„Læknirinn hafði sjaldan séð eins illa farin brjóst“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2023 11:23 Eva Ruza Miljevic gekkst nýverið undir brjóstaminnkunaraðgerð. Óhætt er að segja að gleðigosinn og glamúrdrottningin Evu Ruza Miljevic komi til dyranna eins og hún er klædd sem er eflaust ástæða þess að hún er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins. Um þessar mundir deilir Eva með fylgjendum sínum, reynslu sinni af brjóstaminnkunaraðgerð sem hún gekkst nýverið undir. „Ég fór í sílíkon aðgerð eftir að tvíburarnir okkar fæddust. Ég var svo að segja flatbrjósta áður en ég varð ófrísk en brjóstin á mér eyðilögðust á meðgöngunni. Þau slitnuðu svakalega en við fórum í gegnum mikið tæknisæðingarferli við gerð barnanna og svo komu þau tvö í einu. Það fór því allt í klessu við inntöku á óteljandi hormónalyfjum og síðan tveimur börnum um borð.“ Eins og köttur væri búinn að klóra brjóstin til blóðs Krakkarnir sem eru í dag komnir á táningsaldur, þau Stankó og Marína fæddust árið 2009 en tveimur árum síðar fór Eva í aðgerðina. Hún segir markmiðið aldrei hafa verið að fá stór brjóst heldur einfaldlega láta laga þau. Eva Ruza hefur skemmt víða um heim sem veislustjóri hér er hún glæsileg á árshátíð í Prag.aðsend „Ég vaknaði einn morguninn og leið eins og köttur væri búinn að klóra brjóstin á mér til blóðs. Eftir brjóstagjöfina urðu þau svo eins og tveir hangandi pokar lengst niður á maga og á einhverjum tímapunkti var ég að beygja mig niður og áttaði mig á að annað brjóstið hafði lekið upp úr íþróttatoppinum. Sonur minn sat þá á gólfinu og danglaði í brjóstið og sagði „ding ding“ hljóð. Ég var orðin svo tilfinningalaus í brjóstunum að ég fann ekkert fyrir því. Þá hugsaði ég: Nei hingað og ekki lengra. Læknirinn sagðist sjaldan hafa sé eins illa farin brjóst.“ Eva segist ekki sjá eftir því að hafa farið í aðgerðina á sínum tíma. „Ástæða þess að ég lét taka púðana úr mér á þessum tímapunkti var hversu þreytt ég var orðin á að hafa þá. Eftir aðgerðina fannst mér brjóstin mín líka alltaf of stór.“ Eva Ruza segist gera sér grein fyrir athyglinni sem nýju brjóstin munu vekja.aðsend Rofinn púði Ár er nú síðan Eva pantaði tíma hjá Kristjáni Skúla í Klínikinni og mætti stuttu síðar til hans í viðtal. Síðastliðið sumar tók hún svo endanlega ákvörðun og lét verða af aðgerðinni. „Ég lét sem sé fjarlægja púðana, lyfta brjóstunum og fitufæra til þess að fylla upp í. Þá er fita tekin úr líkamanum, í mínu tilfelli lærunum og sett í brjóstin til að fá mýktina. Ég viðurkenni alveg að ég var smá stressuð að þau yrðu aftur hangandi tepokar en Kristján sannfærði mig um að þetta myndi koma vel út með tilkomu fitufærslunnar. Með því sögðu á sá maður skilið sérstakt hrós fyrir góða nærveru.“ Í aðgerðinni kom í ljós að annar púðinn var rofinn en til allrar lukku var hann ekki byrjaður að leka. „Ég fann ekki fyrir neinum einkennum og hafði ekki hugmynd um það fyrir fram að hann væri rofinn. Læknirinn tilkynnti mér það bara eftir aðgerðina.“ Eva Ruza fer áfram með jákvætt hugarfar bæði í gegnum bataferlið sem og í lífinu sjálfu.aðsend Spurð hvernig bataferlið hafi gengið segist Eva keyra sig áfram á jákvæðni. „Ég ákvað strax í upphafi að þetta yrði ekkert mál, hvað gæti svo sem klikkað?“ Segir Eva og hlær. „Vissulega féllu nokkur tár á degi tvö af vanlíðan því vissulega er þetta inngrip en ég er með ferlega góðar hjúkkur á heimilinu, eiginmann og börn sem stjana við mig, eina á ég það inni hjá þeim. Ég hef tekið því frekar rólega en verið þeim mun öflugri í að skipa Sigga fyrir verkum.