Allt í steik hjá United sem tapaði stórt á heimavelli Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:12 Sofyan Amrabat og Harry Maguire fremur ráðvilltir á Old Trafford í kvöld. Vísir/Getty Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum eftir slæmt 3-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld. Þetta er annað þriggja marka tap United á heimavelli í röð. Manchester United mætti til leiks gegn Newcastle í dag eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Manchester City um helgina. Gengi United undanfarið hefur verið æði misjafnt. Liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn gegn City en tapað tveimur leikjum í röð þar á undan. Liðið er ríkjandi deildabikarmeistari og sterkt byrjunarlið Erik Ten Hag benti til þess að liðið ætlaði sér að halda titlinum á Old Trafford. Kvöldið var erfitt fyrir stuðningsmenn United á Old Trafford. Miguel Almiron kom Newcastle yfir á 28. mínútu og Lewis Hall tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Manchester United 0-3 Newcastle This is fine pic.twitter.com/njpBM8kKgv— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023 Joe Willock innsiglaði síðan sigur Newcastle með marki á 60. mínútu og annað 3-0 tap United á heimavelli í röð því staðreynd. Það má búast við erfiðu kvöldi og næstu dögum hjá Erik Ten Hag knattspyrnustjóra Manchester United. Gagnrýni á hann hefur aukist undanfarið og þá hafa einnig borist fréttir af dvínandi trú leikmanna liðsins á verkefninu. 3 - Manchester United have lost consecutive home games by 3+ goals for the first time since October 1962, while this was Newcastle's biggest away win against the Red Devils since September 1930 (7-4). Nightmare. #MUNNEW— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2023 Eddie Howe og lærisveinar hans yfirgefa Manchester hins vegar sáttir og mátti heyra stuðningsmenn Newcastle syngja allan síðari hálfleikinn á Old Trafford í kvöld á meðan stúkur stuðningsmanna heimaliðsins tæmdust hægt og rólega eftir því sem lokaflautið nálgaðist. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Manchester United mætti til leiks gegn Newcastle í dag eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Manchester City um helgina. Gengi United undanfarið hefur verið æði misjafnt. Liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn gegn City en tapað tveimur leikjum í röð þar á undan. Liðið er ríkjandi deildabikarmeistari og sterkt byrjunarlið Erik Ten Hag benti til þess að liðið ætlaði sér að halda titlinum á Old Trafford. Kvöldið var erfitt fyrir stuðningsmenn United á Old Trafford. Miguel Almiron kom Newcastle yfir á 28. mínútu og Lewis Hall tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Manchester United 0-3 Newcastle This is fine pic.twitter.com/njpBM8kKgv— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023 Joe Willock innsiglaði síðan sigur Newcastle með marki á 60. mínútu og annað 3-0 tap United á heimavelli í röð því staðreynd. Það má búast við erfiðu kvöldi og næstu dögum hjá Erik Ten Hag knattspyrnustjóra Manchester United. Gagnrýni á hann hefur aukist undanfarið og þá hafa einnig borist fréttir af dvínandi trú leikmanna liðsins á verkefninu. 3 - Manchester United have lost consecutive home games by 3+ goals for the first time since October 1962, while this was Newcastle's biggest away win against the Red Devils since September 1930 (7-4). Nightmare. #MUNNEW— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2023 Eddie Howe og lærisveinar hans yfirgefa Manchester hins vegar sáttir og mátti heyra stuðningsmenn Newcastle syngja allan síðari hálfleikinn á Old Trafford í kvöld á meðan stúkur stuðningsmanna heimaliðsins tæmdust hægt og rólega eftir því sem lokaflautið nálgaðist.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira