Fimmtán ára áhugakokkur slær í gegn á Instagram Íris Hauksdóttir skrifar 10. nóvember 2023 20:00 Gauti galdrar fram girnilega rétti fyrir feiknastóran fylgjendahóp. Vísir/Vilhelm Hinn fimmtán ára gamli Gauti Einarsson er á hraði leið með að verða ein stærsta Instagram stjarna Íslands. Tæplega tíu þúsund manns fylgja honum nú á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir listir sínar í eldhúsinu. Stjarna Gauta, eða chefgral eins og hann kallar sig á Instagram, hefur stækkað hratt undanfarna mánuði. Sjálfur segir hann ævintýrið hafa byrjað í kringum átta ára aldur en mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Ég bjó á þessum tíma á Patreksfirði með pabba mínum sem gaf mér frjálsar hendur í eldhúsinu. Í fyrst var ég alveg hræðilegur en hef lært mjög mikið á þessum fimm árum. Ég hef fylgst mikið með bæði ömmu og afa sem og pabba sem hafa kennt mér mikið. Það skemmtilegasta sem ég geri er að elda steikur og við pabbi förum mjög reglulega í Kjöt kompaní og Sælkerabúðina þar sem ég fæ að velja allskonar tegundir af kjöti.“ Dýrustu steikur í heimi Spurður hvað sé í mestu eftirlæti nefnir Gauti japanska Wagyu steik, nánar tiltekið A5+ BSM12 sem hann upplýsir blaðakonu að skýri hversu fitusprengd steikin sé og hvaðan í Japan hún komi. „Ég hef eldað svona steik fimm sinnum, nú síðast um helgina þegar ég hélt upp á afmælið mitt. Þetta eru dýrustu steikur í heimi. Ódýrast er hægt að fá 250 grömm á 16 þúsund krónur en kílóarverðið er 52 þúsund krónur.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Feðgarnir búa í dag í Vesturbænum og á Gauti samtals fimm systkini. Fjölskyldan nýtur skiljanlega góðs af tilraunum Gauta í eldhúsinu enda segist hann aldrei borða einn. „Í myndböndunum mínum sýni ég lítinn skammt en ég margfalda hann alltaf fyrir fjölskylduna.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Myndböndin hafa sem fyrr segir fengið gríðarlegt áhorf en Gauti segist ekki kippa sér mikið upp við háar áhorfstölur. Ætli metið sé ekki þegar fimm hundruð þúsund manns voru búin að skoða prófilinn minn á einum mánuði. Það eru fleiri en búa á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Gauti hætti nýverið í skóla en hann vinnur samtals 180 klukkustundir á mánuði. Hann segir skólagöngu persónubundið hugtak. „Það er ekki fyrir mig að læra í skóla. Ég vil frekar læra í gegnum reynslu og í gegnum vinnustaði en ég tek líka master-class námskeið á Netinu. Ég er alveg búinn að mastera hvernig lógariþmi á Netinu virkar og á hvaða tíma sólarhringsins er best að birta efni. Hvað tónlist virkar best undir og fleiri tæknileg atriði sem koma með reynslunni. View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Ég er nú kominn í samstarf við Pró Gastró og fæ greitt í vörum sem ég hefði annars eytt pening í að kaupa.“ Fjarlægir alla falsreikninga Fyrir skömmu kom að sögn Gauta sprengja af fölsuðum reikningum á miðilinn hans. Í stað þess að státa sig af stækkandi fylgjendahóp ákvað Gauti að fjarlægja alla fals reikninga og vera þannig trúr raunverulegum fylgjendum sínum. „Ég er alfarið á móti öllu svindli og mínusaði þess vegna þessa fylgjendur við raunfylgi mitt. Internetið er þannig að það skemmir fyrir fólki sem gengur vel í lífinu og vill að öðrum líði illa. Ég tek ekki þátt í því. Það er hins vegar frábært að geta grætt pening á því að elda og gera það sem manni finnst skemmtilegast að gera og ef ég ætti að gefa foreldrum ráð væri það alltaf að leyfa börnunum sínum að blómstra í því sem þau vilja helst gera.