Menning

Nefndi verk um sjálfs­blekkingu og græðgi 2008 fyrir hálfri öld

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ragnheiður Jónsdóttir segist alla tíð hafa verið þakklát fyrir það að hafa fengið alast upp hjá gömlu fólki.
Ragnheiður Jónsdóttir segist alla tíð hafa verið þakklát fyrir það að hafa fengið alast upp hjá gömlu fólki. Vísir/Vilhelm

„Á fyrstu sýningunni minni árið 1976 þá skíri ég þessar myndir 2008 - 2010, fyrir tæpum fimmtíu árum. Myndirnar eru dökkar, sjálfsblekkingin er mikil og þær heita nákvæmlega eftir árinu sem hrunið er,“ segir grafíkerinn og kolamálarinn Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni:

„Þegar ég sýndi í Norræna húsinu þá héngu þessar myndir í röð og Lýðforingjarnir við hliðina á,“ segir Ragnheiður, en verk hennar Lýðforingjar er einnig ádeiluverk.

„Fullorðin kona kom til mín og sagði veistu það bara hríslaðist kalt vatn eftir bakinu á mér við að horfa á þessar myndir, mér líður bara illa.“

Sjálfsblekkingarsería

Ragnheiður stendur fyrir sýningunni Kosmos/Kaos á Listasafni Árnesinga. Á sýningunni má meðal annars finna fjögur verk saman á vegg sem öll búa yfir svipuðu andrúmslofti og má sjá glugga og rúllugardínu.

„Á fyrstu mynd líturðu út um gluggann og þér veitir ekkert af að fara að taka til í eigin ranni en þú bara dregur rúllugardínuna niður. Á henni er gervisól og þú bara þykist ekki sjá þetta. 

Á næstu mynd er búið að brjóta gluggann og henda einhverri drullu inn í hann en þú skiptir þér ekki af því. Á þriðju þá treðurðu tusku í brotið og þykist enn ekki sjá þetta. 

Svo þegar við komum að fjórðu myndinni þá neyðistu til að opna augun því þá er óhugnaðurinn kominn inn um gluggann til þín og gervisólin er orðin heldur betur myrk.“

Mynd úr rúllugardínuseríunni.Ragnheiður Jónsdóttir

Furðuleg tilviljun

Ragnheiður er óhrædd við að segja sínar skoðanir og vera gagnrýnin í listsköpun sinni. Aðspurð hvort hún hafi upplifað mikla græðgi í samfélaginu á sínum tíma svarar hún:

„Ekki laust við það. Og þannig er það nú enn.“

Hún segir ansi merkilegt að hugsa til þess hvað hún ákvað að skíra rúllugardínuseríuna.

„Á fyrstu sýningunni minni 1976 þá skíri ég þessar rúllugardínumyndir 2008 - 2010, fyrir tæpum fimmtíu árum. Myndirnar eru dökkar, sjálfsblekkingin er mikil og þær heita nákvæmlega eftir árinu sem hrunið er. Þetta er alveg furðulegt.“


Tengdar fréttir

„Ég er ekkert að slæpast“

„Ég er algjör fréttafíkill, ég hlusta á hvern einasta fréttatíma,“ segir hin 90 ára Ragnheiður Jónsdóttir, grafíker og kolamálari, sem stendur fyrir sýningunni Kosmos/Kaos á Listasafni Árnesinga. Ragnheiður er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Konurnar voru bara eins og eitt af húsgögnunum

„Ég hef gert myndirnar fyrst og haft áhyggjurnar á eftir. Þegar ég opnaði mína fyrstu sýningu árið 1976 hafði ég áhyggjur af því að ég yrði bara rökkuð niður,“ segir grafíkerinn og kolateiknarinn Ragnheiður Jónsdóttir, sem er gagnrýnin og óhrædd við að segja sína skoðun í listsköpun sinni. Ragnheiður er viðmælandi í Kúnst.

Vildi klæðast ruslinu sínu

„Ég myndi segja að leikgleði einkenni listsköpun mína og hún er mjög litrík og umhverfisvæn,“ segir vöruhönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley, sem finnur notagildi í nánast öllu í kringum sig og fer vistvænar leiðir í sinni listsköpun. Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst.

Hlær bara að hrútskýringum

Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.