Nóvemberspá Siggu Kling: Þú þarft ekki að flýta þér Sigga Kling skrifar 3. nóvember 2023 06:00 Elsku steingeitin mín. Í öllu þessu yndislega og sérkennilega lífi kemur stundum sá tími að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Gefðu þér rólegheit og hafðu það hugfast að þú þarft ekki að flýta þér. Þetta er allt að raðast saman á réttum tíma. Það þarf ekki að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þó að þú sért þessi sterka manneskja sem þú ert, þá hefur kvíðinn náð að hvísla að þér að þetta eða hitt gæti gerst og að sjálfsögðu drekkur þú úr því áhyggju glasi. Taktu þér endilega líka sopa úr kæruleysisglasinu, því þessi snilldar setning Íslendinga er nákvæmlega það sem öllu ræður á næsta tímabili - „þetta reddast.“ Miður nóvembermánuður er svolítil krossgáta fyrir þig og þarna verðurðu að sýna þína sérstöku leiðtogahæfni til að finna út hver á að gera þetta og hver á að gera hitt. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin Það er alveg kominn tími til þess að þú vitir að það eru fleiri sem geta gert verkin en þú og þú þarft að treysta þeim til þess. Það er vöxtur í bæði peningalegum og andlegum þáttum hjá þér og þegar þú lítur yfir þetta ár þá sérðu hvað þú ert mögnuð ljósvera. Þú færð töluna þrjá svo sterkt inn í kortið þitt, það er tala sköpunar og frjósemi á öllum sviðum. Lífið verður í fullkomnum takti og jafnvægi við óskir þínar en þú sérð það ekki alveg strax. En, frá tuttugasta og fyrsta nóvember til þriðja desember er þetta skýrt skráð í stjörnurnar. Besta meðalið sem þú þarft fæst ekki með lyfseðli, þú skalt elska meira, hlæja hærra og sleppa tökunum. Þá hverfa allar hindranir sem eru í raun aðeins blekking hugans. Það eru margir sem öfunda þig fyrir að vera þú, því það sést alls ekki á þér hvort að þú sért að ganga í gegn um erfiðleika. Þú ættir að sjá það fyrir þér ef þú værir að fá óskarinn og gengir inn rauða dregilinn, hverjum þú ættir raunverulega að þakka fyrir. Það ert þú sem skapaðir þetta hlutverk sem þú hefur og þú hefur svo sannarlega máttinn til að breyta næsta kafla ef þér sýnist svo. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Gefðu þér rólegheit og hafðu það hugfast að þú þarft ekki að flýta þér. Þetta er allt að raðast saman á réttum tíma. Það þarf ekki að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þó að þú sért þessi sterka manneskja sem þú ert, þá hefur kvíðinn náð að hvísla að þér að þetta eða hitt gæti gerst og að sjálfsögðu drekkur þú úr því áhyggju glasi. Taktu þér endilega líka sopa úr kæruleysisglasinu, því þessi snilldar setning Íslendinga er nákvæmlega það sem öllu ræður á næsta tímabili - „þetta reddast.“ Miður nóvembermánuður er svolítil krossgáta fyrir þig og þarna verðurðu að sýna þína sérstöku leiðtogahæfni til að finna út hver á að gera þetta og hver á að gera hitt. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin Það er alveg kominn tími til þess að þú vitir að það eru fleiri sem geta gert verkin en þú og þú þarft að treysta þeim til þess. Það er vöxtur í bæði peningalegum og andlegum þáttum hjá þér og þegar þú lítur yfir þetta ár þá sérðu hvað þú ert mögnuð ljósvera. Þú færð töluna þrjá svo sterkt inn í kortið þitt, það er tala sköpunar og frjósemi á öllum sviðum. Lífið verður í fullkomnum takti og jafnvægi við óskir þínar en þú sérð það ekki alveg strax. En, frá tuttugasta og fyrsta nóvember til þriðja desember er þetta skýrt skráð í stjörnurnar. Besta meðalið sem þú þarft fæst ekki með lyfseðli, þú skalt elska meira, hlæja hærra og sleppa tökunum. Þá hverfa allar hindranir sem eru í raun aðeins blekking hugans. Það eru margir sem öfunda þig fyrir að vera þú, því það sést alls ekki á þér hvort að þú sért að ganga í gegn um erfiðleika. Þú ættir að sjá það fyrir þér ef þú værir að fá óskarinn og gengir inn rauða dregilinn, hverjum þú ættir raunverulega að þakka fyrir. Það ert þú sem skapaðir þetta hlutverk sem þú hefur og þú hefur svo sannarlega máttinn til að breyta næsta kafla ef þér sýnist svo. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira