Arteta kærður fyrir skammarræðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 06:01 Mikel Arteta fór mikinn á umræddum blaðamannafundi og fær ekki að komast upp með það. Getty/Nigel French Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir 1-0 tap Arsenal á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Arteta var mjög ósáttur með það að sigurmark Newcastle hafi fengið að standa eftir að myndbandsdómararnir skoðuðu þrjár mismunandi ástæður fyrir því að dæma markið af. Anthony Gordon skoraði markið en þetta er eitt umdeildasta mark sem hefur verið skorað í langan tíma. Það stóð samt eftir langa og ítarlega skoðun. FA statement: Mikel Arteta has been charged with a breach of FA Rule E3.1 . It happens following comments that he made in media interviews after Arsenal s Premier League game against Newcastle United on Saturday 4 November . pic.twitter.com/xIKvmkQRHP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 16, 2023 Arteta kallaði niðurstöðu VAR vandræðalega og hreina skömm en dómararnir í VAR-herberginu fundu ekki óyggjandi sannanir fyrir því að dæma markið af þrátt fyrir að boltinn virtist fara út af vellinum í aðdragandanum, markaskorarinn gat mögulega verið rangstæður og ýtt var á bak varnarmanns Arsenal í markteignum. Arteta fær tíma þar til á þriðjudaginn til að svara ákærunni. Hann stóð fast á sínu í framhaldinu og Arsenal kom síðan með tilkynningu þar sem félagið stóð að baki knattspyrnustjóra sínum og lýsti því einnig yfir að dómgæslan hafi verið óásættanleg og að leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ættu betra skilið. Howard Webb, yfirmaður dómaramála, hefur komið fram og lýst því yfir að myndbandsdómararnir hafi komist að réttri niðurstöðu í öllum þessum þremur umdeildu atriðum. Tapið á móti Newcastle var það fyrsta á tímabilinu hjá Arsenal liðinu. Liðið er nú í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni en þó bara einu stigi á eftir toppliði Manchester City. BREAKING: Mikel Arteta has been charged with misconduct following comments he made in post-match interviews after Arsenal s Premier League game defeat to Newcastle United. pic.twitter.com/eukb97vhM0— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 16, 2023 Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Arteta var mjög ósáttur með það að sigurmark Newcastle hafi fengið að standa eftir að myndbandsdómararnir skoðuðu þrjár mismunandi ástæður fyrir því að dæma markið af. Anthony Gordon skoraði markið en þetta er eitt umdeildasta mark sem hefur verið skorað í langan tíma. Það stóð samt eftir langa og ítarlega skoðun. FA statement: Mikel Arteta has been charged with a breach of FA Rule E3.1 . It happens following comments that he made in media interviews after Arsenal s Premier League game against Newcastle United on Saturday 4 November . pic.twitter.com/xIKvmkQRHP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 16, 2023 Arteta kallaði niðurstöðu VAR vandræðalega og hreina skömm en dómararnir í VAR-herberginu fundu ekki óyggjandi sannanir fyrir því að dæma markið af þrátt fyrir að boltinn virtist fara út af vellinum í aðdragandanum, markaskorarinn gat mögulega verið rangstæður og ýtt var á bak varnarmanns Arsenal í markteignum. Arteta fær tíma þar til á þriðjudaginn til að svara ákærunni. Hann stóð fast á sínu í framhaldinu og Arsenal kom síðan með tilkynningu þar sem félagið stóð að baki knattspyrnustjóra sínum og lýsti því einnig yfir að dómgæslan hafi verið óásættanleg og að leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ættu betra skilið. Howard Webb, yfirmaður dómaramála, hefur komið fram og lýst því yfir að myndbandsdómararnir hafi komist að réttri niðurstöðu í öllum þessum þremur umdeildu atriðum. Tapið á móti Newcastle var það fyrsta á tímabilinu hjá Arsenal liðinu. Liðið er nú í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni en þó bara einu stigi á eftir toppliði Manchester City. BREAKING: Mikel Arteta has been charged with misconduct following comments he made in post-match interviews after Arsenal s Premier League game defeat to Newcastle United. pic.twitter.com/eukb97vhM0— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 16, 2023
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira