Dusty með frábæra endurkomu í úrslitaleiknum Snorri Már Vagnsson skrifar 19. nóvember 2023 23:10 NOCCO Dusty sigruðu íslensku forkeppnina fyrir BLAST-mótið. Rafíþróttasamband Íslands Úrslitakvöld forkeppni BLAST-mótsins fór fram í dag. Í undanúrslitum spiluðu NOCCO Dusty gegn Þór og Saga lék gegn Young Prodigies. Þórsarar héldu vel í við Dusty-menn í viðureign liðanna tveggja en Þór fundu þó ekki sigur í neinum leik. Og Dusty sigruðu 2-0. Leikirnir fóru 13-11 og 13-7. Young Prodigies sigruðu fyrsta leikinn gegn Sögu en Saga svöruðu fljótt fyrir sig og sigruðu leik 2. Báðir voru sigrarnir með þó nokkrum yfirburðum en í síðasta leiknum var jafnara í spilum. Á endanum stóðu Saga-menn með sigurinn eftir spennandi leik sem endaði 13-11. Saga og Dusty mættust því í úrslitum og tóku Saga fyrsta leikinn 13-11. Dusty fundu þó takt sinn á ný og sigruðu hina tvo leikina, og var sstaðan 13-9 og 13-7 í þeim. Dusty sigra því íslensku forkeppni BLAST-mótsins og fá því miða í undankeppnina fyrir BLAST-mótið. Rafíþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti
Þórsarar héldu vel í við Dusty-menn í viðureign liðanna tveggja en Þór fundu þó ekki sigur í neinum leik. Og Dusty sigruðu 2-0. Leikirnir fóru 13-11 og 13-7. Young Prodigies sigruðu fyrsta leikinn gegn Sögu en Saga svöruðu fljótt fyrir sig og sigruðu leik 2. Báðir voru sigrarnir með þó nokkrum yfirburðum en í síðasta leiknum var jafnara í spilum. Á endanum stóðu Saga-menn með sigurinn eftir spennandi leik sem endaði 13-11. Saga og Dusty mættust því í úrslitum og tóku Saga fyrsta leikinn 13-11. Dusty fundu þó takt sinn á ný og sigruðu hina tvo leikina, og var sstaðan 13-9 og 13-7 í þeim. Dusty sigra því íslensku forkeppni BLAST-mótsins og fá því miða í undankeppnina fyrir BLAST-mótið.
Rafíþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti