Vilja ekki láta aukna velgengni aftra sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2023 17:00 Hljómsveitin Inspector Spacetime er þekkt fyrir grípandi dansgólfs smelli. Aðsend „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu,“ segir danssveitin Inspector Spacetime sem hefur verið að gera góða hluti í íslensku tónlistarsenunni síðustu misseri. Þau voru að senda frá sér plötu þar sem má meðal annars finna lagið Smástund en lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Hér má heyra lagið: Klippa: Inspector Spacetime - SMÁSTUND Rafpopp og evrópskir klúbbasmellir „Við erum mætt á nýjan leik með plötuna EXTRAVAGANZA. Á henni má finna fjögur splunkuný lög sem ætla sér að gera kyrrsetu erfiða,“ segja meðlimir sveitarinnar og bæta við: „Rafmagnaðir taktar og dúndrandi bassalínur; Inspector Spacetime snýr aftur!“ Líflegur og einkennandi stíll þeirra sækir innblástur í allar áttir, allt frá rafpoppi 9. áratugarins að evrópskum klúbbasmellum aldamótaáranna. „Við sækjum alltaf innblástur frá óteljandi stöðum. Við hlustum mjög mikið á popp og danstónlist og reynum alltaf að hafa þetta svolítið fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson mynda sveitina og hafa þau sannarlega safnað í reynslubankann frá því að Inspector Spacetime var stofnuð. Lagið þeirra Dansa og bánsa var notað í auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar í ár og ættu flestir landsmenn að hafa dillað sér við Spacetime tóna á einhverjum tímapunkti. Meðlimir sveitarinnar segja reynsluna kærkomna þó hún geti stundum gert hlutina örlítið erfiðari. „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu sem okkur finnst oftast jákvætt en það aftrar okkur stundum. Það er svolítið öðruvísi að gefa út tónlist þegar maður er ekki lengur alveg óþekktur. Við þurfum stundum að stoppa okkur af og reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þau voru að senda frá sér plötu þar sem má meðal annars finna lagið Smástund en lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Hér má heyra lagið: Klippa: Inspector Spacetime - SMÁSTUND Rafpopp og evrópskir klúbbasmellir „Við erum mætt á nýjan leik með plötuna EXTRAVAGANZA. Á henni má finna fjögur splunkuný lög sem ætla sér að gera kyrrsetu erfiða,“ segja meðlimir sveitarinnar og bæta við: „Rafmagnaðir taktar og dúndrandi bassalínur; Inspector Spacetime snýr aftur!“ Líflegur og einkennandi stíll þeirra sækir innblástur í allar áttir, allt frá rafpoppi 9. áratugarins að evrópskum klúbbasmellum aldamótaáranna. „Við sækjum alltaf innblástur frá óteljandi stöðum. Við hlustum mjög mikið á popp og danstónlist og reynum alltaf að hafa þetta svolítið fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson mynda sveitina og hafa þau sannarlega safnað í reynslubankann frá því að Inspector Spacetime var stofnuð. Lagið þeirra Dansa og bánsa var notað í auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar í ár og ættu flestir landsmenn að hafa dillað sér við Spacetime tóna á einhverjum tímapunkti. Meðlimir sveitarinnar segja reynsluna kærkomna þó hún geti stundum gert hlutina örlítið erfiðari. „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu sem okkur finnst oftast jákvætt en það aftrar okkur stundum. Það er svolítið öðruvísi að gefa út tónlist þegar maður er ekki lengur alveg óþekktur. Við þurfum stundum að stoppa okkur af og reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“