“ Krakkar Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Stjarna Gauta, eða chefgral eins og hann kallar sig á Instagram, hefur stækkað hratt undanfarna mánuði. Sjálfur segir hann ævintýrið hafa byrjað í kringum átta ára aldur en mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Ég bjó á þessum tíma á Patreksfirði með pabba mínum sem gaf mér frjálsar hendur í eldhúsinu. Í fyrst var ég alveg hræðilegur en hef lært mjög mikið á þessum fimm árum. Ég hef fylgst mikið með bæði ömmu og afa sem og pabba sem hafa kennt mér mikið. Það skemmtilegasta sem ég geri er að elda steikur og við pabbi förum mjög reglulega í Kjöt kompaní og Sælkerabúðina þar sem ég fæ að velja allskonar tegundir af kjöti.“ Dýrustu steikur í heimi Spurður hvað sé í mestu eftirlæti nefnir Gauti japanska Wagyu steik, nánar tiltekið A5+ BSM12 sem hann upplýsir blaðakonu að skýri hversu fitusprengd steikin sé og hvaðan í Japan hún komi. „Ég hef eldað svona steik fimm sinnum, nú síðast um helgina þegar ég hélt upp á afmælið mitt. Þetta eru dýrustu steikur í heimi. Ódýrast er hægt að fá 250 grömm á 16 þúsund krónur en kílóarverðið er 52 þúsund krónur.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Feðgarnir búa í dag í Vesturbænum og á Gauti samtals fimm systkini. Fjölskyldan nýtur skiljanlega góðs af tilraunum Gauta í eldhúsinu enda segist hann aldrei borða einn. „Í myndböndunum mínum sýni ég lítinn skammt en ég margfalda hann alltaf fyrir fjölskylduna.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Myndböndin hafa sem fyrr segir fengið gríðarlegt áhorf en Gauti segist ekki kippa sér mikið upp við háar áhorfstölur. Ætli metið sé ekki þegar fimm hundruð þúsund manns voru búin að skoða prófilinn minn á einum mánuði. Það eru fleiri en búa á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Gauti hætti nýverið í skóla en hann vinnur samtals 180 klukkustundir á mánuði. Hann segir skólagöngu persónubundið hugtak. „Það er ekki fyrir mig að læra í skóla. Ég vil frekar læra í gegnum reynslu og í gegnum vinnustaði en ég tek líka master-class námskeið á Netinu. Ég er alveg búinn að mastera hvernig lógariþmi á Netinu virkar og á hvaða tíma sólarhringsins er best að birta efni. Hvað tónlist virkar best undir og fleiri tæknileg atriði sem koma með reynslunni. View this post on Instagram A post shared by Chef Gral (@chefgral) Ég er nú kominn í samstarf við Pró Gastró og fæ greitt í vörum sem ég hefði annars eytt pening í að kaupa.“ Fjarlægir alla falsreikninga Fyrir skömmu kom að sögn Gauta sprengja af fölsuðum reikningum á miðilinn hans. Í stað þess að státa sig af stækkandi fylgjendahóp ákvað Gauti að fjarlægja alla fals reikninga og vera þannig trúr raunverulegum fylgjendum sínum. „Ég er alfarið á móti öllu svindli og mínusaði þess vegna þessa fylgjendur við raunfylgi mitt. Internetið er þannig að það skemmir fyrir fólki sem gengur vel í lífinu og vill að öðrum líði illa. Ég tek ekki þátt í því. Það er hins vegar frábært að geta grætt pening á því að elda og gera það sem manni finnst skemmtilegast að gera og ef ég ætti að gefa foreldrum ráð væri það alltaf að leyfa börnunum sínum að blómstra í því sem þau vilja helst gera.“
Krakkar Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira