Stúdentar boða til blaðamannafundar: Skrásetningagjald úrskurðað ólögmætt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 18:32 Stúdentaráð hefur boðað til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 vegna málsins. Vísir/Vilhelm Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur boðað til blaðamannafundar á morgun vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem hefur gert skólanum að endurgreiða nemanda skrásetningagjald sem hann greiddi til skólans vegna skólaársins 2021 til 2022. Mbl.is greinir frá því að nefndin hafi fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 3. nóvember 2022 um að hafna beiðni nemandans um endurgreiðslu gjaldsins. Nemandinn greiddi 75 þúsund krónur í skrásetningagjald. Hann óskaði eftir því í ágúst 2021 að háskólaráð myndi skera úr um hvort skrásetningargjaldið hafi verið réttmætt og hvort innheimta þess rúmaðist innan ramma laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Hann gerði kröfu um endurgreiðslu þess „að því marki sem talið verður að gjaldið hafi verið ólögmætt og standist ekki lagaáskilnaðarreglu um þjónustugjöld.“ Höfnuðu beiðni nemandans um endurgreiðslu tvisvar Í október 2021 komst háskólaráð að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hafi verið lögmæt. Þá kærði nemandinn niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem felldi úrskurðinn úr gildi. Háskólaráð hafnaði hins vegar beiðni nemandans um endurgreiðslu að nýju og kærði nemandinn þá úrskurð þess aftur til áfrýjunarnefndarinnar. Nemandinn bendir á að hver og einn nemandi greiði 75 þúsund króna skráningargjald til HÍ óháð því hvaða þjónustu nemandinn raunverulega nýti sér af þeim kostnaðarliðum sem að baki gjaldinu búa. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á sköttum og þjónustugjaldi. Þegar íþyngjandi gjöld séu lögð á borgara skuli beita þrengjandi lögskýringu um hvað falli undir þau gjöld. Áfrýjunarnefndin telur það ekki fullnægjandi af háskólanum að byggja útreikning skrásetningagjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema ef fyrir liggi greining á því hverju þau hlutföll byggi. HÍ svaraði nefndinni því að ekki sé haldið sérstaklega utan um kostnað nemenda eða starfsfólks í einstökum einingum. Sé það ekki hægt þurfi að liggja fyrir traust áætlun og greining á því á hverju sú áætlun byggi. Telur áfrýjunarnefndin að grundvöllur innheimtu skrásetningagjaldsins sé því ekki fullnægjandi. Krefjast þess að nemendur fái endurgreitt Stúdentaráð Háskóla Íslands segist líta úrskurðinn alvarlegum augum. Ráðið segir að vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi valda því að Háskóli Íslands hafi gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti. „Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun kl. 11:00 þar sem kjörnir fulltrúar stúdenta munu fjalla um málið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Mbl.is greinir frá því að nefndin hafi fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 3. nóvember 2022 um að hafna beiðni nemandans um endurgreiðslu gjaldsins. Nemandinn greiddi 75 þúsund krónur í skrásetningagjald. Hann óskaði eftir því í ágúst 2021 að háskólaráð myndi skera úr um hvort skrásetningargjaldið hafi verið réttmætt og hvort innheimta þess rúmaðist innan ramma laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Hann gerði kröfu um endurgreiðslu þess „að því marki sem talið verður að gjaldið hafi verið ólögmætt og standist ekki lagaáskilnaðarreglu um þjónustugjöld.“ Höfnuðu beiðni nemandans um endurgreiðslu tvisvar Í október 2021 komst háskólaráð að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan hafi verið lögmæt. Þá kærði nemandinn niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem felldi úrskurðinn úr gildi. Háskólaráð hafnaði hins vegar beiðni nemandans um endurgreiðslu að nýju og kærði nemandinn þá úrskurð þess aftur til áfrýjunarnefndarinnar. Nemandinn bendir á að hver og einn nemandi greiði 75 þúsund króna skráningargjald til HÍ óháð því hvaða þjónustu nemandinn raunverulega nýti sér af þeim kostnaðarliðum sem að baki gjaldinu búa. Hann bendir á að grundvallarmunur sé á sköttum og þjónustugjaldi. Þegar íþyngjandi gjöld séu lögð á borgara skuli beita þrengjandi lögskýringu um hvað falli undir þau gjöld. Áfrýjunarnefndin telur það ekki fullnægjandi af háskólanum að byggja útreikning skrásetningagjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema ef fyrir liggi greining á því hverju þau hlutföll byggi. HÍ svaraði nefndinni því að ekki sé haldið sérstaklega utan um kostnað nemenda eða starfsfólks í einstökum einingum. Sé það ekki hægt þurfi að liggja fyrir traust áætlun og greining á því á hverju sú áætlun byggi. Telur áfrýjunarnefndin að grundvöllur innheimtu skrásetningagjaldsins sé því ekki fullnægjandi. Krefjast þess að nemendur fái endurgreitt Stúdentaráð Háskóla Íslands segist líta úrskurðinn alvarlegum augum. Ráðið segir að vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi valda því að Háskóli Íslands hafi gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti. „Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun kl. 11:00 þar sem kjörnir fulltrúar stúdenta munu fjalla um málið.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira