Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að tilkynning hafi borist slökkviliðinu í Reading á tólfta tímanum í dag um eld í húsi í byggingu. Af myndskeiðinu, sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum, að dæma virðist maður sem vinnur að byggingu hússins hafa fest á þaki þess. Myndskeiðið má sjá hér að neðan:
Fire in Reading. Rescue of trapped person. pic.twitter.com/DAivXldypy
— Chris Lauder (@ChrLauder) November 23, 2023
Haft er eftir slökkviliðinu í Reading að ríflega fimmtíu slökkviliðsmenn hafi ráðið niðurlögum eldsins og að tveir hafi verið fluttir á sjúkrahús. Þeir hafi andað að sér reyk en séu ekki alvarlega slasaðir.