Smíða eftirlíkingu af skipi sem lagði grunninn að Íslandsbyggð Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2023 11:41 Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður segir mikilvægt að smíða eftirlíkingu að Knörr. Skip af þeirri gerð hafi lagt grunninn að byggð á Íslandi. aðsend Næsta sumar verður hafin smíði á eftirlíkingu af rúmlega þúsund ára Knerri sem fannst í ágætu ástandi í Schleswig-Holstein í Þýskalandi. Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður segir þessa skipagerð grundvöllinn að Íslandsbyggð sem hafi flutt hingað allt frá fólki og búfénaði til fyrstu kirkju landsins. Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður er enginn nýgræðingur íbyggingu víkingaskipa. Hann smíðaði skipið Íslending skömmu fyrir síðustu aldamót og sigldi því ásamt áhöfn frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands, meginlands Kanada og Bandaríkjanna árið 2000 til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Ameríku þúsund árum áður. Hann hefur nú ásamt Ragnari Thorseth, norskum félaga sínum, hafið undirbúning að smíði á Knörr, sem hann segir allt annars konar skip. Knörrinn væri flutningaskip víkinganna og grundvöllurinn að byggð á Íslandi. „þetta er skip sem mest var notað til Íslands og Grænlands. Sem Bjarni Herjólfsson notaði og síðar Leifur Eiríksson til að fara til Ameríku á því. Þetta er nákvæmlega það skip. Þetta er skipið sem útbreiddi kristna trú um norður Atlantshaf og þetta er skipið sem bar fyrstu kirkjuna til Íslands frá Noregi,“ segir Gunnar Marel. Gunnar Marel ásamt fyrrverandi áhafnarmeðlum hans á Íslendingi og aðstandendum um borð í Íslendingu í Víkingaheimum.aðsend Knörrinn hafi því lagt grundvöll að byggð og menningu á Íslandi og víðar. Skipið sem fannst í Hedyby íSchleswig-Holstein árið 1980 hafi verið byggt á bilinu 1006 til 1026. Það hafi nú þegar verið mælt upp og mikilvægt að smíða eftirlíkingu af því fyrir sögu Íslendinga og Norðmanna. „Jómfrúarferðin verður hingað til Íslands og til Grænlands og fljótlega til baka aftur. Síðan vítt og breitt um þetta svæði sem þeir voru mest á og kynna söguna,“ segir skipasmiðurinn og skipstjórinn. Víkingaskipið Íslendingur er nú varðveitt á safninu Víkingaheimar í Reykjanesbæ.Víkingaheimar Byrjað væri að safna efni í skipið en sjálf smíðin hæfist ekki fyrr en seinnipart næsta sumars. Áætlaður kostnaður viðbyggingu skipsins með öllum nútíma öryggisbúnaði væri um 20 milljónir norskra króna, eða um 260 milljónir íslenskra króna. „Þetta er stórmerkilegt fyrir ekki síst Íslendinga. Líka fyrir Grænland og norður Ameríku. Þetta er skipið sem var notað til að fara á til Ameríku í upphafi, til Vínlands, árið 1000,“ segir Gunnar Marel Eggertsson. Þýskaland Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður er enginn nýgræðingur íbyggingu víkingaskipa. Hann smíðaði skipið Íslending skömmu fyrir síðustu aldamót og sigldi því ásamt áhöfn frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands, meginlands Kanada og Bandaríkjanna árið 2000 til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Ameríku þúsund árum áður. Hann hefur nú ásamt Ragnari Thorseth, norskum félaga sínum, hafið undirbúning að smíði á Knörr, sem hann segir allt annars konar skip. Knörrinn væri flutningaskip víkinganna og grundvöllurinn að byggð á Íslandi. „þetta er skip sem mest var notað til Íslands og Grænlands. Sem Bjarni Herjólfsson notaði og síðar Leifur Eiríksson til að fara til Ameríku á því. Þetta er nákvæmlega það skip. Þetta er skipið sem útbreiddi kristna trú um norður Atlantshaf og þetta er skipið sem bar fyrstu kirkjuna til Íslands frá Noregi,“ segir Gunnar Marel. Gunnar Marel ásamt fyrrverandi áhafnarmeðlum hans á Íslendingi og aðstandendum um borð í Íslendingu í Víkingaheimum.aðsend Knörrinn hafi því lagt grundvöll að byggð og menningu á Íslandi og víðar. Skipið sem fannst í Hedyby íSchleswig-Holstein árið 1980 hafi verið byggt á bilinu 1006 til 1026. Það hafi nú þegar verið mælt upp og mikilvægt að smíða eftirlíkingu af því fyrir sögu Íslendinga og Norðmanna. „Jómfrúarferðin verður hingað til Íslands og til Grænlands og fljótlega til baka aftur. Síðan vítt og breitt um þetta svæði sem þeir voru mest á og kynna söguna,“ segir skipasmiðurinn og skipstjórinn. Víkingaskipið Íslendingur er nú varðveitt á safninu Víkingaheimar í Reykjanesbæ.Víkingaheimar Byrjað væri að safna efni í skipið en sjálf smíðin hæfist ekki fyrr en seinnipart næsta sumars. Áætlaður kostnaður viðbyggingu skipsins með öllum nútíma öryggisbúnaði væri um 20 milljónir norskra króna, eða um 260 milljónir íslenskra króna. „Þetta er stórmerkilegt fyrir ekki síst Íslendinga. Líka fyrir Grænland og norður Ameríku. Þetta er skipið sem var notað til að fara á til Ameríku í upphafi, til Vínlands, árið 1000,“ segir Gunnar Marel Eggertsson.
Þýskaland Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira