Neville og Carra rifust um Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 09:00 Gary Neville og Jamie Carragher hafa sterkar skoðanir á ástandinu hjá Manchester United. Getty/John Walton Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. Neville er fyrrum leikmaður Manchester United en Carragher lék allan sinn feril með Liverpool. Neville var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi stöðu mála á bak við tjöldin hjá United. Það má alltaf búast við góðu sjónvarpi þegar þeir félagar fara að kýta fyrir framan sjónvarpsvélarnar og það var full ástæða til að fylgjast með þeim á Sky Sports í gær. Á meðan Carragher vildi kenna leikstíl United um slakt gengi og þar með knattspyrnustjóranum var það slæmt vinnuumhverfi sem Neville skrifaði vandræði félagsins fyrst og fremst á. Manchester United tapaði ekki bara með þremur mörkum á heimavelli í Manchester slagnum heldur var liðið algjörlega yfirspilað í leiknum. Carragher segir að liðið sé það eina af þeim stóru í ensku úrvalsdeildinni sem setji leikina upp eins og litla liðið. Pakki í vörn, spili ekki út úr vörninni og treysti á skyndisóknir. Neville segir að vinnuumhverfi knattspyrnustjórans og teymisins ekki boðlegt. Nú sé að koma inn nýr maður, Sir Jim Ratcliffe, sem ætlar að taka yfir alla stjórn á fótboltamálum félagsins. Allir starfsmenn félagsins mæti því í vinnuna með það hangandi yfir sér að þeir séu líklega að missa vinnuna. „Fréttirnar er um að það sé maður að koma inn sem ætli að hreinsa út alla fótboltadeild félagsins. Getur þú ímyndað þér hvað sé í gangi innan þessar fótboltadeildar og í kringum Erik ten Hag. Þetta er eitrað andrúmsloft og neikvæðni alls ráðandi. Allir eru að fara að missa vinnuna,“ sagði Gary Neville meðal annars. Hér fyrir neðan má sjá þá Neville og Carragher í ham í myndveri Sky Sports eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Neville er fyrrum leikmaður Manchester United en Carragher lék allan sinn feril með Liverpool. Neville var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi stöðu mála á bak við tjöldin hjá United. Það má alltaf búast við góðu sjónvarpi þegar þeir félagar fara að kýta fyrir framan sjónvarpsvélarnar og það var full ástæða til að fylgjast með þeim á Sky Sports í gær. Á meðan Carragher vildi kenna leikstíl United um slakt gengi og þar með knattspyrnustjóranum var það slæmt vinnuumhverfi sem Neville skrifaði vandræði félagsins fyrst og fremst á. Manchester United tapaði ekki bara með þremur mörkum á heimavelli í Manchester slagnum heldur var liðið algjörlega yfirspilað í leiknum. Carragher segir að liðið sé það eina af þeim stóru í ensku úrvalsdeildinni sem setji leikina upp eins og litla liðið. Pakki í vörn, spili ekki út úr vörninni og treysti á skyndisóknir. Neville segir að vinnuumhverfi knattspyrnustjórans og teymisins ekki boðlegt. Nú sé að koma inn nýr maður, Sir Jim Ratcliffe, sem ætlar að taka yfir alla stjórn á fótboltamálum félagsins. Allir starfsmenn félagsins mæti því í vinnuna með það hangandi yfir sér að þeir séu líklega að missa vinnuna. „Fréttirnar er um að það sé maður að koma inn sem ætli að hreinsa út alla fótboltadeild félagsins. Getur þú ímyndað þér hvað sé í gangi innan þessar fótboltadeildar og í kringum Erik ten Hag. Þetta er eitrað andrúmsloft og neikvæðni alls ráðandi. Allir eru að fara að missa vinnuna,“ sagði Gary Neville meðal annars. Hér fyrir neðan má sjá þá Neville og Carragher í ham í myndveri Sky Sports eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira