Dusty burstaði Þórsara í seinni hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2023 22:42 Toppliðin Dusty og Þór mættust í Ljósleiðaradeildinni í kvöld og fór leikurinn fram á Anubis. Dusty byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Þórsarar svöruðu fyrir og staðan var 4-3 eftir fyrstu sjö loturnar. Þórsarar jöfnuðu leikinn í tíundu lotu og áfram voru liðin jöfn fram að hálfleik. Eddezennn og Peter leiddu fellutöflur liðanna í hálfleik en Dusty náðu loks að brjóta sig frá Þórsurum í hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik þar sem Dusty héldu algjöra flugeldasýningu. Þór sigruðu aðeins eina lotu í vörn en sókn Dusty réði öllum ráðum í seinni hálfleiknum. Eddezennn og Pandaz voru þar fremstir í flokki en þeir höfðu 27 og 22 fellur í lok leiks. Lokatölur: 16-7 Dusty gulltryggja því toppsæti sitt að hálfu tímabili loknu en Þórsarar fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn
Dusty byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Þórsarar svöruðu fyrir og staðan var 4-3 eftir fyrstu sjö loturnar. Þórsarar jöfnuðu leikinn í tíundu lotu og áfram voru liðin jöfn fram að hálfleik. Eddezennn og Peter leiddu fellutöflur liðanna í hálfleik en Dusty náðu loks að brjóta sig frá Þórsurum í hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik þar sem Dusty héldu algjöra flugeldasýningu. Þór sigruðu aðeins eina lotu í vörn en sókn Dusty réði öllum ráðum í seinni hálfleiknum. Eddezennn og Pandaz voru þar fremstir í flokki en þeir höfðu 27 og 22 fellur í lok leiks. Lokatölur: 16-7 Dusty gulltryggja því toppsæti sitt að hálfu tímabili loknu en Þórsarar fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn