Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2023 21:17 Sveinn Andri vill meina að nú sé hryðjuverkamálið tafið enn frekar vegna „algjörar þvælu“. Vísir/Hulda Margrét Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. „Ég vill meina að við höfum fært góð rök fyrir því að dómarinn sé alls ekki vanhæfur. Enda er verið teygja úr hans orðum með því að túlka þau sem svo að hann sé með einhverjum hætti að tjá sig efnislega um málið,“ segir Sveinn og heldur því fram að það þurfi einungis „almennan lesskilning“ til að átta sig á því. „En Landsréttur hefur ákveðið að láta saksóknara njóta vafans. Vegna lítils háttar blæbrigða í einhverjum skilningi á orðum dómarans mætti mögulega og hugsanlega túlka þau sem einhvers konar skoðun hans á málinu.“ Sveinn segist hafa mótmælt meintu vanhæfi þar sem hann treysti umræddum dómara og að hann teldi hann hæfan. Aðspurður um hvaða áhrif ákvörðun Landsréttar muni hafa á málið segir Sveinn Andri það ekki gott að segja. Líklega muni hún þó tefja málið enn frekar. „Nú er málið allt saman í uppnámi varðandi tímafaktorinn. Það eru ákveðin álitaefni sem á enn eftir að leysa úr áður en aðalmeðferðin getur hafist. Þannig það er enn verið að tefja málið út af algjörri þvælu, sem átti aldrei að bera á borð,“ segir hann og bætir við að ákvörðunin bæti óvissu í málið sem sé ekki góð fyrir sakborningana. Dómari í utandeild en saksóknari í ensku Þá vill Sveinn Andri meina að Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, hafi sýnt fram á vanhæfi sitt í málinu. Hann bendir á að í íslenskum sakamálum þurfi bæði dómari og saksóknari að vera hlutlausir í sinni vinnu. Hann telur Karl ekki hafa verið það. Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt vinnubrögð hins opinbera í hryðjuverkamálinu, en hann hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að rannsókn lögreglunnar í málinu. Um Karl Inga segir Sveinn: „Það ætti að vera búið að henda honum úr málinu tuttugu sinnum út af brotum hans á hlutleysisreglum. Ef dómari málsins er leikmaður í íslensku utandeildarliði þegar kemur að vanhæfi, þá er saksóknari úrvalsdeildinni ensku. Hann ber höfuð og herðar yfir dómarann þegar kemur að vanhæfi og hlutdrægni.“ Sveinn Andri segir koma til skoðunar að krefjast þess að saksóknari víki sæti. Hann er á þeirri skoðun að sakamálið sem höfðað sé gegn sakborningunum tveimur sé „mission í því að bjarga andliti ríkislögreglustjóra“ sem Sveinn telur að hafi farið með offorsi í málinu. Fréttastofa náði tali af Karli Inga fyrr í kvöld og spurði hvort hann væri ánægður með úrskurð Landsréttar. „Ég er ekkert sérstaklega ánægður, frekar en óánægður. Við erum bara að fara eftir ákveðnum leikreglum. Svona er ferill málsins.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég vill meina að við höfum fært góð rök fyrir því að dómarinn sé alls ekki vanhæfur. Enda er verið teygja úr hans orðum með því að túlka þau sem svo að hann sé með einhverjum hætti að tjá sig efnislega um málið,“ segir Sveinn og heldur því fram að það þurfi einungis „almennan lesskilning“ til að átta sig á því. „En Landsréttur hefur ákveðið að láta saksóknara njóta vafans. Vegna lítils háttar blæbrigða í einhverjum skilningi á orðum dómarans mætti mögulega og hugsanlega túlka þau sem einhvers konar skoðun hans á málinu.“ Sveinn segist hafa mótmælt meintu vanhæfi þar sem hann treysti umræddum dómara og að hann teldi hann hæfan. Aðspurður um hvaða áhrif ákvörðun Landsréttar muni hafa á málið segir Sveinn Andri það ekki gott að segja. Líklega muni hún þó tefja málið enn frekar. „Nú er málið allt saman í uppnámi varðandi tímafaktorinn. Það eru ákveðin álitaefni sem á enn eftir að leysa úr áður en aðalmeðferðin getur hafist. Þannig það er enn verið að tefja málið út af algjörri þvælu, sem átti aldrei að bera á borð,“ segir hann og bætir við að ákvörðunin bæti óvissu í málið sem sé ekki góð fyrir sakborningana. Dómari í utandeild en saksóknari í ensku Þá vill Sveinn Andri meina að Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, hafi sýnt fram á vanhæfi sitt í málinu. Hann bendir á að í íslenskum sakamálum þurfi bæði dómari og saksóknari að vera hlutlausir í sinni vinnu. Hann telur Karl ekki hafa verið það. Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt vinnubrögð hins opinbera í hryðjuverkamálinu, en hann hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að rannsókn lögreglunnar í málinu. Um Karl Inga segir Sveinn: „Það ætti að vera búið að henda honum úr málinu tuttugu sinnum út af brotum hans á hlutleysisreglum. Ef dómari málsins er leikmaður í íslensku utandeildarliði þegar kemur að vanhæfi, þá er saksóknari úrvalsdeildinni ensku. Hann ber höfuð og herðar yfir dómarann þegar kemur að vanhæfi og hlutdrægni.“ Sveinn Andri segir koma til skoðunar að krefjast þess að saksóknari víki sæti. Hann er á þeirri skoðun að sakamálið sem höfðað sé gegn sakborningunum tveimur sé „mission í því að bjarga andliti ríkislögreglustjóra“ sem Sveinn telur að hafi farið með offorsi í málinu. Fréttastofa náði tali af Karli Inga fyrr í kvöld og spurði hvort hann væri ánægður með úrskurð Landsréttar. „Ég er ekkert sérstaklega ánægður, frekar en óánægður. Við erum bara að fara eftir ákveðnum leikreglum. Svona er ferill málsins.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00