Brot Everton og Man. City vera eins og að vera tekinn með eða án radarvara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 08:00 Erling Haaland fagnar marki með Manchester City í leik á móti Everton. Getty/Daniel Chesterton Tíu stig voru tekin af Everton á dögunum vegna brota félagsins á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Við þetta voru menn fljótir að benda á bæði Manchester City og Chelsea og spá enn verri refsingum fyrir þau. Það er verið að rannsaka möguleg brot Chelsea í tíma Roman Abramovich eftir að nýir eigendur félagsins vöktu athygli á þeim þegar þeir fóru yfir fjárhagsmál félagsins við yfirtökuna. Manchester City hefur síðan fengið á sig 115 ákærur vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Gabriele Marcotti hjá ESPN fer yfir þessi mál í pistli á síðunni og vekur þar athygli á því að það sé ekki hægt að bera saman brot Everton og Manchester City. Manchester City á hafa brotið rekstrarreglurnar á árunum 2012 til 2019. Miðað við umfang þess þá er hætt við því að refsing félagsins gæti orðið mjög róttæk. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að City yrði dæmt niður um deild. „Það er freistandi að álykta sem svo að ef Everton fái tíu stiga refsingu fyrir eitt brot þá ætti að taka 1150 stig af Manchester City fyrir þeirra 115 brot. Það myndi þó aldrei ganga upp af því að kærurnar eru mjög ólíkar og þetta voru allt aðrar kringumstæður hjá félögunum tveimur,“ skrifaði Gabriele Marcotti. Everton var dæmt fyrir brot á reglum um hámarkstap yfir þrjú tímabil. Tapið mátti ekki fara yfir 105 milljónir punda á þremur árum en samkvæmt upplýsingum ensku úrvalsdeildarinnar þá var tap Everton 124,5 miljónir. Everton hefur áfrýjað dómnum og eru menn þar á bæ líka mjög ósáttir með hversu refsingin er jörð. Marcotti segir að það sé engin grunur um það að Everton hafi reynt að svindla eða fela eitthvað. Manchester City er aftur á móti ákært fyrir það að gefa ekki upp sanna og rétta mynd af fjárhagsstöðu sinni. Þetta gerðu þeir með því að gefa ekki upp allar greiðslur í samningum leikmanna og stjóra. Þá er City menn sakaðir um að vera ósamvinnuþýðir í samskiptum sínum við rannsakendur ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég get ekki séð hvernig þú getir borið þessar ákærur Everton og Manchester City saman. Everton eyddi allt of miklu, tók óþarfa og heimska áhættu. Þeir settu það inn í fjárhagsáætlun að þeir myndu ná sjötta sætinu en enduðu svo í því sextánda,“ skrifar Marcotti. „City er aftur á móti sakað um að svindl. Þar á ferðinni voru hlutirnir á allt öðru stigi en hjá Everton. Þar voru voru ekki mistök á ferðinni sem voru gerð í góðri trú,“ skrifar Marcotti. „Þetta er eins og munurinn á því að vera tekinn fyrir hraðakstur eða vera tekinn fyrir hraðakstur eftir að hafa sett upp radarsvara í bílnum sem leyfði þér að að keyra of hratt án þess að vera tekinn af lögreglunni,“ skrifar Marcotti.Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Það er verið að rannsaka möguleg brot Chelsea í tíma Roman Abramovich eftir að nýir eigendur félagsins vöktu athygli á þeim þegar þeir fóru yfir fjárhagsmál félagsins við yfirtökuna. Manchester City hefur síðan fengið á sig 115 ákærur vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Gabriele Marcotti hjá ESPN fer yfir þessi mál í pistli á síðunni og vekur þar athygli á því að það sé ekki hægt að bera saman brot Everton og Manchester City. Manchester City á hafa brotið rekstrarreglurnar á árunum 2012 til 2019. Miðað við umfang þess þá er hætt við því að refsing félagsins gæti orðið mjög róttæk. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að City yrði dæmt niður um deild. „Það er freistandi að álykta sem svo að ef Everton fái tíu stiga refsingu fyrir eitt brot þá ætti að taka 1150 stig af Manchester City fyrir þeirra 115 brot. Það myndi þó aldrei ganga upp af því að kærurnar eru mjög ólíkar og þetta voru allt aðrar kringumstæður hjá félögunum tveimur,“ skrifaði Gabriele Marcotti. Everton var dæmt fyrir brot á reglum um hámarkstap yfir þrjú tímabil. Tapið mátti ekki fara yfir 105 milljónir punda á þremur árum en samkvæmt upplýsingum ensku úrvalsdeildarinnar þá var tap Everton 124,5 miljónir. Everton hefur áfrýjað dómnum og eru menn þar á bæ líka mjög ósáttir með hversu refsingin er jörð. Marcotti segir að það sé engin grunur um það að Everton hafi reynt að svindla eða fela eitthvað. Manchester City er aftur á móti ákært fyrir það að gefa ekki upp sanna og rétta mynd af fjárhagsstöðu sinni. Þetta gerðu þeir með því að gefa ekki upp allar greiðslur í samningum leikmanna og stjóra. Þá er City menn sakaðir um að vera ósamvinnuþýðir í samskiptum sínum við rannsakendur ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég get ekki séð hvernig þú getir borið þessar ákærur Everton og Manchester City saman. Everton eyddi allt of miklu, tók óþarfa og heimska áhættu. Þeir settu það inn í fjárhagsáætlun að þeir myndu ná sjötta sætinu en enduðu svo í því sextánda,“ skrifar Marcotti. „City er aftur á móti sakað um að svindl. Þar á ferðinni voru hlutirnir á allt öðru stigi en hjá Everton. Þar voru voru ekki mistök á ferðinni sem voru gerð í góðri trú,“ skrifar Marcotti. „Þetta er eins og munurinn á því að vera tekinn fyrir hraðakstur eða vera tekinn fyrir hraðakstur eftir að hafa sett upp radarsvara í bílnum sem leyfði þér að að keyra of hratt án þess að vera tekinn af lögreglunni,“ skrifar Marcotti.Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira