Sex höggum frá Evrópumótaröðinni fyrir lokadaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. nóvember 2023 06:21 Haraldur Franklín Magnús þarf að sýna sínar bestu hliðar í dag. Octavio Passos/Getty Images Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina, DP World Tour í karlaflokki síðastliðinn mánudag. Lokadagur úrtökumótsins fer fram í dag og á Haraldur enn möguleika þó vonin sé veik. Haraldur situr ásamt fjórum öðrum kylfingum í 66. sæti úrtökumótsins. Aðeins þeir sem enda í efstu 25 sætunum í úrtökumótinu vinna sér inn þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, en séu fleiri en einn kylfingur jafnir í 25. sæti fá þeir allir sæti á mótaröðinni. Haraldur á því enn nokkuð langt í land til að vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hann lék hring gærdagsins á 71 höggi, eða á pari, og er því samtals á sex höggum undir pari fyrir sjötta og seinasta hringinn. Eins og staðan er þegar þetta er ritað eru sjö kylfingar jafnir í 24. sæti á tólf höggum undir pari og því þarf allt að ganga upp hjá Haraldi í dag ætli hann sér að vinna sér inn þátttökurétt. Haraldur hefur sýnt það í úrtökumótinu að hann getur unnið upp slíkt forskot, en hann lék fyrsta hringinn á 66 höggum. Hann þarf þó að sýna sínar bestu hliðar í dag og vona að aðrir kylfingar eigi kannski ekki sinn besta dag á sama tíma. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Haraldur situr ásamt fjórum öðrum kylfingum í 66. sæti úrtökumótsins. Aðeins þeir sem enda í efstu 25 sætunum í úrtökumótinu vinna sér inn þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, en séu fleiri en einn kylfingur jafnir í 25. sæti fá þeir allir sæti á mótaröðinni. Haraldur á því enn nokkuð langt í land til að vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hann lék hring gærdagsins á 71 höggi, eða á pari, og er því samtals á sex höggum undir pari fyrir sjötta og seinasta hringinn. Eins og staðan er þegar þetta er ritað eru sjö kylfingar jafnir í 24. sæti á tólf höggum undir pari og því þarf allt að ganga upp hjá Haraldi í dag ætli hann sér að vinna sér inn þátttökurétt. Haraldur hefur sýnt það í úrtökumótinu að hann getur unnið upp slíkt forskot, en hann lék fyrsta hringinn á 66 höggum. Hann þarf þó að sýna sínar bestu hliðar í dag og vona að aðrir kylfingar eigi kannski ekki sinn besta dag á sama tíma.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira