar að titillinn var í höfn. „Það gerðu vart um sig margar mismunandi tilfinningar,“ segir Garcia í viðtali við F1.com. „Mér vöknaði um augun þegar að ég kom í mark. Ég grét en það var vegna allrar erfiðisvinnunnar sem liggur að baki þessum titli hjá okkur í liðinu.“ Marta fagnar með samlanda sínum, Carlos Sainz ökumanni Ferrari í Formúlu 1Vísir/Getty Garcia ekur fyrir lið PREMA Racing og segir hún sigur síðustu helgar standa upp úr hjá sér á tímabilinu. Um var að ræða fyrstu keppnishelgina þar sem F1 Academy og Formúla 1 eru í samfloti og Garcia fann fyrir áhrifum þess. „Ég myndi segja að þessi sigur sé sá besti. Við vorum í Austin með Formúlu 1, það voru margir í stúkunni og stemningin eftir því.“ Garcia varð meistari ökumanna á meðan að PREMA Racing tryggði sér titilinn í flokki liðaVísir/Getty Hún segir það að hafa verið samhliða Formúlu 1 hafa aukið á spennuna sem fylgdi því að verða meistari. Garcia telur þetta fyrsta tímabil F1 Academy slá tóninn fyrir það sem koma skal. Á næsta tímabili munu allar keppnishelgar mótaraðarinnar vera í samfloti með Formúlu 1 og munu öll lið síðarnefndu mótaraðarinnar vera með einn kvenkyns ökumann á sínum snærum.
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira