Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Karl Lúðvíksson skrifar 21. nóvember 2023 08:58 Rjúpnaveiðum líkur í dag Mynd úr safni Síðasti dagur til rjúpnaveiða er í dag 21. nóvember en það verður að teljast heldur ólíklegt að nokkur skytta fari til fjalla miðað við veðurspá dagsins. Gular viðvaranir, rok og rigning er matseðill veðurguðana í dag og af þeim sökum harla ólíklegt að nokkur haldi til fjalla. Síðustu tvær helgar hafa heldur fáir verið á vinsælum svæðum en það rekja flestir líklega til þess að langflestar rjúpnaskyttur eru komnar með í jólamatinn og hættir að fara á fjöll. Almennt er það orð milli þeirra sem hafa margra ára reynslu af rjúpnaveiðum að meira hafi verið af fugli heldur en síðustu ár. Eins er mikil ánægja með að fara aftur í það fyrirkomulag að veiða allann daginn í stað bara frá hádegis en það fyrirkomulag þótti langt því frá skynsamlegt. Veiðin þetta tímabilið hófst líka fyrr eða 20. október og mæltist það vel fyrir. Það er líklega von flestra sem stunda rjúpnaveiðar að þetta fyrirkomulag haldi á næsta ári en það yrði líklega vel þegið að fá meiri fyrirvara um hvernig tímabilið 2024 verður heldur en á þessu ári svo það sé hægt að undirbúa ferðirnar vel. Veiðivísir vonar að allir hafi náð sínum jólarjúpum og fram að jólum munum við gauka að ykkur nokkrum góðum ráðum til að elda þessa frábæru villibráð. Skotveiði Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði
Gular viðvaranir, rok og rigning er matseðill veðurguðana í dag og af þeim sökum harla ólíklegt að nokkur haldi til fjalla. Síðustu tvær helgar hafa heldur fáir verið á vinsælum svæðum en það rekja flestir líklega til þess að langflestar rjúpnaskyttur eru komnar með í jólamatinn og hættir að fara á fjöll. Almennt er það orð milli þeirra sem hafa margra ára reynslu af rjúpnaveiðum að meira hafi verið af fugli heldur en síðustu ár. Eins er mikil ánægja með að fara aftur í það fyrirkomulag að veiða allann daginn í stað bara frá hádegis en það fyrirkomulag þótti langt því frá skynsamlegt. Veiðin þetta tímabilið hófst líka fyrr eða 20. október og mæltist það vel fyrir. Það er líklega von flestra sem stunda rjúpnaveiðar að þetta fyrirkomulag haldi á næsta ári en það yrði líklega vel þegið að fá meiri fyrirvara um hvernig tímabilið 2024 verður heldur en á þessu ári svo það sé hægt að undirbúa ferðirnar vel. Veiðivísir vonar að allir hafi náð sínum jólarjúpum og fram að jólum munum við gauka að ykkur nokkrum góðum ráðum til að elda þessa frábæru villibráð.
Skotveiði Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði