Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2023 16:23 Ingólfur og Sindri þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. Í færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni segir hann gærdaginn hafa verið vondan, ekki bara fyrir sig persónulega heldur vegna þess að fjöldi kvenna sé í sárum sínum vegna niðurstöðunnar. Ummæli Sindra vörðuðu meint barnaníð Ingólfs, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Sindra, en í gær var honum gert að greiða Ingó 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og málskostnað málsins. Sjálfur vill Sindri meina að ummæli sín byggi á upplifunum kvenna, sögum sem honum og öðrum hafi verið treyst fyrir. „Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sindri. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sindri hafi sakað Ingó um refsiverðan verknað. Það er að segja að ummæli hans hafi ekki gefið til kynna að Ingó hafi átt samræði við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján, heldur einstaklinga yngri en það. Sindri hafnar því. Hann segist hafa bent á galla í kerfinu og segir dóm Landsréttar banna sér að gera það. „Hafið í huga að ég sakaði Ingólf aldrei um refsiverðan verknað. Það sem ég sakaði hann um er fullkomlega löglegt og þar liggur vandinn. Þess vegna eru svo margar nú í sárum. Því réttarverndin er engin. Ég kann ekki að skýra hvað lá fyrir Landsrétti, hvaða hvatar til verndar þessu kerfi séu svo sterkir að dómurinn telji það til meiðyrða að benda á gallana. En í þessu tilfelli er keisarinn sannarlega nakinn og fjöldi þeirra sem benda mun aðeins aukast því kerfið verður að breytast.“ Lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, fullyrti í gær eftir að dómur var kveðinn upp að réttlætið hafi sigrað. „Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli,“ sagði hún. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni segir hann gærdaginn hafa verið vondan, ekki bara fyrir sig persónulega heldur vegna þess að fjöldi kvenna sé í sárum sínum vegna niðurstöðunnar. Ummæli Sindra vörðuðu meint barnaníð Ingólfs, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Sindra, en í gær var honum gert að greiða Ingó 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og málskostnað málsins. Sjálfur vill Sindri meina að ummæli sín byggi á upplifunum kvenna, sögum sem honum og öðrum hafi verið treyst fyrir. „Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sindri. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sindri hafi sakað Ingó um refsiverðan verknað. Það er að segja að ummæli hans hafi ekki gefið til kynna að Ingó hafi átt samræði við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján, heldur einstaklinga yngri en það. Sindri hafnar því. Hann segist hafa bent á galla í kerfinu og segir dóm Landsréttar banna sér að gera það. „Hafið í huga að ég sakaði Ingólf aldrei um refsiverðan verknað. Það sem ég sakaði hann um er fullkomlega löglegt og þar liggur vandinn. Þess vegna eru svo margar nú í sárum. Því réttarverndin er engin. Ég kann ekki að skýra hvað lá fyrir Landsrétti, hvaða hvatar til verndar þessu kerfi séu svo sterkir að dómurinn telji það til meiðyrða að benda á gallana. En í þessu tilfelli er keisarinn sannarlega nakinn og fjöldi þeirra sem benda mun aðeins aukast því kerfið verður að breytast.“ Lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, fullyrti í gær eftir að dómur var kveðinn upp að réttlætið hafi sigrað. „Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli,“ sagði hún.
Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35