Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Aron Guðmundsson skrifar 25. október 2023 16:05 Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Sigurjón Ólason Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. Sandra María undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í Þjóðadeild Evrópu. Er þar um að ræða tvo heimaleiki, gegn Dönum á föstudaginn kemur og Þjóðverjum á þriðjudaginn í næstu viku. Tímabilinu hér heima er lokið og hefur Sandra María haldið sér við með því að æfa með 2. flokki karla heima á Akureyri. „Eftir að tímabilinu hér heima lauk byrjaði ég á því að taka mér viku í pásu,“ segir Sandra María í samtali við Vísi. „Ég er með pínu hnjask á hnénu og því var það best fyrir mig og landsliðið að ég myndi taka mér smá tíma í að jafna mig. Eftir það fékk ég að æfa með 2.flokki karla fyrir norðan. Það hjálpaði mér mikið og er sennilega eitthvað sem ég mun gera meira með áfram. Svo fer meistaraflokkur Þór/KA náttúrulega að koma aftur saman fljótlega. Ég tel það bara gott fyrir mig persónulega sem og landsliðið að ég fái að æfa aðeins áfram með strákunum, þar sem að ég hef minni tíma á boltanum er æfi með sterkari leikmönnum. Ég held að ég geri það.“ Sandra María átti skínandi gengi að fagna á síðasta tímabili með Þór/KA þar sem að hún skoraði meðal annars átta mörk í nítján leikjum og var með betri leikmönnum deildarinnar. Núna eru margir orðrómar á kreiki varðandi þína framtíð. Hvernig horfir framtíðin við þér? Eru lið að bera í þig vígjurnar? „Þetta er þessi tímapunktur árs þar sem allir eru að pæla í því hvað maður ætlar að gera, hver stefnan sé. Það er eðlilegt. Ég að sjálfsögðu verð að skoða alla þessa hluti vel og taka alla anga með í jöfnuna. Sjá hvað sé best fyrir mig og mína fjölskyldu að gera. Ég byrja bara á því að skoða hvað sé í boði, vega og meta alla kosti og galla við hvert tilboð sem kemur upp á borðið. Svo verð ég að taka sameiginlega ákvörðun með fjölskyldunni.“ Þannig að þú finnur fyrir klárum áhuga frá öðrum liðum á að fá þig til liðs við sig? „Já ég hef alveg fundið fyrir smá áhuga núna og er einnig að vinna með mínum umboðsmanni að því að skoða kosti erlendis. Þannig að maður er bæði að skoða kosti hérna heima en líka fyrir utan landssteinana. Maður er bara algjörlega með opna bók og opinn hug fyrir öllu. Skoða allt sem kemur upp á borðið.“ Klippa: Sandra María að skoða kosti hérlendis sem og erlendis Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Sandra María undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í Þjóðadeild Evrópu. Er þar um að ræða tvo heimaleiki, gegn Dönum á föstudaginn kemur og Þjóðverjum á þriðjudaginn í næstu viku. Tímabilinu hér heima er lokið og hefur Sandra María haldið sér við með því að æfa með 2. flokki karla heima á Akureyri. „Eftir að tímabilinu hér heima lauk byrjaði ég á því að taka mér viku í pásu,“ segir Sandra María í samtali við Vísi. „Ég er með pínu hnjask á hnénu og því var það best fyrir mig og landsliðið að ég myndi taka mér smá tíma í að jafna mig. Eftir það fékk ég að æfa með 2.flokki karla fyrir norðan. Það hjálpaði mér mikið og er sennilega eitthvað sem ég mun gera meira með áfram. Svo fer meistaraflokkur Þór/KA náttúrulega að koma aftur saman fljótlega. Ég tel það bara gott fyrir mig persónulega sem og landsliðið að ég fái að æfa aðeins áfram með strákunum, þar sem að ég hef minni tíma á boltanum er æfi með sterkari leikmönnum. Ég held að ég geri það.“ Sandra María átti skínandi gengi að fagna á síðasta tímabili með Þór/KA þar sem að hún skoraði meðal annars átta mörk í nítján leikjum og var með betri leikmönnum deildarinnar. Núna eru margir orðrómar á kreiki varðandi þína framtíð. Hvernig horfir framtíðin við þér? Eru lið að bera í þig vígjurnar? „Þetta er þessi tímapunktur árs þar sem allir eru að pæla í því hvað maður ætlar að gera, hver stefnan sé. Það er eðlilegt. Ég að sjálfsögðu verð að skoða alla þessa hluti vel og taka alla anga með í jöfnuna. Sjá hvað sé best fyrir mig og mína fjölskyldu að gera. Ég byrja bara á því að skoða hvað sé í boði, vega og meta alla kosti og galla við hvert tilboð sem kemur upp á borðið. Svo verð ég að taka sameiginlega ákvörðun með fjölskyldunni.“ Þannig að þú finnur fyrir klárum áhuga frá öðrum liðum á að fá þig til liðs við sig? „Já ég hef alveg fundið fyrir smá áhuga núna og er einnig að vinna með mínum umboðsmanni að því að skoða kosti erlendis. Þannig að maður er bæði að skoða kosti hérna heima en líka fyrir utan landssteinana. Maður er bara algjörlega með opna bók og opinn hug fyrir öllu. Skoða allt sem kemur upp á borðið.“ Klippa: Sandra María að skoða kosti hérlendis sem og erlendis
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira