Heppni að ekki fór verr Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 21:53 Örn Úlfar segir það heppni að ekki hafi farið verr. vísir Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á. Atvikið átti sér stað við biðskyldubeygju af Njarðargötu og yfir á Hringbraut. „Ég er þarna á miðri götunni þegar ég sé að bíllinn er ekkert að hægja ferðina, gefur frekar í,“ segir Örn Úlfar í samtali við Vísi. Hvorki höfuðljós hans né fram og afturljós hjólsins gerðu bílstjóranum viðvart. Hann tekur fram að myrkur og lélegt skyggni bættu ekki úr skák í þessari aðstöðu. „Ég stíg niður og næ nokkurn veginn að komast upp hinu megin, en hann klessir aftan á dekkið og hjólið kastast til. Ef ég hefði ekki verið að fylgjast með hefði hann klesst beint á mig, var ekkert að fylgjast með.“ segir Örn Úlfar sem tók ekki eftir bílnúmeri leigubílsins sem keyrði rakeliðis í burtu í austurátt. Það hefði ekki mátt vera tæpara en Örn Úlfar sem var á leið úr vinnu slapp vel, aðeins með nokkrar skrámur og mar. Hjólið þarfnast hins vegar viðgerðar. „Það er verkefni morgundagsins,“ segir Örn. Verkefni morgundagsins er að kaupa nýtt dekk. „Það er um að gera að hvetja ökumenn til að horfa til beggja hliða, þessi leigubílstjóri hefur verið að horfa til vesturs og aðeins verið að pæla í bílunum sem komu þaðan. En það er greinilega aldrei nóg af ljósum á hjólunum.“ „Ég fer þarna um tvisvar á dag og ég hef séð slysin næstum því verða, þegar menn eru ekki að horfa. Nú þarf ég bara að kaupa mér nýja gjörð, þetta er skakkagjörðarhátíð,“ segir Örn Úlfar að lokum. Hann er búinn að senda lögreglu ábendingu um atvikið. Samgönguslys Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað við biðskyldubeygju af Njarðargötu og yfir á Hringbraut. „Ég er þarna á miðri götunni þegar ég sé að bíllinn er ekkert að hægja ferðina, gefur frekar í,“ segir Örn Úlfar í samtali við Vísi. Hvorki höfuðljós hans né fram og afturljós hjólsins gerðu bílstjóranum viðvart. Hann tekur fram að myrkur og lélegt skyggni bættu ekki úr skák í þessari aðstöðu. „Ég stíg niður og næ nokkurn veginn að komast upp hinu megin, en hann klessir aftan á dekkið og hjólið kastast til. Ef ég hefði ekki verið að fylgjast með hefði hann klesst beint á mig, var ekkert að fylgjast með.“ segir Örn Úlfar sem tók ekki eftir bílnúmeri leigubílsins sem keyrði rakeliðis í burtu í austurátt. Það hefði ekki mátt vera tæpara en Örn Úlfar sem var á leið úr vinnu slapp vel, aðeins með nokkrar skrámur og mar. Hjólið þarfnast hins vegar viðgerðar. „Það er verkefni morgundagsins,“ segir Örn. Verkefni morgundagsins er að kaupa nýtt dekk. „Það er um að gera að hvetja ökumenn til að horfa til beggja hliða, þessi leigubílstjóri hefur verið að horfa til vesturs og aðeins verið að pæla í bílunum sem komu þaðan. En það er greinilega aldrei nóg af ljósum á hjólunum.“ „Ég fer þarna um tvisvar á dag og ég hef séð slysin næstum því verða, þegar menn eru ekki að horfa. Nú þarf ég bara að kaupa mér nýja gjörð, þetta er skakkagjörðarhátíð,“ segir Örn Úlfar að lokum. Hann er búinn að senda lögreglu ábendingu um atvikið.
Samgönguslys Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira