„Saman erum við náttúruafl“ Íris Hauksdóttir skrifar 14. nóvember 2023 18:00 Stjórn Women Tech Iceland: Paula Gould, Ingibjörg Lilja, Þóra Óskarsdóttir, Randi Stebbins, Valenttina Griffin, Alondra Silva Muñoz og Ólöf Kristjánsdóttir. Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin. Meðal þeirra 260 gesta sem mættu voru Eliza Reid forsetafrú Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem opnaði hátíðina. Sendiherrar og sendifulltrúar allra Norðurlandanna voru einnig viðstaddir ásamt fjölmiðlafulltrúum og samstarfsaðila. Eliza Reid forsetafrú Íslands setti hátíðina. Áslaug Arna hélt magnaða ræðu að vanda. Dómararnir áttu létt verk fyrir höndum Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards, segir Íslendinga hafa sýnt stuðning í verki með aðkomu sinni að hátíðinni. Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards. „Umgjörðin í Hörpu er mögnuð andrúmsloftið frábært þar sem ríkti mikil og hvetjandi stemning meðal gesta. Sjálf á ég afar auðvelt með að heillast af þeim konum sem tilnefndar eru hverju sinni en dómarar þessa árs áttu í rauninni létt verk fyrir höndum. Framúrskarandi konur frá norðurlöndunum kepptust um viðurkenningu fyrir leiðtogastörf sín. Sérhver sigurvegari, sem og allar konur í úrslitum eru leiðtogar á sínu sviði. Það er okkur sönn ánægja að veita þeim viðurkenningu fyrir störf sín, leiðsögn og frumkvæði. Við hlökkum til að sjá öll í Noregi á næsta ári.“ Heiðra framúrskarandi fyrirmyndir Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Ingibjörg Lilja Þórmundardóttir, mannauðsstjóri Helix Health og stjórnarkona WTI segir það ótrúlegan heiður að fá verðlaunaafhendinguna til Íslands. Ingibjörg Lilja ásamt Marianne Andersen, CEO, High5Girls, hún stóð uppi sem sigurvegari í flokknum: Women in Tech Advocate of the year. „Þetta var valdeflandi kvöld þar sem við fögnuðum konum í tæknigeiranum. Það er mikilvægt að staldra við og heiðra kvenkyns fyrirmyndir sem eru að gera framúrskarandi hluti. Í atvinnugrein sem er að stærstu leyti rekinn er af körlum verðum við að skapa öflug tengsl milli kvenna í geiranum.“ Sigur okkar allra Sjálf var Ingibjörg tilnefnd til verðlaunanna en komast því miður ekki í loka úrtakið. Hún segir samstöðuna sem ríkti í Hörpu þetta kvöld hafa verið ólýsanlega. Verðlaunahátíðin var hin glæsilegasta en hún var haldin í Hörpu. „Það er svo mikilvægt að við konur lærum af reynslu hver annarrar. Sækjum innblástur og vinnum samstíga að markmiðum okkar. Síðast en ekki síst verðum við að veita stuðning og veita hver annarri vængi. Saman erum við nefnilega náttúruafl og mesti sigurinn er að sjá konu í geiranum ná árangri því það er sigur okkar allra.“ Hér má sjá sigurvegara kvöldsins. Lista yfir verðlaunahafa hátíðarinnar má nálgast HÉR en myndir frá hátíðinni má sjá hér fyrir neðan. Hátíðarræða Áslaugar Örnu. Gestir flykktust í Hörpu. Prúðbúnir gestir. Forsetafrúin í góðum félagsskap. Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Upplýsingatækni Samkvæmislífið Jafnréttismál Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Fleiri fréttir Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Sjá meira
Meðal þeirra 260 gesta sem mættu voru Eliza Reid forsetafrú Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem opnaði hátíðina. Sendiherrar og sendifulltrúar allra Norðurlandanna voru einnig viðstaddir ásamt fjölmiðlafulltrúum og samstarfsaðila. Eliza Reid forsetafrú Íslands setti hátíðina. Áslaug Arna hélt magnaða ræðu að vanda. Dómararnir áttu létt verk fyrir höndum Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards, segir Íslendinga hafa sýnt stuðning í verki með aðkomu sinni að hátíðinni. Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards. „Umgjörðin í Hörpu er mögnuð andrúmsloftið frábært þar sem ríkti mikil og hvetjandi stemning meðal gesta. Sjálf á ég afar auðvelt með að heillast af þeim konum sem tilnefndar eru hverju sinni en dómarar þessa árs áttu í rauninni létt verk fyrir höndum. Framúrskarandi konur frá norðurlöndunum kepptust um viðurkenningu fyrir leiðtogastörf sín. Sérhver sigurvegari, sem og allar konur í úrslitum eru leiðtogar á sínu sviði. Það er okkur sönn ánægja að veita þeim viðurkenningu fyrir störf sín, leiðsögn og frumkvæði. Við hlökkum til að sjá öll í Noregi á næsta ári.“ Heiðra framúrskarandi fyrirmyndir Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Ingibjörg Lilja Þórmundardóttir, mannauðsstjóri Helix Health og stjórnarkona WTI segir það ótrúlegan heiður að fá verðlaunaafhendinguna til Íslands. Ingibjörg Lilja ásamt Marianne Andersen, CEO, High5Girls, hún stóð uppi sem sigurvegari í flokknum: Women in Tech Advocate of the year. „Þetta var valdeflandi kvöld þar sem við fögnuðum konum í tæknigeiranum. Það er mikilvægt að staldra við og heiðra kvenkyns fyrirmyndir sem eru að gera framúrskarandi hluti. Í atvinnugrein sem er að stærstu leyti rekinn er af körlum verðum við að skapa öflug tengsl milli kvenna í geiranum.“ Sigur okkar allra Sjálf var Ingibjörg tilnefnd til verðlaunanna en komast því miður ekki í loka úrtakið. Hún segir samstöðuna sem ríkti í Hörpu þetta kvöld hafa verið ólýsanlega. Verðlaunahátíðin var hin glæsilegasta en hún var haldin í Hörpu. „Það er svo mikilvægt að við konur lærum af reynslu hver annarrar. Sækjum innblástur og vinnum samstíga að markmiðum okkar. Síðast en ekki síst verðum við að veita stuðning og veita hver annarri vængi. Saman erum við nefnilega náttúruafl og mesti sigurinn er að sjá konu í geiranum ná árangri því það er sigur okkar allra.“ Hér má sjá sigurvegara kvöldsins. Lista yfir verðlaunahafa hátíðarinnar má nálgast HÉR en myndir frá hátíðinni má sjá hér fyrir neðan. Hátíðarræða Áslaugar Örnu. Gestir flykktust í Hörpu. Prúðbúnir gestir. Forsetafrúin í góðum félagsskap.
Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Upplýsingatækni Samkvæmislífið Jafnréttismál Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Fleiri fréttir Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Sjá meira