Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 13:07 Þorgerður María vonar að uppljóstrun um að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi ætlað að nýta loftslagsráðstefnuna Cop28 til að selja meiri olíu muni leiða til þess að þau taki sig á. Vísir/Vilhelm Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. Loftslagsráðstefnan Cop28 fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að þessu sinni. Rástefnan hefst á fimmtudag, 30. nóvember og varir til 12. desember. Meðal umræðuefna er ný skýrsla Global Stocktake um hvernig ríki heims hafa staðið sig í loftslagsaðgerðum. Þá er líklegt að líffræðilegur fjölbreytileiki og mikilvægi hans í loftslagsaðgerðum muni taka nokkuð pláss. „Það var hins vegar að gerast að það láku gögn um það að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi ætlað að nýta Cop til að selja meiri olíu. Það eru ekki góðar fréttir og gæti haft þau áhrif að traustið minnki og það stirðni í samningaviðræður eða, af því að furstadæmunum virðist vera frekar annt um ímynd sína, að þau finni sig enn meira knúin að standa sig vel og gangi lengra í samningunum,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Krefjast að stjórnvöld fylgi eftir loforðum Landvernd hefur, ásamt Náttúruverndarsamtökum Íslands og Ungum umhverfissinnum sent kröfur á íslensk stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum í tilefni ráðstefnunnar. Kröfurnar eru tvíþættar: Annars vegar að farið verði að vísindalegri ráðgjöf og hins vegar að stjórnvöld tryggi réttlát umskipti í alþjóðlegu samhengi. „Það er auðviðta mjög margt sem íslensk stjórnvöld gætu gert betur innanlands í loftslagsmálum en þessar kröfur snúa kannski helst að því hvaða skuldbindingum þau segja frá,“ segir Þorgerður. Nefnir hún að íslensk stjórnvöld tali reglubundið um að draga úr losun um 55 prósent fyrir árið 2030, miðað við árið 2005, en að öllum líkindum verði hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja um 41 prósent. „Þá erum við mjög langt á eftir markmiðum ef það er staðreynd,“ segir Þorgerður. Leggjast gegn bókhaldsbrellum og grænþvotti Stjórnvöld verði jafnframt að leggjast gegn hvers kyns bókhaldsbrellum, sem hún segir stórt vandamál. „Þar á meðal eru öll þess verkefni sem eru að draga úr kolefni úr andrúmsloftinu. Það er ekki eitthvað sem getur komið í staðin fyrir samdrátt í losun. Þetta verða að vera tvö markmið: Annars vegar að draga úr losun og hins vegar að binda. Það má ekki nota bindinguna sem frádrátt frá losuninni,“ segir Þorgerður. „Það eru í raun þessar bókhaldsbrellur sem við erum að benda á að megi ekki vera notaðar. Annars er það bara grænþvottur.“ Eins þurfi að tryggja réttlát umskipti í alþjóðlegu samhengi. Það þurfi til dæmis að gera með því að aðstoða fátækari ríki við að aðlagast loftslagsbreytingum þar sem Vesturlönd beri, í sögulegu samhengi, mesta ábyrgð á þeirri losun sem orðið hefur. Kröfur Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Ungra umhverfissinna Fari að vísindalegri ráðgjöf Samtökin telja að Ísland verði að taka sig verulega á til að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við hlutdeild sína í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja, Íslands og Noregs. Hlutdeild Íslands verður að öllum líkindum 41% fyrir árið 2030 miðað við árið 2005 en Evrópusambandsríkin skulu draga úr losun um 55% á sama tímabili. Samdráttur um 41% fyrir 2030 er nauðsynlegt framlag Íslands til að andrúmsloft Jarðar hitni ekki umfram 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leggi megináherslu á beinan samdrátt í eigin losun í loftslagsstefnu Íslands. Leggist gegn hvers kyns bókhaldsbrellum og/eða útvistun losunar til annarra landa. Beiti sér fyrir því að föngun og förgun kolefnis úr andrúmsloftinu verði ekki nýtt til frádráttar á skuldbindingum um samdrátt í losun heldur komi slíkar aðgerðir til viðbótar samdrætti. Leggi áherslu á náttúrulegar lausnir og endurheimt vistkerfa samhliða samdrætti í losun. Stefni að því að ná 1,5° takmarkinu. Verji a.m.k. 4% af vergri landsframleiðslu í aðgerðir til að draga úr losun í samræmi við tilmæli IPCC um fjármagn sem fylgja þarf til að ná sviðsmynd OECD þar sem hnattræn hlýnun stöðvast við 2° hlýnun. Líti á réttlát umskipti í alþjóðlegu samhengi Beiti sér fyrir því að vestræn ríki aðstoði hin fátækari ríki við að aðlagast loftslagsbreytingum þar sem Vesturlönd bera mesta ábyrgð á þeirri losun sem orðið hefur. Hafi réttlát umskipti að leiðarljósi, í ljósi þess að loftslagsbreytingar hafa mismunandi áhrif á fólk eftir landfræðilegri stöðu, stétt, kyni og öðrum þáttum. Stuðli að því að tekið verði tillit til afstöðu og þekkingar frumbyggjaþjóða í samningaviðræðum og réttindi þeirra tryggð. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir „Prógrammerað í mann að kaupa hluti til að gera vel við sig“ Samhliða tilboðsdögum nær átak Landverndar, Nægjusamur nóvember, hámarki um í vikunni. Formaður segir mikilvægt að hugsa vel um það sem maður kaupir. Það sé á sama tíma gott að nýta tilboðin í það sem manni raunverulega vantar. 22. nóvember 2023 12:00 Að minnka kolefnisspor íslensks atvinnulífs Sumarið er frábær tími og í uppáhaldi hjá mörgum, en upp á síðkastið hafa sumrin vakið blendnar tilfinningar. Á þessu ári, líkt og undanfarin ár, hafa borist fréttir af uggvekjandi veðuröfgum. Sögulegur fjöldi hitameta var sleginn víða um heim, við heyrðum fregnir af miklum þurrkum, mannskæðum skógareldum, ofsarigningum, flóðum og risahagléli – oft á stöðum sem Íslendingar heimsækja í sínum sumarfríum. 5. september 2023 14:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Loftslagsráðstefnan Cop28 fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að þessu sinni. Rástefnan hefst á fimmtudag, 30. nóvember og varir til 12. desember. Meðal umræðuefna er ný skýrsla Global Stocktake um hvernig ríki heims hafa staðið sig í loftslagsaðgerðum. Þá er líklegt að líffræðilegur fjölbreytileiki og mikilvægi hans í loftslagsaðgerðum muni taka nokkuð pláss. „Það var hins vegar að gerast að það láku gögn um það að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi ætlað að nýta Cop til að selja meiri olíu. Það eru ekki góðar fréttir og gæti haft þau áhrif að traustið minnki og það stirðni í samningaviðræður eða, af því að furstadæmunum virðist vera frekar annt um ímynd sína, að þau finni sig enn meira knúin að standa sig vel og gangi lengra í samningunum,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Krefjast að stjórnvöld fylgi eftir loforðum Landvernd hefur, ásamt Náttúruverndarsamtökum Íslands og Ungum umhverfissinnum sent kröfur á íslensk stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum í tilefni ráðstefnunnar. Kröfurnar eru tvíþættar: Annars vegar að farið verði að vísindalegri ráðgjöf og hins vegar að stjórnvöld tryggi réttlát umskipti í alþjóðlegu samhengi. „Það er auðviðta mjög margt sem íslensk stjórnvöld gætu gert betur innanlands í loftslagsmálum en þessar kröfur snúa kannski helst að því hvaða skuldbindingum þau segja frá,“ segir Þorgerður. Nefnir hún að íslensk stjórnvöld tali reglubundið um að draga úr losun um 55 prósent fyrir árið 2030, miðað við árið 2005, en að öllum líkindum verði hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja um 41 prósent. „Þá erum við mjög langt á eftir markmiðum ef það er staðreynd,“ segir Þorgerður. Leggjast gegn bókhaldsbrellum og grænþvotti Stjórnvöld verði jafnframt að leggjast gegn hvers kyns bókhaldsbrellum, sem hún segir stórt vandamál. „Þar á meðal eru öll þess verkefni sem eru að draga úr kolefni úr andrúmsloftinu. Það er ekki eitthvað sem getur komið í staðin fyrir samdrátt í losun. Þetta verða að vera tvö markmið: Annars vegar að draga úr losun og hins vegar að binda. Það má ekki nota bindinguna sem frádrátt frá losuninni,“ segir Þorgerður. „Það eru í raun þessar bókhaldsbrellur sem við erum að benda á að megi ekki vera notaðar. Annars er það bara grænþvottur.“ Eins þurfi að tryggja réttlát umskipti í alþjóðlegu samhengi. Það þurfi til dæmis að gera með því að aðstoða fátækari ríki við að aðlagast loftslagsbreytingum þar sem Vesturlönd beri, í sögulegu samhengi, mesta ábyrgð á þeirri losun sem orðið hefur. Kröfur Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Ungra umhverfissinna Fari að vísindalegri ráðgjöf Samtökin telja að Ísland verði að taka sig verulega á til að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við hlutdeild sína í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja, Íslands og Noregs. Hlutdeild Íslands verður að öllum líkindum 41% fyrir árið 2030 miðað við árið 2005 en Evrópusambandsríkin skulu draga úr losun um 55% á sama tímabili. Samdráttur um 41% fyrir 2030 er nauðsynlegt framlag Íslands til að andrúmsloft Jarðar hitni ekki umfram 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leggi megináherslu á beinan samdrátt í eigin losun í loftslagsstefnu Íslands. Leggist gegn hvers kyns bókhaldsbrellum og/eða útvistun losunar til annarra landa. Beiti sér fyrir því að föngun og förgun kolefnis úr andrúmsloftinu verði ekki nýtt til frádráttar á skuldbindingum um samdrátt í losun heldur komi slíkar aðgerðir til viðbótar samdrætti. Leggi áherslu á náttúrulegar lausnir og endurheimt vistkerfa samhliða samdrætti í losun. Stefni að því að ná 1,5° takmarkinu. Verji a.m.k. 4% af vergri landsframleiðslu í aðgerðir til að draga úr losun í samræmi við tilmæli IPCC um fjármagn sem fylgja þarf til að ná sviðsmynd OECD þar sem hnattræn hlýnun stöðvast við 2° hlýnun. Líti á réttlát umskipti í alþjóðlegu samhengi Beiti sér fyrir því að vestræn ríki aðstoði hin fátækari ríki við að aðlagast loftslagsbreytingum þar sem Vesturlönd bera mesta ábyrgð á þeirri losun sem orðið hefur. Hafi réttlát umskipti að leiðarljósi, í ljósi þess að loftslagsbreytingar hafa mismunandi áhrif á fólk eftir landfræðilegri stöðu, stétt, kyni og öðrum þáttum. Stuðli að því að tekið verði tillit til afstöðu og þekkingar frumbyggjaþjóða í samningaviðræðum og réttindi þeirra tryggð.
Kröfur Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Ungra umhverfissinna Fari að vísindalegri ráðgjöf Samtökin telja að Ísland verði að taka sig verulega á til að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við hlutdeild sína í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja, Íslands og Noregs. Hlutdeild Íslands verður að öllum líkindum 41% fyrir árið 2030 miðað við árið 2005 en Evrópusambandsríkin skulu draga úr losun um 55% á sama tímabili. Samdráttur um 41% fyrir 2030 er nauðsynlegt framlag Íslands til að andrúmsloft Jarðar hitni ekki umfram 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leggi megináherslu á beinan samdrátt í eigin losun í loftslagsstefnu Íslands. Leggist gegn hvers kyns bókhaldsbrellum og/eða útvistun losunar til annarra landa. Beiti sér fyrir því að föngun og förgun kolefnis úr andrúmsloftinu verði ekki nýtt til frádráttar á skuldbindingum um samdrátt í losun heldur komi slíkar aðgerðir til viðbótar samdrætti. Leggi áherslu á náttúrulegar lausnir og endurheimt vistkerfa samhliða samdrætti í losun. Stefni að því að ná 1,5° takmarkinu. Verji a.m.k. 4% af vergri landsframleiðslu í aðgerðir til að draga úr losun í samræmi við tilmæli IPCC um fjármagn sem fylgja þarf til að ná sviðsmynd OECD þar sem hnattræn hlýnun stöðvast við 2° hlýnun. Líti á réttlát umskipti í alþjóðlegu samhengi Beiti sér fyrir því að vestræn ríki aðstoði hin fátækari ríki við að aðlagast loftslagsbreytingum þar sem Vesturlönd bera mesta ábyrgð á þeirri losun sem orðið hefur. Hafi réttlát umskipti að leiðarljósi, í ljósi þess að loftslagsbreytingar hafa mismunandi áhrif á fólk eftir landfræðilegri stöðu, stétt, kyni og öðrum þáttum. Stuðli að því að tekið verði tillit til afstöðu og þekkingar frumbyggjaþjóða í samningaviðræðum og réttindi þeirra tryggð.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir „Prógrammerað í mann að kaupa hluti til að gera vel við sig“ Samhliða tilboðsdögum nær átak Landverndar, Nægjusamur nóvember, hámarki um í vikunni. Formaður segir mikilvægt að hugsa vel um það sem maður kaupir. Það sé á sama tíma gott að nýta tilboðin í það sem manni raunverulega vantar. 22. nóvember 2023 12:00 Að minnka kolefnisspor íslensks atvinnulífs Sumarið er frábær tími og í uppáhaldi hjá mörgum, en upp á síðkastið hafa sumrin vakið blendnar tilfinningar. Á þessu ári, líkt og undanfarin ár, hafa borist fréttir af uggvekjandi veðuröfgum. Sögulegur fjöldi hitameta var sleginn víða um heim, við heyrðum fregnir af miklum þurrkum, mannskæðum skógareldum, ofsarigningum, flóðum og risahagléli – oft á stöðum sem Íslendingar heimsækja í sínum sumarfríum. 5. september 2023 14:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
„Prógrammerað í mann að kaupa hluti til að gera vel við sig“ Samhliða tilboðsdögum nær átak Landverndar, Nægjusamur nóvember, hámarki um í vikunni. Formaður segir mikilvægt að hugsa vel um það sem maður kaupir. Það sé á sama tíma gott að nýta tilboðin í það sem manni raunverulega vantar. 22. nóvember 2023 12:00
Að minnka kolefnisspor íslensks atvinnulífs Sumarið er frábær tími og í uppáhaldi hjá mörgum, en upp á síðkastið hafa sumrin vakið blendnar tilfinningar. Á þessu ári, líkt og undanfarin ár, hafa borist fréttir af uggvekjandi veðuröfgum. Sögulegur fjöldi hitameta var sleginn víða um heim, við heyrðum fregnir af miklum þurrkum, mannskæðum skógareldum, ofsarigningum, flóðum og risahagléli – oft á stöðum sem Íslendingar heimsækja í sínum sumarfríum. 5. september 2023 14:01