“ Eva viðurkennir að hún sé aum víða um líkamann en ekkert sem sé óyfirstíganlegt. „Nú er dagur fimm og ég er spennt að losna við umbúðirnar sem fá að fara seinna í dag. Svo verður gott að losna við drenið. Í heildina er þetta ekki búið að vera neitt mál. Mér fannst mun erfiðara að jafna mig eftir sílíkon aðgerðina en þessa hér. Það er margt verra en líðan mín akkúrat núna. Þetta gengur yfir, svo geri ég mér líka fullkomlega grein fyrir því að mögulega munu allir stara á barminn á mér næst þegar ég fer á svið að skemmta,“ segir Eva í glettnum tón. Talskona þess að gera það sem lætur manni líða vel Hún segir ástæðu þess að fylgjendur sínir fái að fylgjast grannt með stöðu mála ekki vera flókna. „Ég er fyrir það fyrsta ófeimin og finnst aldrei neitt vera vandræðalegt en ég hugsaði líka með mér að það væru pottþétt konur þarna úti sem væru í sambærilegum sporum og ég. Það er oft svo gott að geta fylgst með einhverjum sem er opin að ræða málin. Mun betra, að mínu mati en að lesa þræði á Facebook. Ég smellti því bara í spjall á Instagram og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Ég hef varla haft undan að svara spurningum frá forvitnum konum sem vilja vita allt frá A til Ö. Og ég svara þeim glöð. Með þessu sögðu er ég engin talskona þess að konur með sílíkon eigi að losa sig við það. Ég er bara talskona þess að gera það sem lætur manni líða vel.“ Lýtalækningar Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir Eva Ruza trónir á toppi áhrifavalda Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur og blaðamaður á K100, trónir á toppi lista yfir tekjuhæstu áhrifavalda landsins árið 2022. Hún hreppir toppsætið af kírópraktornum geðuga, Gumma Kíró. 18. ágúst 2023 15:30 Eva Ruza: „Hann hefur farið vel með hjartað mitt“ „Sumarið leggst alltaf vel í þessa gellu. Ég spennist öll upp á vorin yfir því að geta afklætt mig aðeins og gengið um á sandölum. Ég held að ég gleymi því alltaf smá að ég bý á Íslandi og ég er ekkert að fara að labba hálfber um bæinn,“ segir Eva Ruza í viðtali við Makamál. 6. júní 2021 11:03 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Ég fór í sílíkon aðgerð eftir að tvíburarnir okkar fæddust. Ég var svo að segja flatbrjósta áður en ég varð ófrísk en brjóstin á mér eyðilögðust á meðgöngunni. Þau slitnuðu svakalega en við fórum í gegnum mikið tæknisæðingarferli við gerð barnanna og svo komu þau tvö í einu. Það fór því allt í klessu við inntöku á óteljandi hormónalyfjum og síðan tveimur börnum um borð.“ Eins og köttur væri búinn að klóra brjóstin til blóðs Krakkarnir sem eru í dag komnir á táningsaldur, þau Stankó og Marína fæddust árið 2009 en tveimur árum síðar fór Eva í aðgerðina. Hún segir markmiðið aldrei hafa verið að fá stór brjóst heldur einfaldlega láta laga þau. Eva Ruza hefur skemmt víða um heim sem veislustjóri hér er hún glæsileg á árshátíð í Prag.aðsend „Ég vaknaði einn morguninn og leið eins og köttur væri búinn að klóra brjóstin á mér til blóðs. Eftir brjóstagjöfina urðu þau svo eins og tveir hangandi pokar lengst niður á maga og á einhverjum tímapunkti var ég að beygja mig niður og áttaði mig á að annað brjóstið hafði lekið upp úr íþróttatoppinum. Sonur minn sat þá á gólfinu og danglaði í brjóstið og sagði „ding ding“ hljóð. Ég var orðin svo tilfinningalaus í brjóstunum að ég fann ekkert fyrir því. Þá hugsaði ég: Nei hingað og ekki lengra. Læknirinn sagðist sjaldan hafa sé eins illa farin brjóst.“ Eva segist ekki sjá eftir því að hafa farið í aðgerðina á sínum tíma. „Ástæða þess að ég lét taka púðana úr mér á þessum tímapunkti var hversu þreytt ég var orðin á að hafa þá. Eftir aðgerðina fannst mér brjóstin mín líka alltaf of stór.“ Eva Ruza segist gera sér grein fyrir athyglinni sem nýju brjóstin munu vekja.aðsend Rofinn púði Ár er nú síðan Eva pantaði tíma hjá Kristjáni Skúla í Klínikinni og mætti stuttu síðar til hans í viðtal. Síðastliðið sumar tók hún svo endanlega ákvörðun og lét verða af aðgerðinni. „Ég lét sem sé fjarlægja púðana, lyfta brjóstunum og fitufæra til þess að fylla upp í. Þá er fita tekin úr líkamanum, í mínu tilfelli lærunum og sett í brjóstin til að fá mýktina. Ég viðurkenni alveg að ég var smá stressuð að þau yrðu aftur hangandi tepokar en Kristján sannfærði mig um að þetta myndi koma vel út með tilkomu fitufærslunnar. Með því sögðu á sá maður skilið sérstakt hrós fyrir góða nærveru.“ Í aðgerðinni kom í ljós að annar púðinn var rofinn en til allrar lukku var hann ekki byrjaður að leka. „Ég fann ekki fyrir neinum einkennum og hafði ekki hugmynd um það fyrir fram að hann væri rofinn. Læknirinn tilkynnti mér það bara eftir aðgerðina.“ Eva Ruza fer áfram með jákvætt hugarfar bæði í gegnum bataferlið sem og í lífinu sjálfu.aðsend Spurð hvernig bataferlið hafi gengið segist Eva keyra sig áfram á jákvæðni. „Ég ákvað strax í upphafi að þetta yrði ekkert mál, hvað gæti svo sem klikkað?“ Segir Eva og hlær. „Vissulega féllu nokkur tár á degi tvö af vanlíðan því vissulega er þetta inngrip en ég er með ferlega góðar hjúkkur á heimilinu, eiginmann og börn sem stjana við mig, eina á ég það inni hjá þeim. Ég hef tekið því frekar rólega en verið þeim mun öflugri í að skipa Sigga fyrir verkum.“ Eva viðurkennir að hún sé aum víða um líkamann en ekkert sem sé óyfirstíganlegt. „Nú er dagur fimm og ég er spennt að losna við umbúðirnar sem fá að fara seinna í dag. Svo verður gott að losna við drenið. Í heildina er þetta ekki búið að vera neitt mál. Mér fannst mun erfiðara að jafna mig eftir sílíkon aðgerðina en þessa hér. Það er margt verra en líðan mín akkúrat núna. Þetta gengur yfir, svo geri ég mér líka fullkomlega grein fyrir því að mögulega munu allir stara á barminn á mér næst þegar ég fer á svið að skemmta,“ segir Eva í glettnum tón. Talskona þess að gera það sem lætur manni líða vel Hún segir ástæðu þess að fylgjendur sínir fái að fylgjast grannt með stöðu mála ekki vera flókna. „Ég er fyrir það fyrsta ófeimin og finnst aldrei neitt vera vandræðalegt en ég hugsaði líka með mér að það væru pottþétt konur þarna úti sem væru í sambærilegum sporum og ég. Það er oft svo gott að geta fylgst með einhverjum sem er opin að ræða málin. Mun betra, að mínu mati en að lesa þræði á Facebook. Ég smellti því bara í spjall á Instagram og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Ég hef varla haft undan að svara spurningum frá forvitnum konum sem vilja vita allt frá A til Ö. Og ég svara þeim glöð. Með þessu sögðu er ég engin talskona þess að konur með sílíkon eigi að losa sig við það. Ég er bara talskona þess að gera það sem lætur manni líða vel.“
Lýtalækningar Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir Eva Ruza trónir á toppi áhrifavalda Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur og blaðamaður á K100, trónir á toppi lista yfir tekjuhæstu áhrifavalda landsins árið 2022. Hún hreppir toppsætið af kírópraktornum geðuga, Gumma Kíró. 18. ágúst 2023 15:30 Eva Ruza: „Hann hefur farið vel með hjartað mitt“ „Sumarið leggst alltaf vel í þessa gellu. Ég spennist öll upp á vorin yfir því að geta afklætt mig aðeins og gengið um á sandölum. Ég held að ég gleymi því alltaf smá að ég bý á Íslandi og ég er ekkert að fara að labba hálfber um bæinn,“ segir Eva Ruza í viðtali við Makamál. 6. júní 2021 11:03 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Eva Ruza trónir á toppi áhrifavalda Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur og blaðamaður á K100, trónir á toppi lista yfir tekjuhæstu áhrifavalda landsins árið 2022. Hún hreppir toppsætið af kírópraktornum geðuga, Gumma Kíró. 18. ágúst 2023 15:30
Eva Ruza: „Hann hefur farið vel með hjartað mitt“ „Sumarið leggst alltaf vel í þessa gellu. Ég spennist öll upp á vorin yfir því að geta afklætt mig aðeins og gengið um á sandölum. Ég held að ég gleymi því alltaf smá að ég bý á Íslandi og ég er ekkert að fara að labba hálfber um bæinn,“ segir Eva Ruza í viðtali við Makamál. 6. júní 2021 11:03