„Vildi ekki að amma heyrði af mér í erótískri mynd“ Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2023 08:51 Valdimar er fær gítarleikari og einnig mikill skíðamaður. Ásta Magnúsdóttir Valdimar Flygenring, tónlistarmaður og leikari, segist aldrei hafa átt séns þegar kom að áfengi sem tók yfir líf hans í áraraðir. Valdimar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist hafa þurft að fara mjög djúpt til þess að finna loksins leiðina út. Valdimar segist hafa verið alinn upp í alkohólisma og að það hafi verið sterkt í báðum ættum. „Alveg frá því að ég drakk í fyrsta skipti þrettán til fjórtán ára gamall, þá var alveg ljóst að ég gat ekki drukkið. En ég man enn þann dag í dag þegar ég drakk í fyrsta skipti. Ég þambaði vodkaflösku og ég man að í blissinu sem kom að ég hugsaði: „Af hverju eru ekki allir alltaf fullir?”. Drykkjan hjá mér var svolítið brennd þessu marki. Ég vildi bara komast sem fyrst í þetta algleymisástand og var svo bara áfengisdauður mjög fljótt. Svo komst ég í hassið þegar ég var orðinn sautján til átján ára og þá tók það tímabil við alveg af fullum krafti. Ég var svo skiptinemi í Mið-Ameríku í heilt ár og þar hélt þetta áfram. Ég drakk og reykti eins mikið og ég komst upp með. Ferðaðist á puttanum Hann segist hafa ferðast á puttanum frá Kosta-Ríka í gegnum Gvatemala, Hondúras og svo Mexíkó og alla leið upp til New York. Hann hafi svo haldið þessu líferni áfram eftir að hann útskrifaðist sem leikari. „Svo þegar ég útskrifaðist, þá fékk ég strax stór hlutverk í sýningum sem voru mjög vinsælar og sýndar nánast á hverju kvöldi. Það varð strax þannig að um leið og sýningin var búin fór ég bara á barinn og drakk mig dauðan. Ég var farinn að flýta mér að drekka mig dauðan, þannig að ég myndi allavega sofna. Svo vaknaði ég kannski um miðjan dag daginn eftir og fór í kalda sturtu og bað til guðs einlæglega að ef ég kæmist í gegnum næstu sýningu án þess að verða mér til skammar, þá myndi ég hætta að drekka. En svo um leið og sýningin var búin tók djöfullinn við. Þetta er í raun bara skilgreining á því hvað fíkn er. Svo kom ég loksins að þeim punkti að þetta gat ekki haldið áfram. Ég hafði í raun vitað allan tímann að ég ætti ekki séns í þetta, en ég þurfti að fara mjög langt til þess að ná loksins að hætta. Þessi tegund af fíkn kallar á skuggahliðarnar í manni og það gerðist mjög margt á þessum árum sem ég er ekki stoltur af.” Fékk starf sem fyrirsæta í stórri CK auglýsingaherferð Valdimar fór á tímabili til Los Angeles í Bandaríkjum þar sem hann ákvað að reyna fyrir sér. Hann segist fljótlega hafa fengið starf sem fyrirsæta í stórri Calvin Klein auglýsingaherferð. Í kjölfarið hafi hann svo fengið sér umboðsmann og skömmu síðar áheyrnarprufu fyrir kvikmynd. En það var ekki fyrr en hann svo skoðaði handritið allt að hann áttaði sig á því að hann væri að lesa fyrir erótíska kvikmynd. Valdimar segist hafa haft lítinn áhuga á slíku hlutverki, en hugsaði sig þó um áður en hann ákvað sig endanlega: „Það sem endanlega fékk mig til þess að segja nei við þessu hlutverki var tilhugsunin um að íslenskir fjölmiðlar fengju veður af myndinni og myndu fjalla um það. Þar af leiðandi myndi amma mín lesa um ljósblá ævintýri mín í Los Angeles og ég gat ekki hugsað mér það. Þó svo að vissulega hafi það verið ákveðin freisting að fá borgað fyrir þetta hlutverk þá var tilhugsunin um ömmu því yfirsterkari. Maður hefur svona ákveðin prinsipp í lífinu og þetta var eitt af þeim, að láta ekki ömmu sjá mig í ljósblárri mynd,“ segir Valdimar, sem síðar komst þó að því að amma hans hefði líklega bara tekið vel í myndina ef Valdi hefði tekið að sér hlutverkið. „Fljótlega eftir að ég kom heim og heimsótti hana sagði hún mér frá leikriti sem hún hafði sett upp með eldri borgurum í Munaðarnesi. Þegar ég fór að spyrja hana betur út í þetta bætir hún svo alsæl við: „Og heldurðu að ég hafi bara ekki fengið að leika melluna?“ Sleitulaust í tvo áratugi Valdimar vann sem leikari sleitulaust í meira en tvo áratugi, mest í leikhúsum, en svo kom loksins að kaflaskilum. „Ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1986 og var í raun alveg á fullu í tuttugu og þrjú ár eftir það. Maður var stanslaust að, daga, kvöld og helgar í leikhúsinu og svo kom sumarið og þá var maður á kafi í bíómyndum. Eftir að hafa haldið þannig áfram í tuttugu og þrjú ár fór ég að hugsa minn gang. Ég var á þeim tíma að fara í gegnum erfitt tímabil í lífi mínu, var að fara í gegnum skilnað og leika í erfiðu verki sem gekk talsvert nærri mér. Ofan á það var ég líka kominn á milli kynslóða í leikhúsinu, var orðinn elstur af þeim „ungu“ og það vissi eiginlega enginn hvað átti að láta mann gera.” Staðarhaldari í veiðiám Valdimar hefur undanfarin ár unnið sem staðahaldari í veiðiám og einnig farið með ferðamenn um landið. Hann segist njóta sín í botn í þessum störfum og hann segist kunna best við sig úti í náttúrunni. „Það er virkilega gaman að kynnast fólki úr öllum heimshornum sem er jafnólíkt og það er margt. Ég hef eignast vini um allan heim í gegnum þetta starf. Einn daginn er maður með vinkonuhóp frá Indlandi og þann næsta er maður orðinn einkavinur einhverra forstjóra hjá Goldman Sachs sem ferðast um á Falcon einkaþotu og er eitthvað að fíflast í þeim. Þegar fólk kemur til að skoða Ísland er það komið úr sínu daglega hlutverki og í burtu frá því sem það þekkir. Það er ekki það sama að vera á sínum heimavelli eða vera mættur í bílinn hjá Valda,” segir Valdimar, sem segir alltaf jafngaman að sjá fólk verða uppnumið af víðáttunni og náttúrunni á Íslandi. „Við erum auðvitað öll bara bara hluti af þessari náttúru og það sameinar fólk einhvern vegin að vera úti í náttúrunni og vera komið burt frá stórborgunum. Það hefur verið gaman að fylgjast með því hvernig ferðamannaiðnaðurinn hefur vaxið á síðustu árum og hvað margt jákvætt hefur gerst. Við Íslendingar erum í grunninn uppskerufólk, fólkið sem lifði af hérna var fólkið sem gat unnið sólarhringnum saman við að bjarga sér og nú í dag erum við enn með þetta hugarfar. Við erum samblanda af þessu stjórnleysi og svo hálfgerðri minnimáttarkennd.” Hægt er að nálgast viðtalið við Valdimar og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is. Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Tengdar fréttir Skilur núna allt þetta ömmu- og afatal Unnur Steinsson, vörustjóri Lyfju og ein farsælasta sýningarstúlka landsins, situr aldrei auðum höndum en ásamt starfi sínu, áhugamálum og uppeldinu stefnir hún á að opna heimasíðu í ferðaþjónustunni innan skamms. 3. febrúar 2012 15:54 Fann partí innra með sér Valdimar Flygenring leikari hefur orðið flugeldaglaðari með aldrinum en hann segist á árum áður aðallega hafa haldið sína áramótabrennu og flugeldasýningu í hausnum á sér. "Það hefur sem betur fer breyst og í staðinn tek ég þátt í flugeldagríninu af lífi og sál. 29. desember 2004 00:01 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Valdimar segist hafa verið alinn upp í alkohólisma og að það hafi verið sterkt í báðum ættum. „Alveg frá því að ég drakk í fyrsta skipti þrettán til fjórtán ára gamall, þá var alveg ljóst að ég gat ekki drukkið. En ég man enn þann dag í dag þegar ég drakk í fyrsta skipti. Ég þambaði vodkaflösku og ég man að í blissinu sem kom að ég hugsaði: „Af hverju eru ekki allir alltaf fullir?”. Drykkjan hjá mér var svolítið brennd þessu marki. Ég vildi bara komast sem fyrst í þetta algleymisástand og var svo bara áfengisdauður mjög fljótt. Svo komst ég í hassið þegar ég var orðinn sautján til átján ára og þá tók það tímabil við alveg af fullum krafti. Ég var svo skiptinemi í Mið-Ameríku í heilt ár og þar hélt þetta áfram. Ég drakk og reykti eins mikið og ég komst upp með. Ferðaðist á puttanum Hann segist hafa ferðast á puttanum frá Kosta-Ríka í gegnum Gvatemala, Hondúras og svo Mexíkó og alla leið upp til New York. Hann hafi svo haldið þessu líferni áfram eftir að hann útskrifaðist sem leikari. „Svo þegar ég útskrifaðist, þá fékk ég strax stór hlutverk í sýningum sem voru mjög vinsælar og sýndar nánast á hverju kvöldi. Það varð strax þannig að um leið og sýningin var búin fór ég bara á barinn og drakk mig dauðan. Ég var farinn að flýta mér að drekka mig dauðan, þannig að ég myndi allavega sofna. Svo vaknaði ég kannski um miðjan dag daginn eftir og fór í kalda sturtu og bað til guðs einlæglega að ef ég kæmist í gegnum næstu sýningu án þess að verða mér til skammar, þá myndi ég hætta að drekka. En svo um leið og sýningin var búin tók djöfullinn við. Þetta er í raun bara skilgreining á því hvað fíkn er. Svo kom ég loksins að þeim punkti að þetta gat ekki haldið áfram. Ég hafði í raun vitað allan tímann að ég ætti ekki séns í þetta, en ég þurfti að fara mjög langt til þess að ná loksins að hætta. Þessi tegund af fíkn kallar á skuggahliðarnar í manni og það gerðist mjög margt á þessum árum sem ég er ekki stoltur af.” Fékk starf sem fyrirsæta í stórri CK auglýsingaherferð Valdimar fór á tímabili til Los Angeles í Bandaríkjum þar sem hann ákvað að reyna fyrir sér. Hann segist fljótlega hafa fengið starf sem fyrirsæta í stórri Calvin Klein auglýsingaherferð. Í kjölfarið hafi hann svo fengið sér umboðsmann og skömmu síðar áheyrnarprufu fyrir kvikmynd. En það var ekki fyrr en hann svo skoðaði handritið allt að hann áttaði sig á því að hann væri að lesa fyrir erótíska kvikmynd. Valdimar segist hafa haft lítinn áhuga á slíku hlutverki, en hugsaði sig þó um áður en hann ákvað sig endanlega: „Það sem endanlega fékk mig til þess að segja nei við þessu hlutverki var tilhugsunin um að íslenskir fjölmiðlar fengju veður af myndinni og myndu fjalla um það. Þar af leiðandi myndi amma mín lesa um ljósblá ævintýri mín í Los Angeles og ég gat ekki hugsað mér það. Þó svo að vissulega hafi það verið ákveðin freisting að fá borgað fyrir þetta hlutverk þá var tilhugsunin um ömmu því yfirsterkari. Maður hefur svona ákveðin prinsipp í lífinu og þetta var eitt af þeim, að láta ekki ömmu sjá mig í ljósblárri mynd,“ segir Valdimar, sem síðar komst þó að því að amma hans hefði líklega bara tekið vel í myndina ef Valdi hefði tekið að sér hlutverkið. „Fljótlega eftir að ég kom heim og heimsótti hana sagði hún mér frá leikriti sem hún hafði sett upp með eldri borgurum í Munaðarnesi. Þegar ég fór að spyrja hana betur út í þetta bætir hún svo alsæl við: „Og heldurðu að ég hafi bara ekki fengið að leika melluna?“ Sleitulaust í tvo áratugi Valdimar vann sem leikari sleitulaust í meira en tvo áratugi, mest í leikhúsum, en svo kom loksins að kaflaskilum. „Ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1986 og var í raun alveg á fullu í tuttugu og þrjú ár eftir það. Maður var stanslaust að, daga, kvöld og helgar í leikhúsinu og svo kom sumarið og þá var maður á kafi í bíómyndum. Eftir að hafa haldið þannig áfram í tuttugu og þrjú ár fór ég að hugsa minn gang. Ég var á þeim tíma að fara í gegnum erfitt tímabil í lífi mínu, var að fara í gegnum skilnað og leika í erfiðu verki sem gekk talsvert nærri mér. Ofan á það var ég líka kominn á milli kynslóða í leikhúsinu, var orðinn elstur af þeim „ungu“ og það vissi eiginlega enginn hvað átti að láta mann gera.” Staðarhaldari í veiðiám Valdimar hefur undanfarin ár unnið sem staðahaldari í veiðiám og einnig farið með ferðamenn um landið. Hann segist njóta sín í botn í þessum störfum og hann segist kunna best við sig úti í náttúrunni. „Það er virkilega gaman að kynnast fólki úr öllum heimshornum sem er jafnólíkt og það er margt. Ég hef eignast vini um allan heim í gegnum þetta starf. Einn daginn er maður með vinkonuhóp frá Indlandi og þann næsta er maður orðinn einkavinur einhverra forstjóra hjá Goldman Sachs sem ferðast um á Falcon einkaþotu og er eitthvað að fíflast í þeim. Þegar fólk kemur til að skoða Ísland er það komið úr sínu daglega hlutverki og í burtu frá því sem það þekkir. Það er ekki það sama að vera á sínum heimavelli eða vera mættur í bílinn hjá Valda,” segir Valdimar, sem segir alltaf jafngaman að sjá fólk verða uppnumið af víðáttunni og náttúrunni á Íslandi. „Við erum auðvitað öll bara bara hluti af þessari náttúru og það sameinar fólk einhvern vegin að vera úti í náttúrunni og vera komið burt frá stórborgunum. Það hefur verið gaman að fylgjast með því hvernig ferðamannaiðnaðurinn hefur vaxið á síðustu árum og hvað margt jákvætt hefur gerst. Við Íslendingar erum í grunninn uppskerufólk, fólkið sem lifði af hérna var fólkið sem gat unnið sólarhringnum saman við að bjarga sér og nú í dag erum við enn með þetta hugarfar. Við erum samblanda af þessu stjórnleysi og svo hálfgerðri minnimáttarkennd.” Hægt er að nálgast viðtalið við Valdimar og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is.
Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Tengdar fréttir Skilur núna allt þetta ömmu- og afatal Unnur Steinsson, vörustjóri Lyfju og ein farsælasta sýningarstúlka landsins, situr aldrei auðum höndum en ásamt starfi sínu, áhugamálum og uppeldinu stefnir hún á að opna heimasíðu í ferðaþjónustunni innan skamms. 3. febrúar 2012 15:54 Fann partí innra með sér Valdimar Flygenring leikari hefur orðið flugeldaglaðari með aldrinum en hann segist á árum áður aðallega hafa haldið sína áramótabrennu og flugeldasýningu í hausnum á sér. "Það hefur sem betur fer breyst og í staðinn tek ég þátt í flugeldagríninu af lífi og sál. 29. desember 2004 00:01 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Skilur núna allt þetta ömmu- og afatal Unnur Steinsson, vörustjóri Lyfju og ein farsælasta sýningarstúlka landsins, situr aldrei auðum höndum en ásamt starfi sínu, áhugamálum og uppeldinu stefnir hún á að opna heimasíðu í ferðaþjónustunni innan skamms. 3. febrúar 2012 15:54
Fann partí innra með sér Valdimar Flygenring leikari hefur orðið flugeldaglaðari með aldrinum en hann segist á árum áður aðallega hafa haldið sína áramótabrennu og flugeldasýningu í hausnum á sér. "Það hefur sem betur fer breyst og í staðinn tek ég þátt í flugeldagríninu af lífi og sál. 29. desember 2004 00:01