Mögulega á heimleið væri ekki fyrir tvær til þrjár sekúndur Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2023 12:31 Remy Martin hefur skorað 85 stig í 85 skotum. Það ku vera mjög slæm skotnýting. Í Subway Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið skapaðist umræða um bandarískan leikmann Keflvíkinga, Remy Martin en hann átti afleitan fjórða leikhluta gegn Stjörnunni í 4. umferð deildarinnar. Remy var með 26 stig í fyrstu þremur leikhlutunum en setti aðeins niður þrjú vítaskot í þeim fjórða og lítið gekk upp hjá leikmanninum síðustu tíu mínútur leiksins. Teitur Örlygsson sérfræðingur í þáttunum telur að mögulega séu aðeins örfáar sekúndur í síðustu leikjum að bjarga Martin frá því að vera sendur heim. Martin setti niður sigurkörfu gegn Val í þar síðustu umferð og það undir blálok leiksins. Svo stal hann mikilvægum bolta gegn Njarðvíkingum í 32-liða úrslitum bikarsins í síðustu viku, í leik sem Keflavík vann með tæpasta mun. „Hann er að skjóta alveg ofboðslega mikið. Í þessum fyrstu vikum á tímabilinu er hann ekki með nema 34 % skotnýtingu yfir tímabilið. Hann er kominn með einhver 85 stig í 85 skotum sem er ekkert sérstakt. Ef hann væri að hitta vel þá væri hann að skora fimmtíu stig í leik,“ segir Teitur og heldur áfram. „Það er margir orðnir hrifnir af honum núna eftir dramatíkina í síðustu viku. Hann skorar geggjaða körfu á móti Val og stelur boltanum á móti Njarðvík í bikarnum sem tryggir þeim framlengingu og Keflavík vinnur. Ef hann hefði ekki hitt þessu skoti og ekki stolið þessum bolta, eitthvað sem gerðist á einhverjum tveimur eða þremur sekúndum þá væri pressa núna í Keflavík um að reka hann,“ segir Teitur. Hér að neðan má sjá umræðuna um Remy Martin frá því á föstudagskvöldið. Klippa: Mögulega á leiðinni heim ef hann hefði ekki sett skotið og stolið boltanum Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Remy var með 26 stig í fyrstu þremur leikhlutunum en setti aðeins niður þrjú vítaskot í þeim fjórða og lítið gekk upp hjá leikmanninum síðustu tíu mínútur leiksins. Teitur Örlygsson sérfræðingur í þáttunum telur að mögulega séu aðeins örfáar sekúndur í síðustu leikjum að bjarga Martin frá því að vera sendur heim. Martin setti niður sigurkörfu gegn Val í þar síðustu umferð og það undir blálok leiksins. Svo stal hann mikilvægum bolta gegn Njarðvíkingum í 32-liða úrslitum bikarsins í síðustu viku, í leik sem Keflavík vann með tæpasta mun. „Hann er að skjóta alveg ofboðslega mikið. Í þessum fyrstu vikum á tímabilinu er hann ekki með nema 34 % skotnýtingu yfir tímabilið. Hann er kominn með einhver 85 stig í 85 skotum sem er ekkert sérstakt. Ef hann væri að hitta vel þá væri hann að skora fimmtíu stig í leik,“ segir Teitur og heldur áfram. „Það er margir orðnir hrifnir af honum núna eftir dramatíkina í síðustu viku. Hann skorar geggjaða körfu á móti Val og stelur boltanum á móti Njarðvík í bikarnum sem tryggir þeim framlengingu og Keflavík vinnur. Ef hann hefði ekki hitt þessu skoti og ekki stolið þessum bolta, eitthvað sem gerðist á einhverjum tveimur eða þremur sekúndum þá væri pressa núna í Keflavík um að reka hann,“ segir Teitur. Hér að neðan má sjá umræðuna um Remy Martin frá því á föstudagskvöldið. Klippa: Mögulega á leiðinni heim ef hann hefði ekki sett skotið og stolið boltanum
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira