Lífið

Al­menn á­nægja með nýju búningana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nýr einkennisklæðnaður frumsýndur í gær hjá Icelandair.
Nýr einkennisklæðnaður frumsýndur í gær hjá Icelandair.

Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í gær. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019.

Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. Sindri Sindrason fékk að fylgjast með áhöfn Icelandair þegar hún mætti til vinnu í fyrsta sinn í einkennisfatnaðinum og var útkoman sýnd í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Mér telst til að þetta sé fimmti úníformið sem ég er í,“ segir Sigurlaug Halldórsdóttir sem hefur verið flugfreyja í 41 ár.

Það virðist sem svo að starfsfólkið sjálft sé mjög ánægt með nýju búningana eins og sjá má í broti úr innslagi gærkvöldsins hér að neðan. 

Áskrifendur geta horft á innslagið í heild sinni á Stöð 2+ og inni á frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Fékk að fylgast með áhöfn Icelandair prófa nýju búningana





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.