Linda hlaut titillinn Ungfrú heimur þann 17. nóvember árið 1988 í Royal Albert Hall en á viðburðinum í Lundúnum hitti hún nokkrar af þeim konum sem tóku þátt í keppninni með henni fyrir um 35 árum.
Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þegar Linda var krýnd Ungfrú heimur.
„Algjörlega magnað að hitta þær í fyrsta sinn í 35 ár,“ skrifar Linda við mynd af hópnum sem kepptu fyrir hönd Mön, Bresku Jómfrúaeyjanna og Barbados.

Prúðbúnar fegurðardrottningar
Hugrún Egilsdóttir, Ungfrú Ísland árið 2015, var einnig stödd á viðburðinum ásamt kærsta sínum, Jack Heslewood, Herra alheim árið 2019. Parið opinberaði samband sitt árið 2022.
Íslensku fegurðardísinar voru glæsilegar að vanda. Linda klæddist fallegum dökkgrænum kjól og grænum hælaskóm með glitrandi steinum. Hugrún klæddist fallegum vínrauðum síðkjól og svörtum hælaskóm með slaufu úr glitrandi steinum.
Kærasti Lindu, hinn spænski Jaime, lét sig ekki vanta og mætti með sinni konu klæddur svörtum smóking.
