Sýknaðir í hópnauðgunarmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 09:52 Mennirnir tveir voru sýknaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. Atvik málsins áttu sér stað í mars árið 2020, en allir aðilar málsins eru á sama máli um að hafa verið í teiti á heimili annars sakborninganna. Þar hafi verið aðrir gestir líka, en þeir ekki verið í rýminu þegar meint nauðgun átti sér stað. Mönnum var gefið að sök að hafa neytt konu til munnmaka og beita hana ólögmætri nauðung. Jafnframt hafi þeir haldið henni fastri, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki, sett fingur sína í munn hennar, og káfað á henni. Fyrir vikið hafi konan hlotið einhverja áverka víða um líkama. Þar að auki segir í ákæru að mennirnir tveir hafi neytt konuna til að taka kókaín á meðan á þessu stóð. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi aldrei áður neytt fíkniefna. Greint er frá því að hún hafi tekið leigubíl heim til sín úr partýinu. Foreldrar hafi komið að henni augljóslega í miklu uppnámi og lögregla kölluð til. Hún hafi greint frá meintri nauðgun en átt erfitt með það. Trúverðug en ekki hægt að líta fram hjá misræmi Dómurinn segir að framburður konunnar í lögregluskýrslu og fyrir dómi hafi verið mjög álíkir. Þó bendir dómurinn á að hún hafi sagst vera mjög drukkin, en áfengismæling sem var tekin örfáum klukkustundum eftir meinta nauðgun hafi bent til þess að hún hafi ekki neytt mikils áfengis, og líklega ekki verið undir áhrifum þess. Þá fannst kókaín hvorki í þvagi né blóði konunnar. Með hliðsjón af þessu segir dómurinn að draga verði í efa að hún hafi verið mjög drukkinn eða neytt áfengis umrædda nótt. Framburður hennar hafi þó verið trúverðugur í öllum meginatriðum, en ekki sé hægt að líta fram hjá umræddu misræmi við ákvörðun dómsins. Ósennilegt að þeir hafi sammælst Mennirnir tveir héldu því fram að þeir hefðu orðið þrír eftir í partýinu um stund. Þá hafi konan og annar þeirra farið að kela, en hinn dregið sig afsíðis og farið í tölvuna. Báðir héldu þessu fram. Dómurinn sagði framburði þeirra „mjög“ á sama veg. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir atburðina sem málið varðar á sama heimili og partýið fór fram. Í ljósi þess að báðir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þótti dómnum ósennilegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. „Aukin heldur hafa þeir þá þurft, í því ástandi sem þeir voru, að gera ráð fyrir því þegar brotaþoli yfirgaf samkvæmið að hún myndi kæra þá fyrir kynferðisbrot,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir voru mennirnir tveir sýknaðir. Þá var miskabótakröfu konunnar, upp á fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Sakarkostnaður málsins mun þó greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Atvik málsins áttu sér stað í mars árið 2020, en allir aðilar málsins eru á sama máli um að hafa verið í teiti á heimili annars sakborninganna. Þar hafi verið aðrir gestir líka, en þeir ekki verið í rýminu þegar meint nauðgun átti sér stað. Mönnum var gefið að sök að hafa neytt konu til munnmaka og beita hana ólögmætri nauðung. Jafnframt hafi þeir haldið henni fastri, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki, sett fingur sína í munn hennar, og káfað á henni. Fyrir vikið hafi konan hlotið einhverja áverka víða um líkama. Þar að auki segir í ákæru að mennirnir tveir hafi neytt konuna til að taka kókaín á meðan á þessu stóð. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi aldrei áður neytt fíkniefna. Greint er frá því að hún hafi tekið leigubíl heim til sín úr partýinu. Foreldrar hafi komið að henni augljóslega í miklu uppnámi og lögregla kölluð til. Hún hafi greint frá meintri nauðgun en átt erfitt með það. Trúverðug en ekki hægt að líta fram hjá misræmi Dómurinn segir að framburður konunnar í lögregluskýrslu og fyrir dómi hafi verið mjög álíkir. Þó bendir dómurinn á að hún hafi sagst vera mjög drukkin, en áfengismæling sem var tekin örfáum klukkustundum eftir meinta nauðgun hafi bent til þess að hún hafi ekki neytt mikils áfengis, og líklega ekki verið undir áhrifum þess. Þá fannst kókaín hvorki í þvagi né blóði konunnar. Með hliðsjón af þessu segir dómurinn að draga verði í efa að hún hafi verið mjög drukkinn eða neytt áfengis umrædda nótt. Framburður hennar hafi þó verið trúverðugur í öllum meginatriðum, en ekki sé hægt að líta fram hjá umræddu misræmi við ákvörðun dómsins. Ósennilegt að þeir hafi sammælst Mennirnir tveir héldu því fram að þeir hefðu orðið þrír eftir í partýinu um stund. Þá hafi konan og annar þeirra farið að kela, en hinn dregið sig afsíðis og farið í tölvuna. Báðir héldu þessu fram. Dómurinn sagði framburði þeirra „mjög“ á sama veg. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir atburðina sem málið varðar á sama heimili og partýið fór fram. Í ljósi þess að báðir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þótti dómnum ósennilegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. „Aukin heldur hafa þeir þá þurft, í því ástandi sem þeir voru, að gera ráð fyrir því þegar brotaþoli yfirgaf samkvæmið að hún myndi kæra þá fyrir kynferðisbrot,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir voru mennirnir tveir sýknaðir. Þá var miskabótakröfu konunnar, upp á fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Sakarkostnaður málsins mun þó greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira