Man. City setti nýtt met í tekjum á síðasta rekstrarári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 09:31 Pep Guardiola með Meistaradeildarbikarinn sem Manchester City vann í fyrsta sinn síðasta vor. Getty/Visionhaus Rekstur Englandsmeistaraliðs Manchester City gengur frábærlega þessa dagana og það sést vel í uppgjörinu á síðasta fjárhagsári. City setti nefnilega nýtt met í tekjum í ensku úrvalsdeildinni á rekstrarárinu 2022-23. Tekjur City á árinu voru 712,8 milljónir punda eða 126,3 milljarðar íslenskra króna. Aldrei áður hefur lið í deildinni aflað meira á einu fjárhagsári. Þetta er meira en 648,4 milljóna punda tekjur Manchester United fyrir síðasta ár en United setti metið þegar félagið tilkynnti þær tölur á dögunum. Manchester City post Premier League record revenue of £712.8m https://t.co/yi3xUIuF7P— Guardian news (@guardiannews) November 15, 2023 Tekjur Manchester City hækkuðu um 99,8 milljónir punda, 17,7 milljarða króna, á milli ára. Þetta er þó ekki met í evrópska fótboltanum en Barcelona skilaði 861,43 milljónum punda í heildartekjum árið 2019. Það eru þó einhverjar kenningar um að sú tala standist ekki skoðun en hún stendur þó í uppgjöri félagsins. Hagnaður City á árinu var 80,4 milljónir punda sem er mikil bæting á besta ári félagsins frá því í fyrra þegar félagið hagnaðist um 41,7 milljónir punda. City fékk mun meiri sjónvarpstekjur en árið á undan og er það til komið vegna mikillar velgengi félagsins innan vallar. City vann þrennuna á síðasta tímabili og var fyrsta enska félagið til að ná því síðan Manchester United á 1998-98 tímabilinu. Launakostnaður City jókst reyndar um 70 milljónir punda og var 422,89 milljónir punda. Félagið græddi aftur á móti 121,7 milljónir punda á leikmannasölum. Kaup félagsins fyrir núverandi tímabil, á mönnum eins og Jeremy Doku, Mateo Kovacic, Josko Gvardiol og Matheus Nunes teljast til næsta rekstrarárs. Manchester City's historic success on the pitch has been matched on the balance sheet after the #PremierLeague club announced record revenue and profits in their annual report for the 2022/23 season. pic.twitter.com/Hw4DKXejnx— The National Sport (@NatSportUAE) November 15, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
City setti nefnilega nýtt met í tekjum í ensku úrvalsdeildinni á rekstrarárinu 2022-23. Tekjur City á árinu voru 712,8 milljónir punda eða 126,3 milljarðar íslenskra króna. Aldrei áður hefur lið í deildinni aflað meira á einu fjárhagsári. Þetta er meira en 648,4 milljóna punda tekjur Manchester United fyrir síðasta ár en United setti metið þegar félagið tilkynnti þær tölur á dögunum. Manchester City post Premier League record revenue of £712.8m https://t.co/yi3xUIuF7P— Guardian news (@guardiannews) November 15, 2023 Tekjur Manchester City hækkuðu um 99,8 milljónir punda, 17,7 milljarða króna, á milli ára. Þetta er þó ekki met í evrópska fótboltanum en Barcelona skilaði 861,43 milljónum punda í heildartekjum árið 2019. Það eru þó einhverjar kenningar um að sú tala standist ekki skoðun en hún stendur þó í uppgjöri félagsins. Hagnaður City á árinu var 80,4 milljónir punda sem er mikil bæting á besta ári félagsins frá því í fyrra þegar félagið hagnaðist um 41,7 milljónir punda. City fékk mun meiri sjónvarpstekjur en árið á undan og er það til komið vegna mikillar velgengi félagsins innan vallar. City vann þrennuna á síðasta tímabili og var fyrsta enska félagið til að ná því síðan Manchester United á 1998-98 tímabilinu. Launakostnaður City jókst reyndar um 70 milljónir punda og var 422,89 milljónir punda. Félagið græddi aftur á móti 121,7 milljónir punda á leikmannasölum. Kaup félagsins fyrir núverandi tímabil, á mönnum eins og Jeremy Doku, Mateo Kovacic, Josko Gvardiol og Matheus Nunes teljast til næsta rekstrarárs. Manchester City's historic success on the pitch has been matched on the balance sheet after the #PremierLeague club announced record revenue and profits in their annual report for the 2022/23 season. pic.twitter.com/Hw4DKXejnx— The National Sport (@NatSportUAE) November 15, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira