Lífið

Fjöl­skyldan í Kaup­manna­höfn stækkar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fjölskyldan er búsett í Valby í Danmörku.
Fjölskyldan er búsett í Valby í Danmörku. Ari Bragi

Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kára­son og unnusta hans Dórót­hea Jó­hann­es­dótt­ir eiga von á sínu öðru barni. Parið tilkynnti gleðifregnirnar í sameiginlegri færslu á Instagram. 

„Fjöl­skyld­an stækk­ar“ er yfirskriftin á færslunni. Þar má sjá fallega mynd af fjölskyldunni með sónarmynd í hönd. En fyrir eiga þau eina stúlku, Ellen Ingu þriggja ára.

Fjölskyldan er búsett í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í Valby, þar sem Ari Bragi starfar sem trompetleikari  með fremstu jazz­tón­list­ar­mönn­um Dan­merk­ur. Dóróthea starfar sem svæðis­sölu­stjóri fyr­ir danska hönn­un­ar­fyr­ir­tækinu Design Letters. 

Parið flutti til Danmerkur í ágúst 2021 í leit að nýjum og spennandi verkefnum og hafa nú komið sér vel fyrir í borginni og festu meðal annars kaup á raðhúsi. 

Dórót­hea og Ari Bragi eru bæði þekkt innan íslenska frjálsíþróttaheimsins og eiga bæði glæstan feril að baki.  Þess má geta að þau urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2019 í 100 metra hlaupi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.