Leiðir skilja hjá Þórdísi Elvu og Víði Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 14:42 Þórdís Elva Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og baráttukona, fer einhleyp inn í jólavertíðina. Nýlega skildu leiðir hennar og eiginmanns hennar, Víðis Guðmundssonar leikara. Víðir greinir frá sambandsslitunum á Facebook. Þórdís talaði opinberlega um að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum fyrir um tveimur árum. Í lok desember 2021 skrifaði Þórdís pistil á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að hjónaband hennar og Víðis væri fyrir bí í kjölfar álags og kulnunar, svo fátt eitt væri nefnt. „Að eignast fyrirbura, auk tvíbura, eykur líkurnar á skilnaði um heil 43%. Bætið við það heimsfaraldri, kulnun, að búa ein í landi langt í burtu frá vinum og fjölskyldu sem geta hjálpað, með aukinni streitu vegna tveggja dauðsfalla í fjölskyldunni - og jafnvel sterkustu samböndin hrynja,“ segir í færslunni. Hjónin leituðu til hjónabandsráðgjafa sem hafði litla trú á sambandinu. Hann sagði það eina sem þau ættu eftir að gera væri að ákveða hvernig þau myndu segja börnunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Thordis Elva (@thordiselva) Þeim tókst með mikilli vinnu að koma sambandinu aftur í góðan farveg. Þá þakkaði Þórdís Elva Víði fyrir að ganga í gegnum eldinn með sér, eld sem hefði orðið að ösku sem þau gátu risið saman úr. Tveimur árum síðar er loginn sloknaður. Þórdís Elva og Víðir eiga saman þrjú börn, unglingsdreng og tvíbura. Fyrir á Víðir tvær dætur. Þau Þórdís og Víðir hafa meðal annars sett fjölskyldubílinn á sölu á þessum tímamótum, á sannkallaðri brunaútsölu eins og Þórdís kemst að orði. Þórdís Elva hefur verið afar virk á samfélagsmiðlum undanfarin misseri og leyft fylgjendum sínum á Instagram, sem telja um átján þúsund, að fylgjast með fjölskyldulífi sínu. Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Þórdís talaði opinberlega um að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum fyrir um tveimur árum. Í lok desember 2021 skrifaði Þórdís pistil á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að hjónaband hennar og Víðis væri fyrir bí í kjölfar álags og kulnunar, svo fátt eitt væri nefnt. „Að eignast fyrirbura, auk tvíbura, eykur líkurnar á skilnaði um heil 43%. Bætið við það heimsfaraldri, kulnun, að búa ein í landi langt í burtu frá vinum og fjölskyldu sem geta hjálpað, með aukinni streitu vegna tveggja dauðsfalla í fjölskyldunni - og jafnvel sterkustu samböndin hrynja,“ segir í færslunni. Hjónin leituðu til hjónabandsráðgjafa sem hafði litla trú á sambandinu. Hann sagði það eina sem þau ættu eftir að gera væri að ákveða hvernig þau myndu segja börnunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Thordis Elva (@thordiselva) Þeim tókst með mikilli vinnu að koma sambandinu aftur í góðan farveg. Þá þakkaði Þórdís Elva Víði fyrir að ganga í gegnum eldinn með sér, eld sem hefði orðið að ösku sem þau gátu risið saman úr. Tveimur árum síðar er loginn sloknaður. Þórdís Elva og Víðir eiga saman þrjú börn, unglingsdreng og tvíbura. Fyrir á Víðir tvær dætur. Þau Þórdís og Víðir hafa meðal annars sett fjölskyldubílinn á sölu á þessum tímamótum, á sannkallaðri brunaútsölu eins og Þórdís kemst að orði. Þórdís Elva hefur verið afar virk á samfélagsmiðlum undanfarin misseri og leyft fylgjendum sínum á Instagram, sem telja um átján þúsund, að fylgjast með fjölskyldulífi sínu.
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35