Þeim fækkar sem nota rafhlaupahjól undir áhrifum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:43 Um helmingur Íslendinga hefur prófað að nota rafhlaupahjól. Vísir/Vilhelm Um 22,4 prósent Íslendinga hafa notað rafhlaupahjól undir áhrifum síðustu sex mánuði. Af 18 til 24 ára aldurshópi er hlutfallið hærra, eða um 27 prósent. Þeim fækkar þó á milli ára Rúmur helmingur Íslendinga, eða 51,4 prósent, hafa prófað rafhlaupahjól. Af þeim hafa 22,4 prósent notað þau undir áhrifum áfengis síðustu sex mánuði. Þetta kemur fram í nýjum niðurstöðum könnunar Samgöngustofu á aksturshegðun Íslendinga. Um er að ræða fækkun þeirra sem hafa notað þau undir áhrifum en í fyrra var hlutfallið 29,2 prósent. Það er 23 prósent fækkun á milli ára. Ef litið er til heildarinnar eru það alls 11,5 prósent sem hafa prófað slík hjól undir áhrifum áfengis síðustu sex mánuði. Í fyrra, samkvæmt tilkynningu Samgöngustofu, voru það 14,6 prósent. Um fjórðungur yngsta aldurshópsins viðurkennir að hafa notað hlaupahjól undir áhrifum síðustu sex mánuði. Vísir/Vilhelm Í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára hafa um 94 prósent prófað rafhlaupahjól. Af þeim hafa 29 prósent notað þau undir áhrifum áfengis á síðustu 6 mánuðum. Það er töluverð lækkun því hlutfallið var 37 prósent í fyrra. Það þýðir að 27,2 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 24 ára hafa prófað að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis á síðustu sex mánuðum en sams konar mæling í fyrra sýndi 30,7 prósent. Í könnuninni er einnig spurt hvað fólki finnist um slíka hegðun og segja alls 88,2 prósent að notkun rafhlaupahjóla eða rafvespa undir áhrifum áfengis sé óásættanleg hegðun, þar af segja 71 prósent að hún sé mjög óásættanleg. Vilja áfengismæla og hjálmaskyldu Í tilkynningu Samgöngustofu kemur einnig fram að alls hafi yfir 400 opin svör borist um það hvaða takmarkanir fólk myndi vilja sjá. Þar voru nefnd sem dæm aldurstakmörk, að loka rafhlaupahjólaleigum á kvöldin, að koma á hjólin áfengismælum, að sett yrði hjálmaskylda og að sett yrðu upp sérstök svæði þar sem hjólin eru leið og þeim skilað. Fleira er skoðað í skýrslunni eins og til dæmis farsímanotkun undir stýri en öll slík notkun eykst á milli ára, nema notkun samfélagsmiðla sem minnkað eilítið. Fleiri eiga það til að tala í símann, með og án handfrjáls búnaðar, skrifa og lesa skilaboð, stjórna tónlist, taka myndir og nota netið. Þá kemur fram að þeim fjölgi sérstaklega sem skrifa og lesa skilaboð við akstur en auk þess nota æ fleiri símann til að stilla tónlist. Er það orðin algengasta hegðunin er varðar farsímanotkun undir stýri að undanskildu því að tala í símann með handfrjálsum búnaði. Í tilkynningu Samgöngustofu segir að notkun farsíma undir stýri sé ekki í neinu samræmi við það sem við teljum hættulegt. Til að mynda séu 99 prósent Íslendinga sammála því að hættulegt sé að skoða samfélagsmiðla og nota símann til annarrar netnotkunar undir stýri en hins vegar eiga 23 prósent okkar það til að skoða samfélagsmiðla undir stýri og 21,5 prósent okkar eiga það til að nota hann til annarrar netnotkunar. Að sama skapi telja 97 prósent okkar hættulegt að skrifa skilaboð undir stýri og 95 prósent okkar telja hættulegt að lesa skilaboð undir stýri. Hins vegar eiga tæp 32 prósent okkar það til að skrifa skilaboð undir stýri og rúm 40 prósent okkar eiga það til að lesa skilaboð undir stýri. Í skýrslunni kemur einnig fram að hjálmanotkun á reiðhjóli eykst og hafa aldrei færri sagst sleppa hjálminum alltaf eða alls 10,6 prósent. Þá kemur fram að aksturshraði eykst á milli ára og aka færri á löglegum hraða. Þá fækkað þeim sem segjast hafa ekið eftir að hafa drukkið að minnsta kosti einn drykk en þeim fjölgar sem segjast hafa ekið eftir að hafa drukkið tvo drykki eða fleiri. Rafhlaupahjól Samgöngur Umferðaröryggi Næturlíf Tengdar fréttir Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51 Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00 Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00 Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Rúmur helmingur Íslendinga, eða 51,4 prósent, hafa prófað rafhlaupahjól. Af þeim hafa 22,4 prósent notað þau undir áhrifum áfengis síðustu sex mánuði. Þetta kemur fram í nýjum niðurstöðum könnunar Samgöngustofu á aksturshegðun Íslendinga. Um er að ræða fækkun þeirra sem hafa notað þau undir áhrifum en í fyrra var hlutfallið 29,2 prósent. Það er 23 prósent fækkun á milli ára. Ef litið er til heildarinnar eru það alls 11,5 prósent sem hafa prófað slík hjól undir áhrifum áfengis síðustu sex mánuði. Í fyrra, samkvæmt tilkynningu Samgöngustofu, voru það 14,6 prósent. Um fjórðungur yngsta aldurshópsins viðurkennir að hafa notað hlaupahjól undir áhrifum síðustu sex mánuði. Vísir/Vilhelm Í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára hafa um 94 prósent prófað rafhlaupahjól. Af þeim hafa 29 prósent notað þau undir áhrifum áfengis á síðustu 6 mánuðum. Það er töluverð lækkun því hlutfallið var 37 prósent í fyrra. Það þýðir að 27,2 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 24 ára hafa prófað að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis á síðustu sex mánuðum en sams konar mæling í fyrra sýndi 30,7 prósent. Í könnuninni er einnig spurt hvað fólki finnist um slíka hegðun og segja alls 88,2 prósent að notkun rafhlaupahjóla eða rafvespa undir áhrifum áfengis sé óásættanleg hegðun, þar af segja 71 prósent að hún sé mjög óásættanleg. Vilja áfengismæla og hjálmaskyldu Í tilkynningu Samgöngustofu kemur einnig fram að alls hafi yfir 400 opin svör borist um það hvaða takmarkanir fólk myndi vilja sjá. Þar voru nefnd sem dæm aldurstakmörk, að loka rafhlaupahjólaleigum á kvöldin, að koma á hjólin áfengismælum, að sett yrði hjálmaskylda og að sett yrðu upp sérstök svæði þar sem hjólin eru leið og þeim skilað. Fleira er skoðað í skýrslunni eins og til dæmis farsímanotkun undir stýri en öll slík notkun eykst á milli ára, nema notkun samfélagsmiðla sem minnkað eilítið. Fleiri eiga það til að tala í símann, með og án handfrjáls búnaðar, skrifa og lesa skilaboð, stjórna tónlist, taka myndir og nota netið. Þá kemur fram að þeim fjölgi sérstaklega sem skrifa og lesa skilaboð við akstur en auk þess nota æ fleiri símann til að stilla tónlist. Er það orðin algengasta hegðunin er varðar farsímanotkun undir stýri að undanskildu því að tala í símann með handfrjálsum búnaði. Í tilkynningu Samgöngustofu segir að notkun farsíma undir stýri sé ekki í neinu samræmi við það sem við teljum hættulegt. Til að mynda séu 99 prósent Íslendinga sammála því að hættulegt sé að skoða samfélagsmiðla og nota símann til annarrar netnotkunar undir stýri en hins vegar eiga 23 prósent okkar það til að skoða samfélagsmiðla undir stýri og 21,5 prósent okkar eiga það til að nota hann til annarrar netnotkunar. Að sama skapi telja 97 prósent okkar hættulegt að skrifa skilaboð undir stýri og 95 prósent okkar telja hættulegt að lesa skilaboð undir stýri. Hins vegar eiga tæp 32 prósent okkar það til að skrifa skilaboð undir stýri og rúm 40 prósent okkar eiga það til að lesa skilaboð undir stýri. Í skýrslunni kemur einnig fram að hjálmanotkun á reiðhjóli eykst og hafa aldrei færri sagst sleppa hjálminum alltaf eða alls 10,6 prósent. Þá kemur fram að aksturshraði eykst á milli ára og aka færri á löglegum hraða. Þá fækkað þeim sem segjast hafa ekið eftir að hafa drukkið að minnsta kosti einn drykk en þeim fjölgar sem segjast hafa ekið eftir að hafa drukkið tvo drykki eða fleiri.
Rafhlaupahjól Samgöngur Umferðaröryggi Næturlíf Tengdar fréttir Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51 Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00 Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00 Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. 1. nóvember 2023 12:51
Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. 1. nóvember 2023 07:00
Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. 31. október 2023 21:00
Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. 31. október 2023 07:00