Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2023 11:23 Friðrik hefur ekki tjáð sig um málið. EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti. Bæði hafa þvertekið fyrir að nokkuð hafi átt sér stað á milli þeirra. Slúðurblöð á Spáni hafa hins vegar ekki hætt að fjalla um málið og hafa nú birt myndir af þeim Friðriki og Genovevu saman. Eins og fram hefur komið hafa spænskir miðlar haldið því fram að Friðrik og Genoveva hafi farið saman á listasafn í Madríd. Þau hafi þar eytt nótt saman. Á sama tíma hafa danskir miðlar greint frá því að María krónprinsessa hafi á sama tíma verið í New York. Þetta hafi verið í lok október fyrir mánuði síðan. Ferð Maríu hafi verið formleg og tilkynnt sem slík en ekki ferðalag Friðriks. Spænska slúðurblaðið Lecturas hefur fullyrt að þau Friðrik og Genoveva hafi hvort um sig mætt í íbúðarhúsnæði þar sem hún býr í sitthvoru lagi um kvöldmatarleyti. Þau hafi síðan yfirgefið húsið saman og hafi þá verið búin að skipta um föt. Nú hafa birst myndir af prinsinum þar sem má sjá hann á gangi í bláum jakka og brúnum buxum. Fullyrða spænsku blöðin að þar sé prinsinn á ferðinni, á leið heim til Genovevu. Á annarri mynd má sjá hann með Genovevu í öðrum fötum og segja spænsku blöðin þetta vera sama kvöldið. Genoveva hefur sjálf sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hún hafnar staðhæfingum um að hún eigi í sambandi við Friðrik. Þá gagnrýnir hún fréttaflutning spænskra slúðurmiðla og segir hann skaðlegan, auk þess sem hann brengli raunveruleikann. Friðrik og María hafa verið gift í nítján ár. Þau kynntust í heimalandi Maríu í Ástralíu árið 2000 og vakti ráðahagurinn heimsathygli á sínum tíma. Pictures that rocked Danish royalty: Crown Prince Frederik of Denmark and Mexican socialite Genoveva Casanova's night out in Madrid without his wife Princess Mary https://t.co/hfwMbl4oVt pic.twitter.com/3lxw6VBQ3u— Daily Mail Online (@MailOnline) November 14, 2023 Kóngafólk Danmörk Spánn Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira
Bæði hafa þvertekið fyrir að nokkuð hafi átt sér stað á milli þeirra. Slúðurblöð á Spáni hafa hins vegar ekki hætt að fjalla um málið og hafa nú birt myndir af þeim Friðriki og Genovevu saman. Eins og fram hefur komið hafa spænskir miðlar haldið því fram að Friðrik og Genoveva hafi farið saman á listasafn í Madríd. Þau hafi þar eytt nótt saman. Á sama tíma hafa danskir miðlar greint frá því að María krónprinsessa hafi á sama tíma verið í New York. Þetta hafi verið í lok október fyrir mánuði síðan. Ferð Maríu hafi verið formleg og tilkynnt sem slík en ekki ferðalag Friðriks. Spænska slúðurblaðið Lecturas hefur fullyrt að þau Friðrik og Genoveva hafi hvort um sig mætt í íbúðarhúsnæði þar sem hún býr í sitthvoru lagi um kvöldmatarleyti. Þau hafi síðan yfirgefið húsið saman og hafi þá verið búin að skipta um föt. Nú hafa birst myndir af prinsinum þar sem má sjá hann á gangi í bláum jakka og brúnum buxum. Fullyrða spænsku blöðin að þar sé prinsinn á ferðinni, á leið heim til Genovevu. Á annarri mynd má sjá hann með Genovevu í öðrum fötum og segja spænsku blöðin þetta vera sama kvöldið. Genoveva hefur sjálf sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hún hafnar staðhæfingum um að hún eigi í sambandi við Friðrik. Þá gagnrýnir hún fréttaflutning spænskra slúðurmiðla og segir hann skaðlegan, auk þess sem hann brengli raunveruleikann. Friðrik og María hafa verið gift í nítján ár. Þau kynntust í heimalandi Maríu í Ástralíu árið 2000 og vakti ráðahagurinn heimsathygli á sínum tíma. Pictures that rocked Danish royalty: Crown Prince Frederik of Denmark and Mexican socialite Genoveva Casanova's night out in Madrid without his wife Princess Mary https://t.co/hfwMbl4oVt pic.twitter.com/3lxw6VBQ3u— Daily Mail Online (@MailOnline) November 14, 2023
Kóngafólk Danmörk Spánn Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Sjá meira