Ganverskur þingmaður bað Maguire afsökunar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2023 16:00 Harry Maguire hefur endurheimt sæti sitt í byrjunarliði Manchester United. getty/Robbie Jay Barratt Harry Maguire, leikmaður Manchester United og enska fótboltalandsliðsins, hefur samþykkt afsökunarbeiðni frá þingmanni í Gana sem henti gaman að honum. Í fyrra líkti þingmaðurinn Isaac Adongo efnahagsstefnu varaforseta Gana, Mahamudu Bawumia, við frammistöðu Maguires inni á vellinum. Adongo virðist hafa fengið smá samviskubit yfir orðum sínum því hann bað Maguire afsökunar í ræðu á ganverska þinginu. Adongo sagði meðal annars að Maguire væri lykilmaður hjá United. Ghanaian MP Isaac Adongo has apologised to Harry Maguire after using the defender to mock a political rival last year... pic.twitter.com/psopJ5lnOY— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 23, 2023 Maguire fékk veður af afsökunarbeiðninni og skrifaði færslu á Twitter þar sem hann sagðist samþykkja hana. Hann sagðist jafnframt vonast til að sjá Adongo á Old Trafford innan tíðar. MP Issac Adongo apology accepted . See you at Old Trafford soon — Harry Maguire (@HarryMaguire93) November 22, 2023 Adongo hélt samt áfram að gagnrýna Bawumia og sagði að hann væri núna staddur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum með söfnunarbauk í hendi. Eftir að hafa misst fyrirliðabandið og ekki verið í byrjunarliði United í upphafi tímabilsins hefur Maguire sótt í sig veðrið að undanförnu. Hann hefur spilað ellefu leiki fyrir United í öllum keppnum í vetur og skorað eitt mark. Næsti leikur United er gegn Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Enski boltinn Gana Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Í fyrra líkti þingmaðurinn Isaac Adongo efnahagsstefnu varaforseta Gana, Mahamudu Bawumia, við frammistöðu Maguires inni á vellinum. Adongo virðist hafa fengið smá samviskubit yfir orðum sínum því hann bað Maguire afsökunar í ræðu á ganverska þinginu. Adongo sagði meðal annars að Maguire væri lykilmaður hjá United. Ghanaian MP Isaac Adongo has apologised to Harry Maguire after using the defender to mock a political rival last year... pic.twitter.com/psopJ5lnOY— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 23, 2023 Maguire fékk veður af afsökunarbeiðninni og skrifaði færslu á Twitter þar sem hann sagðist samþykkja hana. Hann sagðist jafnframt vonast til að sjá Adongo á Old Trafford innan tíðar. MP Issac Adongo apology accepted . See you at Old Trafford soon — Harry Maguire (@HarryMaguire93) November 22, 2023 Adongo hélt samt áfram að gagnrýna Bawumia og sagði að hann væri núna staddur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum með söfnunarbauk í hendi. Eftir að hafa misst fyrirliðabandið og ekki verið í byrjunarliði United í upphafi tímabilsins hefur Maguire sótt í sig veðrið að undanförnu. Hann hefur spilað ellefu leiki fyrir United í öllum keppnum í vetur og skorað eitt mark. Næsti leikur United er gegn Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Enski boltinn Gana Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira