Kleinukarl fagnar deginum með þremur til fjórum kleinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 11:55 Ágúst Fannar Einþórsson, eða Gústi bakari, segist mikill kleinukarl. Vísir/samsett Dagur kleinunnar er runninn upp í þriðja sinn. Annálaður kleinukarl og bakari segir fagnaðarefni að geta heiðrað bakkelsið almennilega og telur flesta Íslendinga eiga góðar minningar af kleinum. Bolludag þekkja eflaust flestir landsmenn en á allra síðustu árum hefur önnur og ný hefð verið að riðja sér til rúms; dagur kleinunnar. Ágúst Fannar Einþórsson, sem stofnaði Brauð & co, og rekur nú veitingastaðinn og bakaríið Bakabaka, segir viðeigandi að kleinan fái dag sér til heiðurs á Íslandi. „Ég held að við séum eina landið sem borðar kleinur allt árið og ætli það eigi ekki allir Íslendingar einhverjar góðar minningar af kleinum,“ segir Ágúst. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kleinudagsins segir að verkefnið sé hugarfóstur áhugamanna um kleinur sem hafi viljað láta gott af sér leiða. Tíundi nóvember hafi orðið fyrir valinu þar sem nóg sé um fagnaðarefni á vorin og að nóvembermánuði hafi ekki veitt af séríslenskum hátíðardegi. Steikja kleinur í allan dag Nú er haldið upp á daginn í þriðja sinn og í tilefni hans verða víða tilboð á kleinum. „Það er ógeðslega gaman að gefa þessu aðeins meira gildi og ég vona að bakarar landsins séu að steikja kleinur fram eftir degi,“ segir Ágúst og bætir við að það hafi glatt hann verulega að fá boð um að taka þátt í deginum. „Við ætlum að steikja kleinur í allan dag og verðum með nýjar kleinur í hillunum. Við erum að vanda okkur við að baka kleinur og ég er raunverulega að reyna að baka virkilega góðar kleinur þannig að mér finnst mjög gaman að fagna þessu.“ Hver er lykillinn að góðri kleinu? „Í mínu tilfelli allavega erum við að setja heilar kardimommur í kleinurnar okkar. Svo fékk ég um daginn fullt af appelsínuberki frá Bláa lóninu sem ég er búinn að láta liggja í sykri og við blöndum því út í,“ segir Ágúst og hvetur alla til nýsköpunar með bakkelsið. Sjálfur segist hann mikill kleinukarl. „Þegar ég byrja þá borða ég yfirleitt þrjár eða fjórar. Þannig ég reyni að byrja ekki daginn á að gúffa þessu í mig. En það er bara eins og það er,“ segir Ágúst. Bakarí Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Bolludag þekkja eflaust flestir landsmenn en á allra síðustu árum hefur önnur og ný hefð verið að riðja sér til rúms; dagur kleinunnar. Ágúst Fannar Einþórsson, sem stofnaði Brauð & co, og rekur nú veitingastaðinn og bakaríið Bakabaka, segir viðeigandi að kleinan fái dag sér til heiðurs á Íslandi. „Ég held að við séum eina landið sem borðar kleinur allt árið og ætli það eigi ekki allir Íslendingar einhverjar góðar minningar af kleinum,“ segir Ágúst. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kleinudagsins segir að verkefnið sé hugarfóstur áhugamanna um kleinur sem hafi viljað láta gott af sér leiða. Tíundi nóvember hafi orðið fyrir valinu þar sem nóg sé um fagnaðarefni á vorin og að nóvembermánuði hafi ekki veitt af séríslenskum hátíðardegi. Steikja kleinur í allan dag Nú er haldið upp á daginn í þriðja sinn og í tilefni hans verða víða tilboð á kleinum. „Það er ógeðslega gaman að gefa þessu aðeins meira gildi og ég vona að bakarar landsins séu að steikja kleinur fram eftir degi,“ segir Ágúst og bætir við að það hafi glatt hann verulega að fá boð um að taka þátt í deginum. „Við ætlum að steikja kleinur í allan dag og verðum með nýjar kleinur í hillunum. Við erum að vanda okkur við að baka kleinur og ég er raunverulega að reyna að baka virkilega góðar kleinur þannig að mér finnst mjög gaman að fagna þessu.“ Hver er lykillinn að góðri kleinu? „Í mínu tilfelli allavega erum við að setja heilar kardimommur í kleinurnar okkar. Svo fékk ég um daginn fullt af appelsínuberki frá Bláa lóninu sem ég er búinn að láta liggja í sykri og við blöndum því út í,“ segir Ágúst og hvetur alla til nýsköpunar með bakkelsið. Sjálfur segist hann mikill kleinukarl. „Þegar ég byrja þá borða ég yfirleitt þrjár eða fjórar. Þannig ég reyni að byrja ekki daginn á að gúffa þessu í mig. En það er bara eins og það er,“ segir Ágúst.
Bakarí Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira