Viðbrögð Klopp við tapi Man. United segja meira en þúsund orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 12:31 Jürgen Klopp með Erik ten Hag fyrir leik liðanna þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk að vita það á blaðamannafundi eftir sinn leik í enska deildabikarnum í gærkvöldi að Manchester United hafði á sama tíma steinlegið á heimavelli sínum á móti Newcastle. Manchester United tapaði leiknum 3-0 og hafði nokkrum dögum fyrr tapað líka 3-0 á móti Manchester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Tvö vandræðaleg töp á heimavelli og sæti knattspyrnustjórans Erik ten Hag hitnar meira og meira með hverju tapinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Stuðningsmenn Newcastle sungu hástöfum „Þú verður rekinn í fyrramálið“ til Ten Hag eftir að lið þeirra komst 2-0 yfir í fyrri hálfleiknum. United byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en tókst ekki að minnka muninn. Newcastle náði aftur á móti að skora þriðja markið og gera út um leikinn. Viðbrögð Klopp við tapi Manchester United liðsins segja þó meira en þúsund orð. Hann fékk að vita úrslitin frá blaðamönnum á fundi sínum með þeim eftir 2-1 sigur á Bournemouth og var því með myndavélarnar á sér. Klopp gretti sig og og missti út úr sér „úúú“ en það var greinilegt að þetta stóra tap kom honum mikið á óvart. Það má sjá viðbrögð hans hér fyrir neðan. Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool frá árinu 2015 en á þeim tíma hefur United skipt mörgum sinnum um manninn í stjórastólnum. Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og loks Erik ten Hag hafa stýrt United á þessum árum og svo gæti farið að nýr maður sé á leiðinni takist hollenska stjóranum ekki að snúa við blaðinu. Jürgen Klopp s reaction to the Man Utd score pic.twitter.com/ps5pEdwR0R— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Manchester United tapaði leiknum 3-0 og hafði nokkrum dögum fyrr tapað líka 3-0 á móti Manchester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Tvö vandræðaleg töp á heimavelli og sæti knattspyrnustjórans Erik ten Hag hitnar meira og meira með hverju tapinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Stuðningsmenn Newcastle sungu hástöfum „Þú verður rekinn í fyrramálið“ til Ten Hag eftir að lið þeirra komst 2-0 yfir í fyrri hálfleiknum. United byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en tókst ekki að minnka muninn. Newcastle náði aftur á móti að skora þriðja markið og gera út um leikinn. Viðbrögð Klopp við tapi Manchester United liðsins segja þó meira en þúsund orð. Hann fékk að vita úrslitin frá blaðamönnum á fundi sínum með þeim eftir 2-1 sigur á Bournemouth og var því með myndavélarnar á sér. Klopp gretti sig og og missti út úr sér „úúú“ en það var greinilegt að þetta stóra tap kom honum mikið á óvart. Það má sjá viðbrögð hans hér fyrir neðan. Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool frá árinu 2015 en á þeim tíma hefur United skipt mörgum sinnum um manninn í stjórastólnum. Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og loks Erik ten Hag hafa stýrt United á þessum árum og svo gæti farið að nýr maður sé á leiðinni takist hollenska stjóranum ekki að snúa við blaðinu. Jürgen Klopp s reaction to the Man Utd score pic.twitter.com/ps5pEdwR0R— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira